þriðjudagur, júlí 26, 2005

2119 eða hvað?

Mikill titringur er nú í jöklamönnum og áhugafólki um útivist og náttúru vegna þess að Hvannadalshnúkurinn verður mældur á næstu dögum með nákvæmari hætti en áður. Eins og við lærðum öll í grunnskóla þá er opinber hæð hnúksins 2119 metrar yfir sjávarmáli. Sú tala byggir á rúmlega 100 ára gömlum þríhyrningamælingum og er nær örugglega ekki rétt. Árið 1955 mældist hnúksi 2123 metrar og í júni í fyrra 2111 metrar með gps tæki og verður spennandi að sjá niðurstöðuna frá Landmælingum í byrjun næstu viku.

Hér væri ekki óvitlaust að hafa smá getraun:: Hversu hár er Hvannadalshnúkur? Niðurstaðan liggur fyrir í næstu viku. Verðlaun fara eftir þátttöku.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

2109

Kjarri.

4:15 e.h.  
Blogger Örn Úlfar said...

Ég segi 2110, ÖÚS

4:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

2112

kristjan

10:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

2115

Ólijoh

9:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home