mánudagur, mars 19, 2007

Lúður eða klúður?

Kók Zeró fékk á baukinn í öllum dagblöðunum um helgina og var kallað bæði djöfladjús og kók fyrir kjána. Í blöðunum, sem og í bloggheimum hafa konur sett stórt spurningamerki við markaðssetningu af því tagi sem notuð er fyrir þetta núllkók. Sundlaugar með zero kvennaklefum og svo framvegis. Maður veltir því fyrir sér hvort þetta sé viljandi svona klúðurslega unnið, til að próvokera hugsandi fólk (les. konur). Getur það verið að einhverjum þyki það kúl að hafa æst upp feminínista?
Það held ég varla, því viðbrögð þeirra kvenna sem ég hef séð benda til þess að þær yfirgefi herbúðir Coca-Cola vörumerkisins fyrir fullt og allt og hvers virði eru þá nokkrir nýir neytendur sem eru að fá hvolpavitið? Hvor hópurinn kaupir meira?

Svo er það sjónarmið líka til að þetta auglýsingahjal skipti engu máli, fólk kaupi bara það sem því finnst best á bragðið.

Mín niðurstaða: Smekkur verður ekki rökræddur.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home