mánudagur, október 01, 2007

BBC kaupir Lonely Planet

Ég er einn af þeim sem hafa notið liðveislu ferðahandbókanna frá Lonely Planet á þegar leið mín hefur legið um erlenda mold. Bækurnar eru bæði frábærar til að skipuleggja ferðir sínar og til að leysa verkefni og vandamál sem koma upp frá degi til dags. Nú hefur BBC Worldwide keypt útgáfuna af frumkvöðlunum Wheeler hjónunum og verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á LP.

Ekki þurfti ég aðstoð Lonely Planet um helgina enda lá leiðin á gamalkunnar slóðir í Þórsmörk (reyndar að Básum í Goðalandi). Svæðið skartaði sínum fegurstu haustlitum og bauð upp á stafalogn og regnboga að næturlagi, sem er fágæt sjón.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home