miðvikudagur, júlí 27, 2005

Hvannadals-hvað?

Rétt er að fram komi í umræðum um nýjar mælingar Landmælinga á hæsta tind Íslands að nafn tindsins er Hvannadalshnjúkur, með joði. Að sögn Svavars Sigmundssonar, forstöðumanns Örnefnastofnunar Íslands, mælir stofnunin með því að joð sé notað enda sé það í samræmi við málvenjur heimamanna á svæðinu. Rithátturinn -hnúkur tíðkast einkum á suðvestanvert landið en -hnjúkur á Norður-, Austur- og Suðurlandi. Að sögn Svavars þá tala bræðurnir á Kvískerjum um Hvannadalshnjúk, með joði, þegar hæsta tind Íslands ber á góma og er því vandséð að ræða þurfi málið frekar.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home