fimmtudagur, febrúar 17, 2011

Næsta kynslóð undir borði


miðvikudagur, mars 31, 2010

Jahérna

Hér finn ég gamlar bloggstöðvar, eða blögg eins og ónefndur seðlabankastjóri kallaði það um árið.

Ætti maður að blása lífi í þetta?

þriðjudagur, júní 30, 2009

Icesave valinn besti netreikningurinn

Af fréttavef Landsbankans:

Fréttir og tilkynningar - 18. júní 2008 13:11
Icesave valinn besti netreikningurinn

Moneyfacts Awards 2008Icesave, sparnaðarreikningur Landsbankans í Bretlandi, hefur verið valinn besti netreikningurinn hjá fjármálavefsíðunni Moneyfacts. Moneyfacts er ein öflugasta og vinsælasta fjármálavefsíðan í Bretlandi en þar geta neytendur sótt sér óháða ráðgjöf í fjármálum. Valið náði yfir allan breska fjármálamarkaðinn og felst því í verðlaununum mikil viðurkenning á gæðum Icesave innlánavörunnar.

Icesave, sem stofnað var í Bretlandi í október 2006, hefur náð framúrskarandi árangri og er fjöldi viðskiptavina nú yfir 250 þúsund. Á komandi ári mun Landsbankinn sækja inn á fleiri evrópska markaði. Opnun Icesave í Hollandi er fyrsta skrefið í þá átt. Viðtökur þar í landi hafa farið fram úr björtustu vonum, en viðskiptavinir eru nú þegar orðnir um 20 þúsund á aðeins rúmum hálfum mánuði.

"Það að Icesave skuli vera viðurkennt af óháðum og virtum aðila sem Moneyfacts sýnir svo ekki verður um villst hversu góð innlánavara Icesave netreikningurinn er. Icesave hefur fljótt skipað sér sess meðal vinsælustu netreikninga á breska sparifjármarkaðinum með því að bjóða upp á einfalda vöru, samkeppnishæf kjör og notendavænt viðmót á netinu. Við stefnum að sjálfsögðu á að halda áfram þessum frábæra árangri og þessi viðurkenning er okkur mikil styrkur í frekari uppbyggingu innlánastarfsemi á meginlandi Evrópu," segja Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, bankastjórar Landsbankans.

Góð ráð dýrmæt

Góður Íslenskur lögfræðingur gæti sparað þjóðinni tugi milljarða.

miðvikudagur, júní 24, 2009

Slæm réttarstaða gagnvart Icesave

Margir vilja nú láta reyna á réttarstöðu Íslands gagnavart Icesave. Hún virðist því miður afar slæm ef rýnt er reglur þær sem Ísland hefur gengist undir. Um það má lesa af viti hér.

Hver sá sem vinnur gegn Icesave samkomulaginu þarf að koma með raunhæfar betri hugmyndir og gera sér grein fyrir afleiðingunum fyrir þjóðlífið á Íslandi á komandi árum.

þriðjudagur, júní 23, 2009

Borgum Icesave lágmarkið

Mér sýnist öll rök benda til þess að við greiðum lágmarksinnistæðutryggingar vegna þessa Icesave klúðurs og lofum að gera svona aldrei aftur. Gauti fjallar ágætlega um þetta.

þriðjudagur, júní 02, 2009

Portúgal

Nú stendur yfir undirbúningur að sumarfríi ársins: í Portúgal. Við verðum í viku og planið er að gera ekki neitt. Einhverjar hugmyndir að lesefni fyrir sundlaugarbakkann?

miðvikudagur, maí 27, 2009

Besti vinnustaður á landinu?


Opnunarleikurinn í Kubb á Stadío Fíton í hádeginu í dag.