Rán um hábjart kvöld
Þessi orð lýsa leiknum í gær vel. Mér fannst ég vera rændur 1200 krónum fyrir aðgöngumiða að einum lélegasta fótboltaleik sem háður hefur verið eftir að ákveðið var að hafa ellefu manns í liði og bannað að nota hendurnar. Svo rændi KR stigunum í lokin og var það eini ljósi punkturinn á þessu dæmi. Kasper, Jesper og Jónatan hefðu gert sér annað stigið af tveimur að góðu en að fara heim með öll þrjú í farteskinu var fáránleg upplifun og KR ætti að skammast sín fyrir þennan slaka leik. KR er dautt. Lengi lifi KR.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home