miðvikudagur, maí 04, 2005

Frá Lifrarpolli ljót berast orð

Lýðurinn dansar um stræti og torg, eins og Ólafur Haukur orti um árið. Mourinho segir að línuvörðurinn hafi skorað markið en fylgismenn LIverpool segja að Chelsea hafi verið heppið að fá dæmt á sig mark, annars hefði verið víti og rautt spjald á Chech. Hlutlausu auga var lítt skemmt yfir ámáttlegum sóknartilburðum liðanna í flas ógnarsterkra varnarmanna. Það sem stendur upp úr eftir leikinn í gær var stemmningin á pöllunum. Magnað að sjá. Óska Liverpool mönnunum til hamingju með sigurinn.

Knattspyrnuheimurinn varð hins vegar af því sem hefði getað orðið ein dramatískasta stund knattspyrnusögunnar: Ef Eiður hefði skorað þarna í blálokin. Ef og hefði gott og vel, en á þessum stað, á þessum tíma fyrir framan þessa áhorfendur þá hefði það verið eitthvað algjörlega eldfimt. Sprengihætta jafnvel. Eftir á þá finnst mér að ef Eiður hefði skorað þá hefði Anfield sprungið í loft upp og skilið eftir sig djúpan gíg. Það var orðað þannig í morgun í mín eyru að það væri misskilningur að fótbolti væri upp á líf og dauða, hann væri svo miklu miklu meira.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home