mánudagur, október 22, 2007

Tískulögga?

Það gleður mig að sjá að lögreglan er byrjuð að hafa afskipti af þesssari tísku að hafa buxurnar svo neðarlega á rassinum að undirföt sjást. Sbr tilvitnun í dagbók lögreglunnar: "Af öðrum brotum má nefna að einn var tekinn fyrir að veitast að lögreglumanni, annar fyrir að klifra upp á bíl og sá þriðji fyrir að gyrða niður um sig buxurnar."

Annars fannst mér allt fara vel fram á ferðum mínum um vettvang Airwaves hátíðarinnar liðna helgi og til sérstakrar fyrirmyndar hvað Íslendingar eru orðnir góðir í að bíða í röð.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home