Heilbrigðisvottorð eða skoðanakönnun?
Árlega flytja íslenskir fjölmiðlar af því að alþjóðlega stofnunin Transparency International telji Ísland nær laust við spillingu. Ástæðan er sú að íslenskir fjölmiðlar er lélegir í ensku. Fyrirsögn Moggans 'Lítil spilling á Íslandi' er því ekki endilega rétt.
Staðreyndin er sú að Transparency kannar á hverju ári hvernig upplifun fólk í alþjóðlegum viðskiptum er af spillingu hjá þjóðum heims. Það er sem sagt ekki Grímseyjarferjan eða framganga Framsóknarmanna/Landsvirkjunar tveimur dögum fyrir kosningar sem veldur því að Ísland felur niður um fimm sæti á listanum. Þetta er ekki vísindaleg úttekt heldur skoðanakönnun, reyndar ákaflega faglega unnin sem slík. Listinn heitir Transparency International Corruption Perception Index og er orðið Perception ákveðið lykilatriði sem íslenskir fjölmiðlar horfa alltaf framhjá.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home