miðvikudagur, desember 15, 2004

Egill, Hannes og Kiljan

Nú er Egill Helgason farinn að tala vel um ævisöguskrif Hannesar Hólmsteins. Við útkomu síðustu bóka Hannesar skrifaði Egill grein til verndar rétti prófessorsins til þess að skrifa vondar bækur. Nú hefur Hannesi greinilega tekist betur upp að mati Egils. Sumir segja að það sé vegna þess að Egill sjálfur sé að gera upp við sínar eigin gömlu skoðanir, en svo gæti líka vel verið að Kiljan sé ágætlega heppnuð bók, alla vega finnst mér athyglisvert að miðað við hvað Halldór Laxness var mikill spjátrungur þá hafi hannn klætt sig í lúna larfa þegar flytja átti ræðu á fundi fyrir sósíalista. Þetta kom Hannes með.

Eru samt ekki allir bara búnir að fá nóg af Halldóri Laxness í bili? Reyndar má greina frá því hér að sú ævisaga sem ég hef heyrt best talað um fyrir þessi jól er ævisaga Héðins Valdimarssonar eftir Matthías Viðar Sæmundsson. Þar er eitthvað nýtt á ferðinni.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home