mánudagur, maí 09, 2005

Útúrsnúningar

Grípum niður í viðtal við V-dags fólkið Þóreyju Vilhjálmsdóttur og Björn Inga Hilmarsson í Birtu:

"BIH: Ég var til dæmis eini karlmaðurinn á þessari ráðstefnu og er eini "Male Vagina Warrior", píkuhermaðurinn.
ÞV: Fyrir utan Ólaf Ragnar Grímsson sem alltaf hefur stutt samtökin dyggilega og mætt á alla okkar viðburði. Þegar Eve (Einsler) kom hingað bauð hann henni á Bessastaði og hún gaf honum bók með tileinkuninni "For the First Vagina Friendly President"."

Athyglisvert. En þarfnast þó ákveðinnar leiðréttingar við. Látum liggja milli hluta að hinn geðþekki leikari Björn Ingi sé orðinn gildur píkuhermaður, en er það ekki gróf sögufölsun að kalla Ólaf Ragnar fyrsta píkuvinsamlega forsetann? Þá er ég ekki að tala um Vigdísi - heldur Bill Clinton. Hann var meira að segja svo vinsamlegur að bjóða píkunni upp á vænan vindil.

En þetta eru auðvitað útúrsnúningar. V dagurinn lengi lifi. Húrra. Og píkur. Húrra. Og forsetar sem fíla þær. Húrra. Húrra! Húrra!!

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home