mánudagur, febrúar 28, 2005

Stuðdagur

Er að hlusta á Stuðmenn í nýju Sony DM7000 heyrnartólunum mínum.

Mér finnst lagið Græna torfan mjög fyndið:

Hjá Gröf og dauða gengur alls ekki vel.
Og þeir hjá Lík-kjör lepja dauðann úr skel.
Og Gleymt og grafið ekki svipur hjá sjón,
þeir stefna í þrot.

Gerrard

Jæja, þá er Steven Gerrard búinn að skora fyrsta markið sitt fyrir Chelsea!

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Bara svo það sé á hreinu

Þið sem voruð að velta fyrir ykkur hvar internetið var í gærkvöldi, þá var það hjá mér. Ég fékk semsagt netið heim til mín í gær og gerði ótal tilraunir á því og nú er það semsagt komið í gagnið að fullu og öllu, þráðlaust og læti.
Þetta er t.d. röflað að heiman! Það var í sjálfu sér ekki flókið að komast í samband, pakkinn var klár frá &Vodafone, og tölvan fann sambandið strax. Vandræðin voru hins vegar þau að þegar ég ætlaði að virkja Airport Express græjuna þá lenti ég í vandræðum með að Apple snilligræjan vildi ekkert tala við ótýndan Linksys beininn. Þess vegna gat ég ekki hlustað þráðlaust á iTunes í græjunum heima og verið á netinu á sama tíma. Ef einhver lunkinn lesandi kann einfalt ráð við þessu þá má gjarnan láta mig vita. En netið er semsagt komið aftur í almenna dreifingu. Netið er framtíðin og framtíðin er heima hjá mér.

Á morgun er Ímark dagurinn og vona ég að sjálfsögðu að Gott fólk sópi að sér verðlaunum, þótt það verði að teljast ótrúlegt þar sem stofan fékk fáar tilnefningar, eða jafn margar og verðlaunin voru í fyrra. Það væri gaman ef Kvennalandsliðið mundi hirða eitthvað, en það verður að viðurkennast að áhugi minn á þessari keppni hefur helmingast á hverju ári síðan ég byrjaði í bransanum fyrir 6 keppnum síðan. Samt er alltaf betra að vinna en ekki. Þannig er nú það. Síðan væri fínt ef nýju nágrannarnir í Fíton fengju eitthvað fyrir sinn snúð. Þau eru fín.

Nýja vinnan er að kikka inn og það er ennþá gaman að vinna niðri í bæ. Kannski erum við að fara að flytja á nýjan stað og það er mjjjjjjjjög spennandi og ennþá meira miðsvæðis, eiginlega alveg í blámiðju bæjarins eins og hún var skilgreind á sínum tíma. Það er þó rétt að taka fram að ekki er átt við Kaffi Reykjavík. Verkefnastaðan er ágæt og nokkur stór og athyglisverð verkefni í gangi.

Árangur Man Utd í Meistaradeildinni? Hann er ekkert til að tala um.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Fiðringur

Já það er fótboltadagur í dag. Ég er búinn að fínstilla SÝN2 enda verða leikir kvöldsins sýndir í réttri röð þar, ólíkt SÝN.

Man Utd - AC Milan (19:45)

og síðan

Barcelona - Chelsea (í kjölfarið)

Ekki öfugt.

Á von á góðum gestum til að upplifa þessa ögurleiki með mér. Jíha.

mánudagur, febrúar 21, 2005

Veisluhelgin mikla að baki - veislur fram undan

Food and fun (betri þýðing en Matur og menning óskast) er svo sannarlega komin til að vera. Hún er reyndar búin í bili en mér sýnist á öllu að þetta sé æ betur heppnað með hverju árinu. Ég hef hitt fjölda manns sem komst ekki að á hátíðinni þannig að greinilegt er að konseptið sem slíkt skorar víða.

Með ótrúlegri forsjálni tryggði ég mér tækifæri til að upplifa matreiðsluna á tveimur stöðum í þetta skiptið, Sjávarkjallaranum og Grillinu. Með því að liggja veikur heima um síðustu helgi tókst betur að finna þessu stað í heimilisbókhaldinu og var hér um frábæra skemmtun að ræða. Fyrst fórum við bara tvö en svo í góðum hópi. Ég legg ekki út í að útlista nákvæmlega hvern rétt fyrir sig en læt nægja að segja að ég hef ákveðið að milda alla afstöðu mína til ansjósna. (Alveg er ég viss um að þú, lesandi góður, hefur aldrei áður lesið orðið ansjósa fallbeygt í fleirtölu!)

Laugardagskvöldinu var svo slúttað með bravúr á Hótel Nordica þar sem hljómsveit allra landsmanna og menn stuðsins héldu uppi, jú, stuðinu. Maður var svolítið mið-þungur eftir veisluhöldin en þegar ég komst loksins í gang á dansgólfinu þá breyttist Foodið í rosalegt Fun. Það var reyndar mjög athyglisvert að sjá mannsöfnuðinn þarna því viðskiptalífið var allt á staðnum, forstjórar, eigendur, framkvæmdastjórar, aðstoðarframkvæmdastjórar, starfandi stjórnarformenn og allt heila galleríið. Þetta var eins og að vera staddur inni í Íslenska efnahagsspilinu.

Í gær var svo konudagurinn haldinn hátíðlegur á mínu heimili með því að horfa ekki alveg á allan Chelsea leikinn og ekki alveg allan Celtic-Rangers leikinn heldur. Nú er komin ný vinnuvika og þótt ofangreind læti ættu að duga venjulegum manni í mánuð eða tvo þá stefnir allt í rosa fjör næstu helgi líka með matarboði og einhverri vitleysu í bland við auglýsingaverðlaun og forspil afmælis (hljómar næstum eins og fordyr helvítis....:)

Af þjóðfélagsmálum vil ég bara segja það að ég vil fá að sjá hvað á að koma í staðinn fyrir þessi niðurrifnu hús á Laugaveginum áður en ég kveð upp úr um það hversu arfavitlaus sú hugmynd er. Takk fyrir.

ps.
Mér skilst að Food and fun matseðillinn verði jafnvel keyrður á einhverjum stöðum um næstu helgi þannig að þeir sem misstu af gætu ennþá krækt sér í góðan bita.

föstudagur, febrúar 18, 2005

Alltaf fjör að blogga

Eftir að ég skipti um vinnustað kemur margt skemmtilegt í ljós. T.d. er ég í mestu vandræðum með að blogga því ég kemst ekki sjálfvirkt inn á mitt svæði á blogspottinum, því ég er kominn með nýja tölvu og svoleiðis. Ekki bætir úr skák að mitt bloggspott hefur einhvern veginn stillst þannig að allur texti er með kínversku myndletri og Mandarín-kunnáttu minni hefur hrakað nógu verulega til þess að ég finn ekki stillingarnar til að breyta þessu. Lose-lose situation. Heiti því þó að láta ekki bloggfall verða of oft.

Skemmtileg helgi fram undan. Food and fun ræður ferðinni, í kvöld er það Sjávarkjallarinn og á morgun Grillið. Þetta hljómar eins og mikið lúxuslíf, en þið getið alveg stundað rólegan mysing. Þetta er löngu planað og fjárhagsáætlanir mánaðarins taka mið af þessu, með niðurskurði annars staðar, t.d. í heilbrigðis og menntamálum.

Einnig stendur yfir Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar sem er gott framtak. Einhvern veginn hefur þessi hátíð þó ávallt fallið milli skips og bryggju hjá mér, eina sem ég man eftir er að einu sinni skreyttu duglegir Listaháskólakrakkar brúna yfir Tjörnina með flottu bláu ljósi sem stundum er notað enn í dag. Líklega er erfitt að búa til virkilega púðurtunnu í menningarlífinu á þessum tíma árs, allir vilja frekar vera inni (og borða fimmréttað á fimmþúsundkall?) og svo eru örugglega engir peningar settir í þetta af hálfu borgarinnar. Hún skapar bara "umgjörðina" og svo borgar hver fyrir sig, eins og á Menningarnótt. Vetrarhátíðin ætti þó að vera tilvalin fyrir Orkuveituna að gera eitthvað skemmtilegt til að gleðja almúgan á kaldasta hluta ársins. Kannski er Alfreð með einhvern gjörning, etv. á bókhaldshæðinni í nýju Orkuhöllinni. Hver veit?

Góða helgi, kæru lesendur, lifið heil!

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Long time, no röfl

Jæja lesendur, loksins kemur eitthvað röfl.

Eftir töluverð veikindi undanfarið er mér að batna og það á nýjum vinnustað við Garðstræti. Helstu viðbrigðin eru þau að fara úr ca 30 manna og 500 fm vinnustað yfir í þríeyki á 25 fermetrum. Verkefnin eru að skríða af stað og lofa góðu. Fréttir helgarinnar voru þær að Gott fólk og Mátturinn ætla að sameinast sem þýðir að það fyrirtæki sem ég vinn hjá tengist Góðu fólki ákveðnum böndum þannig að vonandi verður ekki langt á milli mín og Góðs fólks.

Það er athyglisvert að þegar ofurstarfsmaðurinn ég hætti þá þarf að kaupa inn heila auglýsingastofu til að bregðast við því. Staðreyndirnar tala sínu máli.

Það er gaman að vinna í miðbænum, í gær fékk ég mér Bæjarins beztu, en í dag var það Kínahúsið. Ef þetta væri Síðumúlinn þá væri ég oficially búinn með alla veitingastaðina í grenndinni.

Long time, no röfl

Jæja lesendur, loksins kemur eitthvað röfl.

Eftir töluverð veikindi undanfarið er mér að batna og það á nýjum vinnustað við Garðstræti. Helstu viðbrigðin eru þau að fara úr ca 30 manna og 500 fm vinnustað yfir í þríeyki á 25 fermetrum. Verkefnin eru að skríða af stað og lofa góðu. Fréttir helgarinnar voru þær að Gott fólk og Mátturinn ætla að sameinast sem þýðir að það fyrirtæki sem ég vinn hjá tengist Góðu fólki ákveðnum böndum þannig að vonandi verður ekki langt á milli mín og Góðs fólks.

Það er athyglisvert að þegar ofurstarfsmaðurinn ég hætti þá þarf að kaupa inn heila auglýsingastofu til að bregðast við því. Staðreyndirnar tala sínu máli.

Það er gaman að vinna í miðbænum, í gær fékk ég mér Bæjarins beztu, en í dag var það Kínahúsið. Ef þetta væri Síðumúlinn þá væri ég oficially búinn með alla veitingastaðina í grenndinni.

föstudagur, febrúar 11, 2005

Aldrei fór ég vestur um páskana

Þetta langar mig að skoða.

Last Day of Disco

Þvílík kaldhæðni örlaganna að vera veikur síðustu dagana í vinnunni sem ég hef unnið án veikinda í tæp sex ár. En ég er þó mættur og mun brátt hefja niðurpökkun í kassa. Svo er kveðjufögnuður í kvöld, þar sem starfsfólkið gleðst yfir mínum brottförum. Ýmislegt er þó í gangi sem bendir til þess að ég hverfi mun skemur á braut en upphaflega var ráðgert. Meira um það síðar. Menn eru þegar byrjaðir að skipta milli sín þeim hlutum sem tilheyra mér hérna, Raggi fær tölvuna, Marta stólinn og hleðslutækið en Einar fær hátalarana.

Ætli mér verði mikið úr verki í dag? Varla.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Stolt dagsins

Það er hún Arna systir mín sem komst í gær inn í virtan dansskóla í London. Nú þarf hún bara að ákveða hvort hún tekur því:)

Ef það gengur eftir á ég einn bróður í Dyflini, annan í Árósum, systur á Selfossi, systur í London og bróður í Vesturbænum. Fer að verða hálf einmanalegt hér á skerinu, og þó, það stendur fyrir dyrum fjölgun á Selfossi:)

Annars er ég líklega að verða lasinn. Vonandi er það ekki þessi fjárans flensa sem allt er að drepa. Sjáum til.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Lífið í stuttu máli

Ah get born, keep warm
Short pants, romance, learn to dance
Get dressed, get blessed
Try to be a success
Please her, please him, buy gifts
Don't steal, don't lift
Twenty years of schoolin'
And they put you on the day shift
Look out kid
They keep it all hid
Better jump down a manhole
Light yourself a candle
Don't wear sandals
Try to avoid the scandals
Don't wanna be a bum
You better not chew gum
And the pump don't work
'Cause the vandals took the handles

- Bob Dylan

Þetta er eitt af bestu lögum veraldarinnar. Subterranian Homesick Blues. Við þetta lag gerðu Dylan og D.A. Pennebaker eitt allra fyrsta tónlistarmyndbandið, þar sem Dylan heldur á pappaspjöldum með ýmsum brotum úr textanum og fleygir þeim frá sér hverju á eftir öðru.

Eins og maður gerir við allt sem maður á....

mánudagur, febrúar 07, 2005

Þverflauta

Það er óborganlega fyndið þegar Ron Burgundy spilar á þverflautuna í Anchorman.

Andri Snær er snjall

Mér finnst hugmyndin hans um að myrkva borgina í hálftíma tær snilld. Það væri gríðarlega athglisverður viðburður að fá að sjá stjörnuhimininn yfir borginni. Að stoppa þessa hugmynd í borgarráði er í besta falli asnalegt, í versta falli dæmi um tréhausahátt þreyttra embættismanna, sem nenna ekki.

Helgin var góð, ó já. Byrjaði með langþráðum sigri í Pubbkvissinu. Sallafín frammistaða.
Nota bene við fondú í góðum félagsskap er að maturinn eldast svo hægt og rólega að maður borðar líklega minna - en drekkur þeim mun meira rauðvín í staðinn - og stuðið eftir því.

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Faglegur áhugi á nýyrðasmíði

Mér finnst sérstaklega áhugaverð umræðan á Málbeininu um orðið spunalæknir. Eins og segir þar er spunalæknir veikburða þýðingartilraun á orðinu Spin Doctor en starfsviði viðkomandi er lýst svona:

"Almannatengslafulltrúi/fjölmiðlafulltrúi sem reynir að fyrirbyggja neikvætt umtal með því að birta jákvæða túlkun orða eða gerða fyrirtækis, stjórnmálamanns eða frægs einstaklings. "

Mér datt í hug að viðkomandi starfsmaður gæti heitið Álitamálari (sá sem skapar álit/vinnur úr álitamálum) eða jafnvel Álitari.

Örn Úlfar Sævarsson, álitamálari.
Örn Úlfar Sævarsson, álitari
Örn Úlfar Sævarsson, áhámmm.



miðvikudagur, febrúar 02, 2005

United á toppnum!

Jæja, loksins náðum við að niðurlægja þessa Arsenal apaketti. Nú er United loksins komið á toppinn í baráttunni um titilinn besta liðið á Englandi sem er ekki í eigu eftirlýstra rússneskra ofur-milljarðamæringa. Þessi titill er einnig þekktur sem "Besti lúserinn".

Grimmastur mánaða

Gummi Erlings gat svarað í þessari léttu getraun.

April is the cruelest month, breeding
Lilacs out of the dead land, mixing
Memory and desire, stirring
Dull roots with spring rain.
Winter kept us warm, covering
Earth in forgetful snow, feeding
A little life with dried tubers.
osfrv. osfrv.

TS Eliot, The Wasteland

Þetta kvæði er auðvitað snilld.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Að éta með látum

Food and fun hátíðin er á næsta leiti. Ég er orðinn nógu miðaldra til að hafa gaman af þessu og er þegar búinn að panta borð bæði á Sjávarkjallaranum og Grillinu. Frábær matur á góðu verði 16.-20. febrúar.

Febrúar

Alltaf er febrúar nú jafn skemmtilegur mánuður. Rómverjar völdu nafn Februus, guðs dauða og hreinsunar hjá Etrúrum, fyrir þennan síðasta mánuð ársins. Þess vegna á ég afmæli á gamlársdag Rómverja, alltaf nema fjórða hvert ár.

Mánuðurinn er styttri en aðrir, oftast 28 dagar, en stundum 29. Hið skemmtilega er að þrisvar í sögu veraldar hefur febrúar haft 30 daga.

Einnig má hafa gaman að því að þeir sem eru á föstu mánaðarkaupi fá töluvert meira á tímann í febrúar, en í janúar. Svo er sól farin að hækka umtalsvert á lofti og styttist í páskafríið og alla fimmtudagsfrídagana. Svo er bara komið sumar.

Febrúar er góður en hér er smá getraun: Hver er grimmastur mánaða?