fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Óskalögin

MJ, ef þú ert að lesa þetta þá eru þetta lögin sem ég vil absolútt hafa á setlistanum:

Gimme shelter, Heartbreaker, Bitch, Street Fightin' Man og Can't you hear my knocking. Svo auðvitað þessi lög sem þið takið alltaf.



Mick Jagger er þekktur fyrir að skoða heimasíður tónleikagesta og taka við óskalögum þaðan. Jagger notar aðeins gleraugu frá Alan Mikli.

Fin LÍN

Á morgun lýkur viðskiptum mínum við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Farið hefur fé betra. Hmm...eða ekki?

Minningar sem tengjast LÍN:
Ég fékk ávísanahefti í Búnaðarbankanum Austurstræti og skrifaði grimmt.
Ávísanahefti stolið úr jakkavasa hjá mér á 22. Í kjölfarið voru gefnar út nokkrar ávísanir og ég kallaður til yfirheyrslu með réttarstöðu grunaðs manns.
Gunnar Birgisson byrjaði sinn pólitíska feril í stjórn LÍN. Um skeið var hann ímynd alls hins versta. En í dag....hmmm.

Fórum á Factotum hátíðarsýninguna í gær. Góð mynd, en hvernig í ósköpunum stendur á því að kvikmyndahúsin þurfa að troða sinni kvikmyndahátíð beint ofan í þessa einu sönnu 'official' kvikmyndahátíð í Reykjavík. Mér finnst gott hjá þeim að hafa skemmtilega hátíð, en hvers vegna ekki á vorin? Er verið að reyna að óverdósa mann? Vekja með manni ógeð á alvöru bíómyndum svo maður þiggi ruslið með þökkum hina ellefu mánuði ársins?

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Uppreist æru

Hvernig dettur Birni dómsmálaráðherra í hug að minna þjóðina með þessum hætti á þau myrkraverk sem unnin voru í skjóli Björns menntamálaraðherra?

Annars eru það líklega góð tíðindi fyrir andstæðinga Flokksins ef Gangamaðurinn verður áberandi fyrir næstu kosningar.

mánudagur, ágúst 28, 2006

Marseilles 2003



Lögin sem voru leikin þá.

1 Brown Sugar
2 Start Me Up
3 You Got Me Rocking
4 Don't Stop
5 Wild Horses
6 You Can't Always Get What You Want
7 Midnight Rambler
8 Tumbling Dice
9 Slipping Away (Keith)
10 Before They Make Me Run (Keith)
11 Sympathy For The Devil
12 I Just Want To Make Love To You
13 Like A Rolling Stone
14 Street Fighting Man
15 Gimme Shelter
16 It's Only Rock'n Roll
17 Honky Tonk Women
18 Satisfaction
19 Jumping Jack Flash (uppklapp)

Til hamingju Barcelona


Gudjohnsen was brought on for Giuly. And the Icelander once again displayed his tremendous knack for getting into goalscoring positions, having two excellent chances within minutes of coming onto the pitch. And then, in the 87th minute, and with Barça spurred on by the fact that Celta had been reduced to ten men following the sending off of Iriney for a second bookable offence, 'Guddy' caught a Deco pass on the chest and turned in the area to slam the ball home.

Ómar lands og þjóðar

Hugmynd: Af hverju ekki að halda styrktartónleika fyrir Ómar Ragnarsson, Sigurrós og Bubbi mundu vera aðalnúmerin og Björk kæmi sem leynigestur, og svo fullt af böndum. Aðgangseyrir rynni óskertur til snillingsins fljúgandi. Allt fyrir málstaðinn. Ómar lengi lifi!

Fangavörður í fangelsi

Það er áhugavert konsept. Fangavörður handtekinn við dópsmygl. Kannski ættum við að senda hann til Brasilíu. Pæling, ætli fangalíðin séu góð i fótbolta, eða getur verið að þeir sem eru lélegir í fótbolta leiðist út í glæpina.

Bull er þetta.

Átti ánægjulega helgi og hitti mikið af skemmtilegu fólki. Hápunkturinn? Stjörnuskoðun og varðeldur að Eystri-Skógum.

Amma mín er 75 ára í dag, sjálfur er ég 33,5 ára.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Uppskeru hátíð

SIggi Hall býður upp á sérstakan 'íslenskan' matseðil meðan íslenska grænmetisuppskeran stendur sem hæst. Sælkerar allra landa sameinist.

Fór á útgáfutónleika hjá Pétri Ben í Iðnó. Þar fer magnaður tónlistarmaður: slóttugur á gítarinn, fantasöngvari og mikill lagahöfundur. Frábær plata hjá honum. Ótrúlegt að sjá drenginn pakka saman Billie Jean á kassagítar.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Chelsea Barcelonaaaaaaa (The Catalan Revenge)


Vá þvílíkur dráttur í A-riðli. Eiður og Undrahundarnir fara til London. Man Utd. - Celtic bliknar í samanburði. Eins gott samt að Keane er farinn til Sundralands.

Dylan væntanlegur

Modern times diskurinn kemur út 29. ágúst. Maður veit svo sem ekki við hverju á að búast. Best að hafa væntingarnar í hófi. Ég vona líka að dagurinn sjálfur, næsti þriðjudagur, verði tíðindaminni en útgáfudagur síðustu plötu, sem kom út 11. september 2001.

UPDATE UPDATE
Tónlistartímaritið Uncut gefur disknum fullt hús, eða fimm stjörnur. Það verður æ erfiðara að stilla af væntingarnar.

Fyrsta Rolling Stones grúppían fundin

Greint er frá því í breskum fjölmiðlum að rannsóknarblaðamenn hafi haft upp á fyrstu grúppíu rokkhljómsveitarinnar Rolling Stones. Í samtali sagði Georgine McFlannah að hana rámaði í það þegar hún byrjaði að grúppíast í Jagger og félögum. „Við vorum eitthvað að skottast í kringum þá vinkonurnar. En sannleikurinn var nú samt sá að ég var mest skotin í rótaranum“. Georgine fylgist enn vel með þeim félögum og en hefur ekki vermt ból þeirra um nokkurra ára skeið. „Ég er samt, alveg róleg, það tekur tíma að ná árangri. Ég er ekkert að fara á taugum enda með ákveðið plan í gangi varðandi Horsens í Danmörku en þar verða góðir tónleikar þann 3 september, ef við tórum svo lengi“, segir Georgine og kímir. „Ég held ég viti á hvaða tjaldsvæði þeir gista“.


Georgine hefur engu gleymt og ætlar að vera í miklu stuði í Horsens.

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Gaupska


Í lýsingu á leiknum Arsenal:Dynamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildarinnar: „Það er náttúrlega alltaf slæmt að vinna stórt í fyrri leiknum....Það verður svo erfitt að ná upp einbeitingu í þeim seinni.“

Í tilefni þess að FCK komst áfram: „Það er ekki að spyrja að Dönum. Þeir búa ekki bara til gott smurt brauð.“

Kalt vatn og erlent berg

Tvö fögur og skemmtileg orðatiltæki sem hafa komið fram í samræðum í morgun eru 'af erlendu bergi brotin' og 'renna kalt vatn milli skinns og hörunds'. Þetta finnst mér vera ákaflega eftirsóknarverð og myndrík notkun á íslensku máli. Þannig er sá sem er brotinn af erlendu bergi ekki ólíkur okkur sjálfum, enda er grjót grjót, hvort sem er í fjöru eða fjalli. Þeir sem hafa farið í ískalda sturtu, eða smellt sér undir foss í lækjarsprænu á hálendinu geta ímyndað sér að kalt vatn rynni milli skinns og hörunds. Og þannig tilfinningu getur ógnvænleg hugsun eða uppákoma kallað fram, eins og þegar ég las á mbl.is um það hver verður formaður fjárlaganefndar.

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

12 dagar í Stones

Eftir 12 daga verð ég staddur í biðröð fyrir utan eitthvað girt grænt svæði í Horsens til að verða með þeim fyrstu inn á leikvanginn til að sjá Stones.



Kvennabósarnir í Stones hafa engu gleymt!














Mikið veltur á því að Keith Richards verði í formi og detti ekki niður úr danskri ösp.

Reykjavík!

Var að fá nýju plötuna með Reykjavík! 150% rokk, svolítið eins og Mínus, bara skemmtilegri og melódískari. Væri gaman að hlusta á þetta á hlaupabrettinu. Væri reyndar gaman að fara á hlaupabretti yfirhöfuð, en ekki hvað....

mánudagur, ágúst 21, 2006

Segðu nei

Þótt þú getir svindlað þér á hana, segðu nei.
Þótt einhver sem þú ert rosalega hrifinn af bjóði þér á hana, segðu nei.
Þótt einhver geðveikur borgi þér tíuþúsundkall fyrir að fara á hana, segðu nei.

Ég mun aldrei aftur fá þær 90 mínútur sem fóru í þessa apakattarlegu mynd: Lady in the Water.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Tippendales

Í umfjöllun um Chippendales dansflokkinn í spjallþáttum gaf að líta hrikalega hlutgervingu og ógeðfellda dýrkun staðalímynda um karla og hafa kartöflurnar örugglega staðið í staðalímyndarhópi femínistafélagsins. Ojæja. Af því að þetta eru karlar, þá má. Eða má búast við tilkynningu frá femínistum um aðgerðir við Broadway í kvöld þar sem dansflokkurinn verður með uppistand.

Annars allir hressir?

Hargreaves

Mér líst vel á að fá Owen Hargreaves. Betra hefði verið að kaupa hann í fyrra. Ætli hann sé skyldur metsöluhöfundinum Roger Hargreaves?

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Beloved Warm-Gay?

Hvernig þýðir maður 'ástkæra ylhýra' annars?

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Besta auglýsing allra tíma

Eftir að löngum og farsælum ferli í auglýsingaheiminum lauk hef ég verið að taka saman og meta það sem hæst hefur borið í faginu frá öndverðu. Tilgangurinn: Að finna bestu auglýsingu í heimi. Ég hef gefið mér góðan tíma til að fara yfir allt það efni sem liggur fyrir á vídeóspólum og dvd, ég hef setið við flettingar í þjóðarbókhlöðunni og heimsótt auglýsingasöfn austan hafs og vestan. Að þessari vinnu lokinni tók við strangt ferli þar sem ég setti upp ákveðna kríteríu til að hjálpa mér að finna þá bestu. Mest legg ég upp úr því að hugmyndin sé góð en einnig tek ég tillit til gæða á úrvinnslu. Þá hef ég í huga þá þumalputtareglu sem ég lærði af breskum auglýsingamógúl að tónlist er 50% af handritinu. Þegar allt var vegið og metið þá stóðu nokkur hundruð sjónvarpsauglýsingar eftir, mikið frá Nike, Guinness og Apple, auk annarra. Þessar auglýsingar voru þá bornar saman tvær og tvær í einu uns aðeins ein stóð eftir.

Nú er þessari vinnu lokið og birtist afraksturinn hér. Gjörið svo vel. Besta auglýsing í heimi:


þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Að breyta hneigð

Auðvitað er hægt að breyta kynhneigð eins og annarri hneigð. Um þetta hefur verið gerð heimildamyndin A Clockwork Orange.

mánudagur, ágúst 14, 2006

Helgin

Glímdi við töluverð óþægindi í hálsi en náði þó nokkrum góðum punktum. Pöbbkviss, Indiana Jones, Gay-Pride, Morrissey, Orri(ssey?) og flott málverk á vegginn. Las góða bók, The Hidden Assassins, eftir Robert Wilson.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Afmælisafmælisdagur

Pabbi sextugur og Aldís tuttugu og eins. Til hamingju. Í tilefni stórafmælisins þá er við hæfi að rifja upp gamalt uppáhaldslag stórafmælisbarnsins:

Sólsetursljóð

Nú vagga sér bárur í vestanblæ
að viði er sólin gengin
Og kvöldroðinn leikur um lönd og sæ
og logar á tindunum þöktum snæ
og gyllir hin iðgrænu engin.
En englar smáir með bros á brá
í blásölum himins vaka,
og gullskýjum á þeir gígjur slá,
og glaðkvikan bárusöng ströndinni hjá
í einu þeir undir taka.

(Guðmundur Guðmundsson, skólaskáld)

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

3 ár

Í dag eru þrjú ár liðin síðan ég gekk inn á Ölstofuna með blöðru í hendi eins og fyllibytta í skrípamynd í gamla Tímanum. Um leið og ég sleppti orðinu um að þetta kvenfólk væri nú allt meira og minna ómögulegt rak ég augun í hana Ástu.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Hver er svalasti arabaleiðtoginn?

Aðal krikketvöllurinn i Lahore í Pakistan er nefndur eftir honum.

Hann hélt fyrstu Miss Net World fegurðarsamkeppnina.

Keypti 7,5% hlut í knattspyrnufélaginu Juventus árið 2002.

Hefur lífvarðasveit sem kallast Amasónurnar, sem samanstendur af fallegum afríkumeyjum sem eru sérþjálfaðar í martial arts.

Svalur kall Gaddafi.

Embættismaðurinn sem segir nei

Embættismaðurinn sem segir nei vaknar klukkan 6:59. Hann rís upp við dogg, tekur af sér mjúka svefngrímuna og lítur í kringum sig. Um leið og hann hefur fullvissað sig um að fataskápurinn sé á sínum stað og rúllugardínan dregin fyrir þannig að neðsti kanturinn nemi við gluggakistuna stendur hann upp.

Embættismaðurinn sem segir nei burstar tennurnar vel. Ekkert er verra en andremma. Því næst rakar hann sig með rafmagnsrakvél og þvær sér vandlega í framan.

Embættismaðurinn sem segir nei fer inn í stílhreint eldhús og tínir út úr ísskápnum appelsínur, jarðarber, bita af engifer og sykurskert vanilluskyr. Þetta setur hann í réttum hlutföllum í blender og býr þannig til fitulítinn og vítamínríkan morgunverð. Á sínum tíma fékk hann sér alltaf hafragraut og kaffibolla á morgnana. Eftir að hann fékk leiðbeiningar um nýjan morgunverð hjá mikilvægum kollega sneri hann blaðinu við. Fyrir vikið líður honum betur í maganum og mætir til vinnu fullur orku. Að venju les embættismaðurinn blaðið meðan hann borðar.

Embættismaðurinn sem segir nei gengur síðan inn í svefnherbergið, velur skyrtu úr skápnum, tekur jakkaföt úr hlífðarpoka, klæðist þeim og hnýtir fastan hnút á svart bindi. Hann gengur því næst inn á baðherbergið og greiðir sér.

Embættismaðurinn sem segir nei klæðir sig í svarta skó og gengur út í nýlega bifreið sína og ekur á skrifstofuna. Hann opnar dyrnar með lykilkortinu og býður góðan dag. Hann hitar vatn í hraðsuðukatli og fær sé te. Earl Grey. Embættismaðurinn sest í stólinn sinn, fær sér sopa af te, ræskir sig og um leið og klukkan slær 8:15 byrjar hann að segja nei.

föstudagur, ágúst 04, 2006

Sufjan miðar komnir í hús


Um það vil ég segja þrjú orð: Jess jess jess.

Þetta verður mögnuð kvöldstund í Fríkirkjunni föstudaginn 17. nóvember.

A fitting name, Supernova

A supernova is a stellar explosion that produces an extremely bright object made of plasma that declines to invisibility over weeks or months. "Nova" (pl. novae) is Latin for "new", referring to what appears to be a very bright new star shining in the celestial sphere; the prefix "super" distinguishes this from an ordinary nova, which also involves a star increasing in brightness, though to a lesser extent and through a different mechanism. However, it is misleading to consider a supernova as a new star, because it really represents the death of a star (or at least its radical transformation into something else).

Segir Wikipedia

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Skilja leiðir

Ég er hræddur um að nú hafi leiðir okkar Haruki Murakamis skilið en í fyrrakvöld píndi ég mig til að klára Kafka on the Shore eftir tveggja mánaða átök. Viðbrigðin voru svo mögnuð að ég spændi í mig afganska Flugdrekahlauparann í garðinum seinnipartinn í gær meðan nágrannarnir hömuðust á sláttuvélum, höggborum og trommusettum hver á fætur öðrum í 3-4 tíma. Góð bók Flugdrekahlauparinn.

Annað var það ekki í bili. Jú reyndar: