Ian Rankin
Nú styttist í komu Ians Rankin til landsins en Rankin var einn af ferðafélögunum okkar Ástu á Spáni ef svo mætti segja. Reyndar var hann hafður með í handfarangri. Þessi vinsælasti spennusagnahöfundur Bretlandseyja er á uppleið hér heima samkvæmt Óttari Proppé erlendra-bóka-gúrú Íslands. Ég keypti líka nýjustu bókina um rannsóknarlögreglumanninn Rebus, Fleshmarket Close, og hlakka mikið til að fá tíma til að glugga í hana. En Rankin kemur sem sagt um helgina og verður með uppákomu og áritanir í Bókbúð Máls og menningar á laugardaginn klukkan eitt.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home