þriðjudagur, september 14, 2004

Boltinn með Guðna Bergs.

Mér finnst þetta góður þáttur. Í gær var Hemmi Gunn í heimsókn, en honum hefur áður verið hrósað í þessum skrifum. Vonandi fær hann að birtast reglulega á skjánum, þ.e. Sýn, í vetur. Það eina sem ég velti fyrir mér er hvort þetta sé hugsanlega of langur þáttur, ca 90 mínútur í gær. En þó mundi ég varla vilja sleppa neinu, líklega er lausnin sú að taka þáttinn upp og horfa á hann í tveimur bútum - nú eða þremur. (Takið eftir því að hér er ritað „tveimur“, ekki „tveim“ eða „tvemur“ eins og sumir hafa orðið uppvísir að. Þetta kenndi mér Ragnheiður Briem, sem kenndi mér íslensku í 3. bekk MR en er nú látin)

Þá má geta þess að veiðiferð er í pípunum fyrir næstu helgi. Þá má segja að maður hafi sett sig vel inn í tvær höfuðgreinar íslensks atvinnulífs til forna; réttir síðustu helgi, fiskveiði næstu helgi. Hvað næst? Kárahnjúkar? Kringlan? Vinna á Domino's?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home