þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Mannsandinn á Hótel Holti ofl

Hann rís hátt mannsandinn á Hótel Holti. Sérstaklega í hádeginu þegar maður fær tvíréttað lostæti á verði venjulegs matar á Vegamótum. Svo eru öll málverkin og frábær þjónustan í kaupbæti. Auðvitað freistast menn til að fá sér rauðvín með brasseraða nautabrjóstinu og hvítvín með stökksteiktri bleikjunni og kaffi og desert á eftir. En til hvers eru annars freistingar? Maður getur spurt sig. Mér fannst samt reyndar betri bleikjan sem ég grillaði heima og heiman um síðustu helgi, en það er etv. ekki hlutlaust mat, og þó. Þetta var allt minn matur.

Á morgun Ísland - Ítalía. Ítalir mæta brjálaðir til leiks því þeir eru búnir að frétta hvað það kostar lítið inn á völlinn.
Svo á sunnudaginn: Ísland - kvenna - Rússland. Skyldumæting.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Áfram Ísland!

ÁA

2:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home