mánudagur, maí 02, 2005

Að líta betur út

Hef líklega aldrei litið betur út en einmitt núna eftir að hafa byrjað ljúga því að fólki að ég fari í ræktina 5 sinnum í viku. Innanhússboltar vetrarins eru að baki og nú tekur við árvisst streð við að koma upp hópi sæmilegra drengja til að spila fótbolta á grasbölum bæjarins með úlpur eða ruslatunnur fyrir mörk. Ekki er nóg að finna liðsmenn, heldur þarf einnig að finna rétta grasbalann. Túnið má ekki vera of þýfið eins og Klambratúnið er. Gallinn er sá að góðir vellir eru mikið umsetnir og því ekki á vísan að róa og vesen að koordinera 15 manns á óákveðnum tímum á óákveðna staði. Hátt upp í 50% starf. Spurning um að tala við atvinnumiðlun námsmanna og athuga hvort það er ekki einhver tölfræðistúdent sem getur tekið þetta að sér tvisvar í viku fyrir vinahópinn???

Allt í einu byrjaði að snjóa áðan, út í bláinn, inn í roðann.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home