mánudagur, júlí 11, 2005

Hunda-Mogginn?

Detti mér allar dauðar...Ég sem hélt að Morgunblaðrið hefði einkarétt á minningargreinum á Íslandi. En það er ekki svo. Besti vinur mannsins hlýtur að eiga skilið að fá sín minningarorð alla vega skv. þessu. Alla vega fékk hann Oliver fallega kveðju:

"Elsku Oliver okkar. Nú ertu í fanginu hjá honum afa uppi í himnaríki. Við vitum að hann á eftir að passa þig vel. Þann fyrsta júlí átti sér stað sá hræðilegi atburður að þú hljópst beint fyrir bíl. Við trúðum því ekki og vorum lömuð af sorg. Litli sólargeislinn okkar sem alltaf var svo kátur, hlýðinn og góður. Þú komst að öllum með dillandi skotti og kærleika í augum. Þú varst alltaf þétt upp að okkur og eltir okkur hvert sem við fórum. Þú varst með svo sterkan persónuleika, þó þú sagðir ekki neitt.

Nú hvílir litli líkami þinn í dýrakirkjugarðinum við rætur Ingólfsfjalls, en sálin er farin yfir regnbogabrúnna þar sem þú getur hlaupið laus með öðrum hundum og kúrt hjá afa á næturnar. Þú býrð í hjörtum okkar þangað til við hittumst að nýju. Við munum alltaf sakna þín litli vinur."

Svo hjálpi mér hunda-guð.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home