DV er Fazmo fjölmiðill
DV hefur þóst vera vel á verði gagnvart ofbeldismönnum sem ganga lausir á meðal okkar góðborgaranna. Blaðið birtir svo oft myndir af þessum útvöldu ofbeldismönnum að þetta er orðið eins og hluti af fjölskyldunni, Annþór móðurbróðir, Steini sonur hennar Lúllu afasystur á Akureyri og Andri frændi í Fazmo. Verst að þetta eru svo ljótar myndir yfirleitt, annars mundi maður klippa þær út og ramma inn á arinhillunni. DV stendur vaktina í ofbeldismálum. Ójá. Fazmo klíkan í prófum - allt um málið í DV. Steini fær sér pizzu á Bautanum - allt um málið í DV.
En eru DV eitthvað skárri sjálfir? Fyrsta Fazmo fréttin snérist um það að menn lömdu aðra menn í biðröð og bitu svo höfuðið af skömminni með því að guma sig af því á netinu. Undanfarnar vikur hefur DV einbeitt sér að öðru merkilegu fréttamáli: Stúlku sem er sögð kærasta KIefers Sutherland. Blaðið lagði forsíðuna undir þetta mál og kallaði Njarðvíkurmærina "heppnustu konu landsins". Gott og vel. Kiefer ástfanginn af íslenskri stúlku. En hvað gerist svo? Menn kafa dýpra. En þá kemur babb í bátinn. Umboðsmenn, vinir og talsmenn Kiefers kannast bara ekkert við málið. Nú jæja. Er þá ekki best að segja sorrí!?! Birta litla afsökunarbeiðni til stúlkunnar og almennings um að fréttin hefði verið röng. Auðvitað ekki. DV er Fazmo fjölmiðill. Þeir guma sig af því að fréttin hafi verið röng. "Einhverjir meiddu sig í röðinni á Hverfisbarnum" "Æ mig verkjar í hnúana eftir gærkvöldið." Einhver tenging?
En það gengur ekki að vera með tóm leiðindi í garð DV. Mér finnst þeir standa vaktina vel, gott að vita að mamma Hildar Völu skemmti sér vel, en ekki illa, á Stuðmannaballi og að Logi og Svanhildur ætli að ganga í heilagt hjónaband, og ekki sé hætta á satanísku blóðbrullaupi....
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home