fimmtudagur, júlí 14, 2005

Erlendis í eina sekúndu

Þegar ég sat sólarmegin við Thorvaldsen í hádeginu og fann bragðið af fyrsta sopanum af bjórnum sem ég pantaði með matnum. Einn af þeim sem naut matarins með mér ætlar að hlaupa Laugavegshlaupið og vonast til að komast alla leið á innan við 7 klukkustundum. Eins og dyggir lesendur vita fórum við Ásta þetta á fjórum dögum fyrr í sumar.

Ég held að Laugavegshlaupið sé slæm hugmynd í sjálfu sér og tákn um firringu nútímamannsins. Þegar menn geta ekki notið náttúrunnar nema að snúa því upp í einhverja brjálaða keppni. Af hverju ekki að njóta náttúrunnar? Af hverju að hlaupa og svitna þegar það hægt að ganga og upplifa? Mér finnst að það eigi að skylda keppendurna til að labba til baka þegar þeir koma í mark í Þórsmörk. Niður með firringuna!

Fimmtudagur í dag. Á miðnætti á morgun kemur Harry Potter í búðir á Laugaveginum, í Austurstræti og á Akureyri. Likurnar á því að ég verði búinn með Queen of the South eru engar.

Vil líka taka það fram að nýuppteknu kartöflurnar eru snilld. Ég ofnsteikti kryddlegna keilu (ha ha) og prófaði bæði soðnar og steiktar nýuppteknar premier kartöflur með og það var æði-snæði. Mæli með að þið prófið. Sendingin úr Þykkvabænum frá því í morgun er komin í Hagkaup.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home