miðvikudagur, júlí 27, 2005

Stofnun vikunnar

Hef ákveðið að taka upp fastan lið hér á röflinu og kynna hinar ýmsu stofnanir, nefndir og ráð sem finna má í landinu og gera lífið bærilegra fyrir okkur sem hírumst hér á þessu skrítna skeri.

Sú fyrsta sem verður fyrir valinu er Örnefnastofnun Íslands. Á heimasíðu stofnunarinnar kemur fram að hlutverk hennar er meðal annars að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi í örnefnafræðum eftir því sem föng eru á. Þar er einnig hægt að sjá örnefni mánaðarins og ýmislegan fróðleik. Einnig gefur stofnunin út vefrit og fjallar nýjasta greinin þar um tölur í örnefnum. Ég hvet alla til að kynna sér vel hvernig Örnefnastofnun getur komið að gagni í daglegu amstri.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home