miðvikudagur, maí 18, 2005

Tilkynning frá Mugison - tónleikar á föstudaginn

Í tilkynningu frá Mugison segir:

Svo spila ég á Föstudaginn í NASA hérna í Reykjavík, veit að þetta er illa
auglýst en það er við engan nema mig sjálfan að sakast, ég er að halda þessa
tónleika sjálfur, bókaði þá fyrir löngu síðan, en hef bara ekki haft tíma
til að massa þá almennilega, þannig að fólk viti af þessu, treysti á þína
hjálp, ertu ekki til í að segja vinum og vandamönnum frá þessu og koma á
föstudaginn, húsið opnar hálf níu og ég spila klukkan hálf tíu, á mínútunni,
lofa, enginn seinkun í þetta skiptið og ekkert upphitunar-atriði, bara
mugitónlist í rúman klukkutíma. Hlakka mikið til og ætla að reyna gera mitt
besta, það er slatti af nýju stuffu í gangi núna ef þú hefur séð mig áður, 2
birds verður tekið einsog það var tekið á túrnum - með myndvarpanum, rúna á
gítarnum og svo verður ný útgáfa af I want you, mun sennilega reyna að spila
murr murr sjálfur, sem er nú alltaf soldið fyndið.. og fleira og fleira, er
jafnvel að pæla að taka I´m on fire sem ég geri nú eiginlega aldrei lengur
af því að það eyðileggur í mér röddina og ég get eiginlega ekki sungið í
nokkra daga eftir það... humm, kannski ekki gáfulegt þar sem ég flýg til
London föstudags nóttina og spila þar Laugardag og Sunnudag. Jú ég tek I´m
on fire, láttu alla vita og mæta tímanlega, þetta verður massagaman. 500kr
inn. Forsala 12 Tónum og Nasa

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Enginn Eiríkur?

8:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home