miðvikudagur, maí 11, 2005

Veitingarýni - Fjólublái laukurinn

Það er hlýlega tekið á móti manni á nýja skyndibitastaðnum Purple Onion í Hafnarstrætinu. Vissulega ekki tauservíettur á borðum en samt fín stemmning í húsinu. Þetta er nýtt innlegg í skyndibitaflóru bæjarins og er það vel. Matseðillinn er fábrotinn en athyglisverður fyrir þær sakir að hann sameinar arabíska og rússneska matargerð. Vissulega ekki vodka og kavíar, en samt....Sá sem þetta ritar valdi sér Shawarma platta, sem er shawarma kjúklingur grillaður í þunnu brauði með mozzarella osti og sósu hússins. Brauðið er borið fram stökkt og brakandi með góðu salati og kostar 890 krónur með gosi að eigin vali. Féll þessi réttur vel í kramið ásamt skemmtilegu lesefni sem þar liggur frammi, fréttabréf verslunarinnar Nexus á Hverfisgötu. Var maður í þeim bleðli minntur óþyrmilega á hversu illa maður er úti að aka í fræðum myndasögubókmennta. Ég hlakka til að fara aftur á Purple Onion því þá ætla ég að fá mér rússneskt Pelimeni sem eru djúpsteiktir, eða soðnir, deigboltar með kjöti eða kartöflum. Einnig eru í boði rússneskar pönnukökur og arabískur Sheslhlek kjúklingur, ef ég man rétt. Borðapantanir eru í síma 551 5858.

Átti skemmtilega kvöldstund í gær í sögufrægum hægindastól að Gljúfrasteini í ágætum hópi. Missti af síðari hálfleik asnalegs fótboltaleiks. Hver hefur eiginlega áhuga á þessari ensku deildarkeppni. Það er FA bikarinn sem skiptir máli!

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home