miðvikudagur, júlí 13, 2005

Korktöflur

Dagurinn í gær og í dag hafa farið í að plögga íslensku kartöfluna. Virðist það vera mjög þakklátt verkefni, allir til í að segja frá frumuppskeru þeirra í Þykkvabænum. Nú lítur út fyrir að þessar nýju kartöflur séu uppseldar í búðunum, þannig að þetta er eitthvað að virka. Samkvæmt þessu. er eftir einhverju að slægjast líka! Fylgist með kartöflunum, það verða fleiri teknar upp í fyrramálið og koma í búðir á morgun, og hinn og hinn og hinn og svo framvegis eitthvað fram í ágúst. Njótið.

Vonast til að komast í fótbolta í kvöld þótt ökklinn sé enn nokkuð bólginn, ekki síst eftir maraþonstöðu á tónleikunum með Tona og tittlingunum á mánudagskvöldið.

Tókst að afreka það að gleyma bílnum í vinnunni í gær. Fjalla ekki um það nánar. Harry Potter kemur í búðir á miðnætti á föstudag. Ætti maður að fara í röð? Þyrfti þó að klára Queen of the South fyrst, en hún er með agnarsmáu letri og fer rólega af stað þótt fyrsta síðan hafi verið dýnmít.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home