Hvitasunnuhelgin
Nú fá menn frí á mánudaginn, trúaðir jafnt sem trúlausir, vegna þess að postularnir fylltust heilögum anda um árið. Ekki slæmt. Reyndar gerðist það á sunnudegi, en samt er frí á mánudegi, skrýtið. Ekki var frí á mánudegi t.d. þótt 1. maí hafi verið á sunnudegi. Reyndar verður 17. júní næst á föstudegi sem bætir ágætlega fyrir það.
Fór í gær og keypti mér verkfæri. Kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem það er gert. Nú á ég klaufhamar og risastóra bogasög úr Europris. Planið er að saga og smíða uppi í bústað um helgina og mála síðan. Sögin mun einnig koma sér vel þegar kemur að því að fella tré og gera þetta svolítið huggulegt. Trén verða svo söguð í búta og brennd. Ennfremur hefur verið keyptur gaskútur. Vonandi passar hann í gasofinn svo hægt sé að sitja úti á palli í vorkvöldssvalanum um helgina. Allt þetta, bara út af því að einhverjir jólasveinar fengu yfir sig heilagan anda og töluðu tungum fyrir næstum 2000 árum síðan. Að hugsa með sér....
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home