miðvikudagur, mars 16, 2005

Greind

Hér áðurfyrr var nú alltaf talað um að íslensk börn væru greind og þótt það ágætt. Nú eru hins vegar börn greind með eitthvað, helmingi fleiri börn greind með átröskun (framan á Fréttablaðinu), heimsmet í rítalínsnotkun (Stöð 2). Vandamálin virðast vera flókin, en á sama tíma eru þættir í gangi sem heita Supernanny, þar sem tryllt börn eru tekin og þeim er kenndur agi á einfaldan hátt og engin lyf gefin. Getur verið að tækniþjóðin Íslendingar nenni ekki lengur að díla við hluti sem dót og dóp geta leyst fyrir okkur. Getur verið að sú greining sé rétt að við séum með allt of flóknar lausnir við einföldum vandamálum?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góður punktur. Þetta er spurning um aga og athygli. ÁA

3:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home