mánudagur, mars 30, 2009

Smelltu til að hlusta

Ástæða þess að ég treysti Jóhönnu til að semja við ESB:

Aðspurð um hvort hún sé harður Evrópusinni:

„Nei, það er ég ekki. Ég vil fara varlega í Evrópumálum og hef verið í þeim hópi Samfylkingar sem vill fara sér hægt í inngöngu í sambandið. Ég hef þó komist að því að vitræn umræða um aðild mun aldrei eiga sér stað nema að við förum í aðildarviðræður til þess að vita hvað við fáum. Það eru mjög skiptar skoðanir um ávinninginn, sérstaklega hvað varðar sjávarútveginn.“


Í þessum orðum Jóhönnu frá 2007 er fólgin spásögn um vandræðagang Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Engin vitræn niðurstaða þar - aðeins klappað fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn ráði yfir sjávarútvegsauðlindinni áfram!

Ástandið á Íslandi kallar á skýrar lausnir og afdráttarlausa forystu. Samningaviðræður við ESB undir stjórn Jóhönnu eru besta leiðin áfram. Svo kýs þjóðin um niðurstöðuna.


föstudagur, mars 27, 2009

Freudian slip þingmanns á landsfundi

“Vilji Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum sínum yfir sjávarútvegsauðlindinni, þá felur það í sér að Sjálfstæðisflokkurinn vill standa utan Evrópusambandsins. Og því fagna ég...”
Sigurður Kári Kristjánsson, á landsfundi í dag

Hverjum þykir sinn fugl fagur

fimmtudagur, mars 26, 2009

Ókeypis peningar

Eitt sem ég skil ekki, ef það kostar ekkert að fella niður skuldir hjá öllum, óháð tekjum og eignum; hvers vegna að draga mörkin við 20%? Því ekki bara að fella allt heila klabbið niður?

miðvikudagur, mars 25, 2009

Hirðar án fjár

Hvar er nú Pétur Blöndal í allri umræðunni um Sparisjóðina?

þriðjudagur, mars 24, 2009

Stysta vísan

Ef á

þvo þá
það

Þessa stystu rétt kveðnu vísu veraldarinnar rakst ég á hjá Guðmundi Andra. Hana er hægt að læra utan að!

mánudagur, mars 16, 2009

Auglýsingascrum

Mér er boðið á námskeið:

Á námskeiðinu verður gefið yfirlit yfir helstu aðferðir innan Agile, sérstök áhersla verður lögð á Scrum aðferðafræðina sem hefur náð töluverðum vinsældum síðustu ár. Þar verður fjallað um helstu hugtök, hlutverk og uppbyggingu aðferðafræðinnar og tengsl hennar við skipulag fyrirtækja í dag. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum og æfingum í hópum.

Ætlaði að bæta við einhverju hnyttnu hér, en þess þarf eiginlega ekki...

föstudagur, mars 13, 2009

Spá um prófkjör Sjalla

Ég birti þennan spádóm Svanssonar í heild sinni og geri hann að mínum:

* Jórunn Frímannsdóttir nær ekki 2. sæti, þó hún sé formaður Þróttar.
* Ármann mun mæta á kjörstað í lopapeysu með bindi, og hugsanlega mun sjónvarpið fá að vita af því.
* Webbinn mun fordæma fréttamenn og fjölmiðla almennt fyrir fréttaflutning þeirra um prófkjör flokksins.
* Hinn lopapeysuskrýddi sjallinn mun áfram fara framhjá fjölmiðlum, án þess að Vefþjóðviljinn kvarti sérstaklega undan fréttamönnum landsins fyrir vikið.
* Árni Johnsen mun ekki tapa mörgum atkvæðum í Vestmannaeyjum þó kosningablaðið hans hafi týnst.
* Björn Bjarnason mun skrifa pistil (því ekki bloggar hann) um prófkjörsniðurstöðuna, og í pistlinum mun verða útúrdúr sem túlka má sem skot á Guðlaug Þór.
* Fresta mun þurfa kosningu á fyrri kjördegi þegar í ljós kemur að óprúttnir aðilar geti hreinlega flett því upp úti í bæ hverjir séu skráðir í flokkinn og hvort þeir hafi kosið, enda hafa Sjálfstæðismenn löngum verið alræmdir klaufar þegar kemur að því að framkvæma kosningar. …
* Guðlaugur Þór mun, ef hann sigrar, strax og niðurstöður liggja fyrir lýsa yfir framboði til formanns á sunnudaginn. Loftur Altice mun hins vegar túlka niðurstöðuna sem stuðningsyfirlýsingu við eigið formannsframboð.
* Fremsti fréttavefur landsins mun skrifa mikla og ítarlega lofgrein um sigurverara prófkjörs í Reykjavík, hver sem hann nú verður, enda vilja þeir byggja upp samheldni í flokknum á þessum erfiðu tímum í þjóðfélaginu.
* Jónas.is mun úthrópa hinn almenna íhaldsmann að prófkjöri loknu, og fá miklar undirtektir í kommentakerfinu. Ritstjórn dv mun daginn eftir vitna orðrétt í hin frumlegu ummæli þessa “víðlesna bloggara”.
* Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins mun verða helgað þeim tímamótum sem niðurstöður prófkjörsins fela í sér fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina alla. Á þessari stundu ríkir liggur hins vegar ekki fyrir hvort það verður borið saman við fyrri álíka tímamótaviðburði í sögu flokksins, enda ekki vitað hversu langt aftur minni nýja ritstjórans nær um slíka hluti.
* Smugan mun skrifa fréttaskýringu undir fyrirsögninni “Konum hafnað”.

föstudagur, mars 06, 2009

Búðu til þitt eigið lýðræði

Ég hvet alla sem geta til að skrá sig í stjórnmálaflokka og taka þátt í þeim prófkjörum sem eru að hefjast þessa dagana. Það er mesta lýðræðið sem er í boði. Kannski þarf að skrá sig í flokkana og menn geta svo skráð sig úr þeim ef það hentar. Ég hygg að ekki náist að koma á fót persónukjöri fyrir alþingiskosningarnar. Þess vegna er mikilvægt að sem flestir taki þátt í prófkjörunum - helst í öllum þeim flokkum sem þeir geta hugsað sér að kjósa. Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að skrá sig eru á heimasíðum flokkanna.