fimmtudagur, október 04, 2007

Grátt Geysis grín

Það var mikill fögnuður í Keflavík þegar Geysir Green Energy til til starfa í bænum af þrótti enda herinn farinn og umrót á atvinnumarkaði. Ég renndi suður í gær í afmæli móður minnar með þær fréttir í farteskinu að að Geysir Green héti nú Reykjavík Engergy Invest. Var ekki gerður góður rómur að þessum tíðindum. Ekkert hef ég þó séð frá Árna Sigfússyni eða öðrum stafnbúum Suðurnesjamanna um þessar breytingar. Einu fréttirnar eru þær að Sjálfstæðisflokkurinn í Reyjavík logi í óeirðum vegna málsins. Talað er um nýtt dulbúið risarækjueldi. Það verður fróðlegt að sjá hvort upp úr gýs í haustferð reykvískra sjálfstæðismanna um helgina, en þá er förinni heitið í hlýjan faðm jarðvarmasetursins Reykholts þar sem Sr. Geir Waage mun reyna að stilla til friðar í flokknum. (Ókeypis er í ferðina, hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson, höfundur bókarinnar Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis athugi)

[Í framhaldinu er rétt að geta þess að ekki er vitað til þess að óeining sé um málið í borgarstjórnarflokki Framsóknarflokksins.]

Aftur að útrás jarðvarmans: Þátttaka OR í REI er líklega nauðsynleg ef ætlunin er að flytja út þekkingu á sviði jarðvarmavirkjana. Ef ætlunin er hins vegar að fara út í einhverjar fjárfestingar, umbreytingar og peningaleiki, þá er spurning hvaða erindi Björn Ingi og Vilhjálmur eiga að borðinu.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home