miðvikudagur, júlí 06, 2005

Þar og þá

Alveg er ég hissa á því að auglýsingastofan Hér og nú sé ekki löngu búin að kæra margnefnt hjólhýsavikurit fyrir að nota sama nafn. Þeir létu loksins verða af því í dag. Það er reyndar alveg í anda þessa "blaðs" að nota annarra manna nafn. Og hvað með Hér og nú innréttingar?
Eigum við ekki að hjálpa þeim? Ég auglýsi hér með eftir nýju nafni:

Fyrstu tillögur.

Slúðrið
Ruslapokinn
Hjólhýsatíðindi
Bubbafréttir
Frægrafokk
Séð og Heirt

Já, svei mér þá ef nafnið Séð og heirt lýsa þessu blaði mjög vel, alveg eins og Séð og heyrt, nema aðeins vitlausara.....

Annars er ég bara rólegur. Fyndið hvernig matar og kímnigáfa Chiracs klúðraði Ólympíuleikunum fyrir Frökkum. Menn segja mér að nú standi Blair með pálmann í höndunum sem aldrei fyrr. Honum skyldi þó ekki takast að hætta toppnum? Sei, sei, sei.

Anonymous sjálfur var með lausnina á getrauninni hér fyrir neðan: Reykjavíkurnætur. Hvernig er það, er ekki hægt að kaupa þá þætti á DVD?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home