miðvikudagur, júlí 14, 2004

"Snjallyrði" Hannesar

Hún er átakanleg, en um leið sérstaklega hlægileg, grein dr. Hannesar Í Morgunblaðinu í morgun og fyrir hinn stóra, og sístækkandi, hóp sem sér ekki ástæðu til að lesa Mogga að staðaldri, eða hafa hann í áskrift, rek ég hana hér.

í grein sinni vil Hannes botna það samtal er hann átti við Ólaf Hannibalsson á Þjóðarbókhlöðunni (þar sem annar var að skrifa sögu SH fyrir 30 milljónir, en hinn 2. bindi ævisögu Halldórs Laxness fyrir prófessorslaun). Hannes fer þá að tala um að Íslendingar hafi nú aldrei viljað hafa neina höfðingja gegnum tíðina, flúið Harald hárfagra og allt það og þess vegna væri nú Ólafur Ragnar alveg ómögulegur. Kom þá Ólafur með það drepfyndna tilsvar að: „En ef engir höfðingjar eiga að vera til, hvað á þá að verða um þig Hannes Hólmsteinn? Því að þá verða engar höfðingjasleikjur heldur til!“

Þessa snjalla tilsvars var vitnað til í DV um daginn og hló margur. Hannes sagði, og er tilgangur greinar hans að tilsvar hans við fyndni Ólafs sé einnig uppi á borðinu: „Ólafur minn! Þú getur ekki haldið því fram að ég sé nein höfðingjasleikja. Þá sæti ég nú annars staðar en hér hjá þér.“

Nú kviknar spurningin: Hvers vegna í ósköpunum dettur Hannesi í hug að láta svona greinarkúk fara frá sér. Hvert meðalgreint fjögurra ára barn sér að þetta er ekki fyndið. Hvernig stendur á því að maður, með doktorsgráðu, sem hefur um langt árabil að safnað snjallyrðum á kostnað Háskóla Íslands, telur þetta svar, þetta hallærislega klór í bakkann, vera snjallt eða fyndið? Þetta er ekki fyndið, þetta er hlægilegt. Vísa Hannesi á Orðabók Háskólans fyrir muninn á þessu tvennu.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home