miðvikudagur, júlí 20, 2005

Kostulegt

Að sjá Hannes Hólmstein í gær að tala við Stefán Pálsson um stríðið gegn hryðjuverkum, beinlínis hlægilegt: „Ef þú kemur að þar sem tveir menn eru að berja konu á götuhorni, ferðu þá í samningaviðræður?“ Þessa „líkingu" mætti alveg eins nota til að réttlæta hryðjuverk. Ætli það sé einhver íraskur Hryðjuverka-Hannes einmitt núna að hvetja ungt fólk til að sprengja sig í loft úpp í Fallujah eða Tikrit því ekki sé hægt að semja við menn sem eru berja konuna á götuhorninu.

Hannes er reyndar lúmskur í svona þáttum, hann nær einhvern veginn að hrista stjórnendur þáttanna af sér, svarar aldrei spurningum beint og gjammar í aðra viðmælendur meðan þeir eru að byggja upp sitt mál að einhverjum punkti. Samræðuterroristi. En þykist samt vera voðalega kurteis. Segist vera sammála ýmsu sem hinn aðilinn var augljóslega alls ekki að meina.....

Auðvitað er það rétt hjá Stefáni Pálssyni að það er algjörlega búið að gerbreyta merkingu orðsins hryðjuverkamenn. Hryðjuverkamaður þýðir nú orðið hver sá sem berst gegn því að Bush/Blair og stórfyrirtækin geti ráðskast með aðrar þjóðir eins og þeim sýnist. Var ekki hinn hægri-græni Ólafur F. Magnússon kallaður terroristi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins?

Athyglisverður punktur sem kom fram í viðtali í Mbl við Íslending sem starfar í teymi hjá SÞ sem ætlað er að berjast gegn Al Kaída. Hann sagði að það gæfi besta raun til að koma vitinu fyrir unga íslamska fanatíkera að láta þá spjalla við íslamska klerka sem gætu sagt þeim að Kóraninn bannar bæði sjálfsvíg og árásir gegn konum og börnum. Þessum punktum væri til dæmis hægt að koma betur á framfæri með aukinni samræðu milli menningarheimanna. Í staðinn er alið á fordómum og byggðir múrar. Íslam er ekki vandamálið og kristið siðgæði er ekki lausnin. Hvernig væri að eyða broti af þeim fjármunum sem fara í að leita að hryðjuverkamönnunum frekar í að leita að „orsök" hryðjuverkamannanna?

Æ, hvað er ég að þykjast hafa vit á þessu...

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home