föstudagur, mars 16, 2007

Bílar geta dáið eins og venjulegt fólk

Ef þið eigið leið framhjá Gerðarsafni í Kópavogi þá er litli grái bíllinn sem húkir úti í horni á bílastæðinu ekki nýtt verk eftir japanskan rýmislistamann með meiningar. Það er einfaldlega bilaður bíll. Sem er ekki gott fyrir eigandann. Okkur Ástu.
Miðað við fyrstu viðbrögð frá bifvélavirkjum gæti jafnvel verið að viðgerð sé dýrari en bíllinn sjálfur. Þetta skýrist betur á mánudag.

Stefnir í rólega helgi og væntanlega missi ég enn og aftur af hinum ástsæla árlega Spaðaballi sem fram fer á Nasa í kvöld. Ég fer næst.

Lifið heil. Hugsið vel um bílana ykkar.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home