Arnarhreiðrið
Komandi hvítasunnuhelgi mun væntanlega fara í það að fegra Arnarhreiðrið og nánast umhverfi þess með málningu, trjáklippur og svarta ruslapoka að vopni. Húsið stendur altso enn, gengið var úr skugga um það í gær. Mikið verður gaman að vera þarna þegar gróðurinn fer að taka almennilega við sér. Ekki seinna vænna að grisja aðeins og leggja grunn að fellingu nokkurra aspartrjá sem gróðursett voru af miklu kappi hér á árum áður og hafa skotist upp eins og eldflaugar. Annar hápunktur helgarinnar var innflutningspartí hjá Tobba og Evu sem eru búin að gerbreyta íbúð í Álfheimunum. Aðrir hápunktar verða ekki gefnir upp að sinni.
Og svo styttist í Evróvisjón, en það orð finnst mér einhver fatlaðasta málverndartilraun íslenskrar málsögu. Það má ekki segja Euro-, heldur Evró-, en samt má segja -vision!?! Af hverju ekki að fara alla leið: Evrósjón. Vonandi gengur Selmu vel í undankeppni Evrósjón söngvakeppninnar í þarnæstu viku.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home