þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Ummæli dagsins

"Samfylkingin er afturhaldskommatittaflokkur."
Davíð Oddsson, forsætisráðherraefni Sjálfstæðisflokksins, á alþingi í gær.

mánudagur, nóvember 29, 2004

Nokkur orð um hæpaða bók

Getur maður ef til vill notað orðið oflof fyrir hæp? Líklega ekki. Oflof er sama og háð segir Snorri og hæp er annað en það. µer finnst bókin hans Þráins Bertelssonar, heiðurlistamanns alþingis, hafa verið hæpuð upp úr öllu valdi. Man t.d. einhver hvað bókin heitir? Hún er bara fræg fyrir að vera "bókin sem Þráinn lét lögfræðing lesa yfir".

Ástæðan er sú að þetta er glæpasaga með mörgum karakterum sem eru teiknaðir beint eftir fólki sem er áberandi í íslensku þjóðlífi.

Þá hlýtur maður að spyrja sig: Eru það tíðindi? Mitt svar er nei nei. Í þessari bók eru engar fréttir. Hér er ekki á ferðinni breið og stórbrotin þjóðfélagsleg ádeilda heldur ósköp venjulegur, sæmilegur, krimmi. Það er léttvægt að aukapersónur séu svo kunnuglegar að þær eru nánast dulnefni fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson, Björgólf Björgólfsson, Kára Stefánsson og er það þá eki upptalið? Það á ekkert að gefa aukalega fyrir það. Inn í þetta flækist svo hallærisleg uppsuða með völdum one-linerum úr Fóstbræðrasögu/Gerplu sem fór langt með að drepa hitt plottið sem er töluvert áhugaverðara.

Ætli þetta dulnefna-dropping sé ekki bara trix til að láta meginplottið virka minna fjarstæðukennt en það í rauninni er?

Lopinn er teygður á köflum, stikkorðum úr CSI er droppað á stangli og svo eru léttir bakþankaádeilukaflar inn á milli, t.d. um það að listaverk Þjóðbankans hafi fylgt frítt með bankanum og annað slíkt. Það er nú samt bara meira svona smádeila.

Botnlínan er þessi: Sæmilegasti krimmi frá höfundi Dalalífs. Hefur verið oflofuð og á örugglega eftir að seljast vel. Fáið hana því endilega lánaða hjá einhverjum og látið endinn koma ykkur á óvart. Lestími 3-4 klst.

ps.
Bókin heitir Dauðans óvissi tími.

föstudagur, nóvember 26, 2004

Captain Gudjohsen!

Ég verð nú bara að segja að mér finnst það ótrúlega merkilegt að Eiður Smári hafi verið fyrirliði Chelsea í leiknum á miðvikudaginn. Jafnvel þótt Terry og Lamphard hafi ekki verið með. Ef ESG verður ekki íþróttamaður ársins 2004 þá er sú nafnbót hreinlega fáránleg.

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Band Aid 20

Wikipedia klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Hér er allt um Band Aid, þar á meðal hver syngur hvað í hvaða útgáfu. Ég er nú líklega bara orðinn svona gamall en mér finnst fyrsta útgáfan best. Miðútgáfan er svo lang lang lélegust.

Hvernig væri að gera nýja útgáfu af Hjálpum þeim: Hreimur, Krummi, Bó, Rúni Júll, Sölvi, Tiny, Mugison, Gummi Steingríms, Bjössi Jör, Nylon....og þó.....

Bókalistinn er ansi vænn núna. Er að lesa Niðurfall eftir Hauk Ingvarsson, en tími eiginlega ekki að klára hana, fínasta bók. Ég er loksins búinn að fá þriðja og síðasta bindið í Baroque Cycle eftir Neal Stephenson - 135 síður búnar, 750 síður eftir. Rúsínan í bókaskápnum er svo Bob Dylan Chronicles Vol. 1. Hún fær veglegan eðallestur með fjöldamörgum tóndæmum. Hitti reyndar mann um helgina sem er fan. Hann á 40 diska með goðinu. Ég á örugglega ekki fleiri en 20. Hann átti þó ekki bókina. Hehe.

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Pappalöggur 2

Menn muna eftir pappalöggunum hennar Sólveigar Pétursdóttur. Þeir hafa nú verið teknir af götunum og voru líklega settir í að rannsaka olíusamráðið. Um þetta mætti gera mynd.

Pappalöggur 2 væri svo framhaldið og fjallar um myndavélarnar á umferðarljósunum. Í raun eru þetta ekki myndavélar, þótt svo megi halda, heldur bara tómir kassar og svo er ein vél í gangi sem er flutt á milli gatnamóta með reglulegu millibili. Sá áðan einhverja aumingjans löggu í stiga að setja þetta fyrirbæri inn í kassann við gatnamót Suðurlands- og Kringlumýrarbrautar. Ef þetta á að virka almennilega, af hverju er þetta þá ekki gert almennilega? Er ekki verið að hvetja menn til að taka sénsinn og fara yfir á rauðu fyrst myndavélin "gæti verið" einhvers staðar annars staðar. Getum við ekki splæst í fleiri vélar?

Hafa þetta bara stafrænt og í hvert skipti sem þú ferð yfir á rauðu þá bara dregst X-upphæð af bankareikningnum þínum??

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Spurning um að hitta á rétta hillu?

Meg Rosoff sem vann Guardian Children's Fiction verðlaunin og er tilnefnd til Whitbread barnabókaverðlaunanna:

If I'd written my first novel 20 years ago, I'd still be trying to get it published today. It would have emerged tortured, humourless, and overlong; a thinly disguised autobiography attracting enough rejection to cause permanent psychological damage.

I wouldn't have learned brevity, lateral thinking, or the many practical applications of a distinctly flawed personality. I might never have learned that there are a million ways to skin a cat, or write a sex scene. Above all, I wouldn't have had the pleasure of not working in advertising - possibly the best thing about writing books.

999 leikir

Já sei sei. 1.000 leikur Fergusonar yfir Manchester United er í kvöld. Það verður að teljast afrek út af fyrir sig að ná að hanga við stjórnvölinn jafn lengi og raun ber vitni. Svo vantar nú ekki bikarana í safnið hjá kallinum. En maður spyr sig. Getur verið að þetta sé bara orðið gott. Er kominn tími á nýjan kall í brúnni? Hver gæti það verið? Martin O'Neill hefur verið nefndur. Einnig Guðjón Þórðarson, þó í smærri hópi. Hver sem það verður þá verður líklega bæði erfitt og auðvelt fyrir viðkomandi að taka við liðinu, gríðarlegar kröfur vs frábær starfsskilyrði. Líka verður erfitt fyrir Riddara Alex að hætta að vera með puttana í öllu á Old Trafford. Man Utd - Lyon í kvöld á SÝN.

Ég ætlaði nú að röfla um eitthvað allt annað en er búinn að gleyma hvað það var. Þó ekki þessi disaster bruni á Kleppsholtinu sem hefur hrakið íbúa heilu og hálfu hverfanna á vergang.

mánudagur, nóvember 22, 2004

Fórum á Beach Boys í gær. Eiginlega fannst mér Rúni Júll standa upp úr.

Ekki nóg með að Hljómar úr Keflavík hituðu upp, heldur voru þeir klappaðir upp. Þeir áttu greinilega ekki von á því og voru ekki tilbúnir með uppklappslag, höltruðu í gegnum Bláu augun þín með aðstoð troðfullrar Laugardalshallar. Ætli þetta sé ekki toppurinn á þeirra ferli? Maður hefur séð Rúna í gegnum tíðina oft við mjög daprar aðstæður, hann er búinn að fara niður og aftur upp og var langflottastur í gær í kjólfatajakka við gallabuxurnar. Hver mundi vera tekinn alvarlega í slíkum galla annar en Hr. Rokk?

Beach Boys voru bæði góðir og vondir. Mörg lögin eru náttúrlega frábær og oft fékk maður hreint og ómengað Strandstrákasánd, en á milli brast á með gítarsólóum og rugli. Gömlu kallarnir voru seinir í gang en voru fínir í þeim fáu lögum sem þeir sungu. Held að hljómborðið hans Bruce Johnston hafi ekki einu sinni verið í sambandi þótt hann hafi lamið á það við og við. Þessir menn eru að nálgast síðasta söludag. Ætli Beastie Boys komi svo eftir 40 ár?

Tilkynnt í dag að vaxtabæturnar séu að lækka. Þar með hefur ríkið tekið í sinn hlut góðan part af vaxtalækkuninni sem "samkeppni" bankanna færði almenningi. Kynslóðin sem ræður á alþingi þurfti aldrei að borga neitt fyrir íbúðirnar sínar þar sem þeirra skuldir brunnu á verðbólgubálinu. Við sem yngri erum fáum ekkert að láni nema það sé tryggt og baktryggt í vöxtum og verðtryggingu. Aðstöðumunur kynslóða?

Rúni Júll fór reyndar létt með þetta. Sautján ára gamall þá ferðaðist hann um landið með Hljómum, flaug í bæinn til að spila með Keflavík og gaf sér tíma þar í milli til að byggja 2 hæða hús. Þar rekur hann enn hljóðverið Geimstein og þar, og hvergi annars staðar, ættu menn að setja upp rokksögusafn Íslands, og það sem allra fyrst. Rúni getur svo verið safnvörður þar milli þess sem hann rokkar feitt með Hjómum, fyrst hann kemst ekki lengur í liðið hjá Keflavík.

föstudagur, nóvember 19, 2004

Tónir tómleikar

Skemmtileg tónleikavika að baki. The Fall voru merkilegir. Vonbrigði stóðu ekki undir nafni. Mugison var frábær. Er kominn með bók Hauks Ingvarssonar, Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga, undir hendur. Hef ekki tíma til að skrifa meira.

Hlaðborð í kvöld, eitthvað rugl á morgun vonandi, líka Barca-Real á morgun. Fjör.

Kalt á Kili


Bjór á Kili
Originally uploaded by Adler.



Þótt stillt hafi verið í veðri var skítkalt á Kili í gær. Hvað er þá betra en að fá sér svalandi jólabjór að norðan?

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Hættur, ekki farinn

Nú er Davíð utanríkisráðherra búinn að hitta Colin nýhættan utanríkisráðherra USA Powell. Svona í ljósi nýlegrar uppstokkunar, hefði ekki verið eðlilegra að Halldór hitti Powell, enda nýhættur sjálfur. Þeir hefðu þá eitthvað að tala um. Og þó.

Gaman þegar snjórinn kemur, þá verður einhvern veginn allt svo stílhreint og fallegt. Þangað til slabbið byrjar. Fór á dekkjaverkstæði síðasta föstudag. Þar var örtröð og var mér sagt að koma á miðvikudaginn. Nú er Passatinn kominn á þessi fínu snjódekk og maður getur byrjað að fræsa upp tjöruna big time.

Í kvöld eru tónleikar með The Fall. Annað hvort verður æðislegt eða ömurlegt.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Sér ekki út úr augum

Ekki bara það að ég fór til augnlæknis og sé(!) fram á að þurfa að kaupa mér gleraugu heldur er snjóstormur úti og ekkert að sjá nema snjó. Hvítablinda.

Og ég á sumardekkjunum. Ætli maður þurfi ekki að koma sér heim á hundasleða.

Góðu fréttirnar eru þær að ég á pantaðan tíma á Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns í fyrramálið, spurning um að láta draga bílinn þangað strax.

mánudagur, nóvember 15, 2004

Niðurfall

Hlakka til að lesa bókina Niðurfall eftir Hauk Ingvarsson.

Hvað er að kennurum??

Er þetta einhver ný tegund af bráðsmitandi þunglyndi sem herjar á þá eða eru þeir allir með kvef eftir að hafa verið úti alla helgina að mótmæla lagasetningu alþingis. Hvernig tilfinning ætli það sé reyndar að mæta í vinnuna "í nafni laganna"?

Hefur enginn fjölmiðill spurt Guðrúnu Ebbu, borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna og fyrrverandi forystumann kennara, hvernig á að leysa þessa sveitarfélaga-kennaradeilu?

Hvað er að kennurum??

Er þetta einhver ný tegund af bráðsmitandi þunglyndi sem herjar á þá eða eru þeir allir með kvef eftir að hafa verið úti alla helgina að mótmæla lagasetningu alþingis. Hvernig tilfinning ætli það sé reyndar að mæta í vinnuna "í nafni laganna"?

Hefur enginn fjölmiðill spurt Guðrúnu Ebbu, borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna, hvernig á að leysa þessa sveitarfélaga-kennaradeilu?

Guinnes book of Records

Í bernsku minni eignaðist ég skemmtilega bók sem hét Heimsmetabók Guinness. Hún er nú komin út aftur en að þessu sinni undir erlendum titli. Eigum við Íslendingar ekki bara heimsmet í ensku-dýrkun?

Helgin frábær og fjölskyldusinnuð með snillinginn Orra Kárason í aðalhlutverki. Skemmtilegt fimmtugsafmæli hjá ömmu hans á laugardagskvöldinu þar sem ritstjórn Röflsins svitnaði í hoppi og sígaunahringdönsum af bestu sort.

Moonraker á Skjá einum í gær. Betri en mig minnti, en þó ekki góð. James Bond var einu sinni æðislegur, núna er 007 bara nostalgía. James Bond er í dag í raun ekkert nema gullnáma fyrir Broccoli gengið, aldrei teknir neinir sénsar, engu breytt, bara hlaðið inn sponsorum. Hvernig væri að fá einhvern tímann alvöru leikstjóra og gefa honum frjálsar hendur til að búa til eitthvað nýtt og spennandi úr þessum efnivið? Alveg er ég viss um að það væri hægt. Svo er alveg pæliing að láta hann bara drepast.

föstudagur, nóvember 12, 2004

Svona?

Er það svona sem Sjálfstæðismenn í borgarstjórn sjá Kringlumýrarbrautina fyrir sér?

Newsweek um Bush og Kerry campaigns

Þótt allir séu búnir að fá sig fullsadda hafa Newsweek-liðar sett saman allmikinn greinaflokk um muninn á herbúðum Bushs og Kerrys fyrir kosningarnar. Það kemur ekki á óvart að Bushmennirnir virðast hafa verið miklu klárari, snöggari og sniðugri en húskallar Kerrys. Blaðamennirnir staðfesta það í raun sem Bush & Co héldu fram allan tímann að Kerry væri óákveðinn og tvístígandi í öllum málum auk þess sem Theresa Heinz konan hans virðist hafa haft truflandi áhrif á allar kringumstæður. Kerry kemur ekkert sérstaklega vel út úr þessari úttekt.

Einhvern tímann sagði Kerry er hann var þráspurður um synjun aukafjárveitingar til Íraksstríðsins: „I actually voted for the $87 million dollars before I voted against it“. Repúblíkanarnir voru komnir með þetta í sjónvarpsauglýsingu nokkrum dögum síðar.

Annars er það að frétta að Orri, tilvonandi guðsonur minn, er kominn til landsins. Hlakka til að hitta hann í kvöld.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Hvað gerðir þú þegar þú varst 15 ára?

Hér

er Oliver Ignatius, 15 ára. How about that? Mér finnst þetta mjög flott lag hjá honum.

Vantar ekki nýja menn?

Íslendingar hafa á undanförnum misserum tekið risastökk upp á við á veikleikalista FIFA.


Sæti Þjóð Breyting síðan í Des 2003

81 Kúba +6
82 Austurríki -15
83 Búrkína Fasó -5
84 Gínea +17
85 Kenía -13
86 Tógó +9
87 Albanía +2
88 Sameinuðu arabísku furstadæmin -13
89 Sýrland -4
90 Ísland -32

Eru þetta löndin sem við berum okkur saman við?

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Óskabarn á heimleið!

Þessi snillingur er á leiðinni heim.

orrikall
Originally uploaded by Adler.


Takið vel á móti Orra Kárasyni!

Jæja

Þá er þetta Þórólfsmál búið. Hvað gerist næst? Nú er að sjá hvort fjölmiðlarnir hjóli með sömu hörku í þá sem bera mestu ábyrgðina á þessum olíuskandal. Það hefur t.d. ekki heyrst eitt orð frá Sólveigu Pétursdóttur. Hvernig á að túlka þá þögn? Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera hana að forseta alþingis. Hún væri þá stundum handahafi forsetavalds og Kristinn Björnsson þá um leið forsetafrú.

Ætli hún hafi látið hann sofa á sófanum þegar hún frétti hvað hann svindlaði rosalega mikið á ráðuneytinu hennar meðan hún stjórnaði löggæslu og framgangi réttlætis í landinu.

Reyndar er embætti ríkislögreglustjóra undir stjórn Haraldar Johannessen búið að draga nógu markvisst lappirnar í rannsókn málsins svo að sakir einstaklinga í olíumálinu verði illu heilli fyrndar loksins þegar það kemur til kasta dómstóla. Sjálfstæðisflokkurinn sér um sína.

Ég held að það hafi verið neinn annar kostur í stöðunni fyrir Þórólf og Reykjavíkurlistann en að borgarstjóri segði af sér. Annars hefði þetta mál legið eins og mara yfir öllu starfi listans næstu misserin. Huggulegt hjá honum að vinna samt út nóvembermánuð meðan verið er að finna arftaka sem allir geta sætt sig við. Vonandi missa R-menn sig ekki í þeim hanaslag.

mánudagur, nóvember 08, 2004

Digital Ísland

Jæja, þá er búið að tengja Digital Ísland fyrir mig. Skilst að það sé búið að vera brjálað að gera í rafeindavirkjabransanum undanfarna daga. Ekki stoppaði alla vega síminn hjá gaurnum sem gat komið örbylgjuloftnetinu upp og í samband meðan hann var heima hjá mér. Svo var hann með svo óþolandi hringingu, en nú er það alfarið hans mál. Ég er tengdur!

VIð erum þá komin með sirka 43 Norðurljósastöðvar, þar á meðal erótíska stöð, pólska stöð og svo fáum við í kaupbæti hálfan Skjá Einn. Skjár 1/2?

Við erum alla vega ekki lengur úti á þekju.

Heimurinn er minni en þú heldur

Búðu þig undir að uppáhalds súkkulaðið þitt hækki í verði á næstunni. Orsökin er að sú bylgja ofbeldis sem skellur á Fílabeinsströndinni þessa dagana veldur því að heimsmarkaðsverð á kakói hefur ekki verið hærra í fimm ár. Hafa slíkar ástæður ekki dugað mönnum so far til að hækka allt upp úr öllu valdi?

Ég man að einu sinni tók dollarinn svaka kipp og fór í hundrað og eitthvað og þá hækkuðu bíómiðar, gos og ýmislegt fleira umtalsvert. Stuttu síðar var hægt að kaupa dollara á eðlilegu verði en samt kostaði jafn rosalega mikið að fara í bíó og fá sér kók.

Enn hefur ekki verið gefið út hvað á að gera við peningana sem koma inn vegna sektargreiðslna olíufélaganna. Skynsamlegast væri eflaust að Samkeppnisstofnun héldi bara þessum peningum fyrir sig og notaði til að ráðast leiftursókn gegn samkeppnisbrotum hvar sem þau finnast. Kannski væri smá afgangur til að standa við samkomulag við öryrkja og borga kennurum sæmilegri laun. Nú eða senda landsmönnum bara ávísun.

föstudagur, nóvember 05, 2004

Við lifum á eftirminnilegum tímum

Sanniði til, þið eigið eftir að muna eftir fyrstu dögum nóvember 2004 um aldur og ævi. George Dubya endurkjörinn, Arafat dauður, Þórólfur...., og markið hjá Ronaldinho gegn Milan. Hér læt ég Digital Ísland liggja milli hluta þar sem ég er ekki ennþá kominn með örbylgjuloftnet, en sumir tala um byltingu í sjónvarpi. Ég læt mér í léttu rúmi liggja hvernig myndgæðin eru á Silfri Egils, enda er þar um útvarpsþátt að ræða.

Ég er haltur eftir boltann í gær. Sparkaður niður af dagfarsprúðum jarðfræðingi. Röflið mælir með Deep Frost kælispreyi í allar íþróttatöskur.

Nýr sími kominn í hús, hefur þann helsta kost að minna á iPod í útliti.

Sagði frá því í gær að ég hefi keypt Best of Grim. Hún er skemmtileg. Hitt var líka skemmtilegt að Ásta kom með sömu bók heim úr vinnunni. Truflun í vetrarbrautinni?

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Jæja

Missti af góðum löns með Gumma, Stjána og Ragga vegna þess að tölvupóstur Góðs fólks var í lamasessi í morgun. Er með harðsperrur undir höndunum. Fúll. Fór á bókafyllerí í staðinn og keypti Best of Hallgrímur Helgason eftir Grim sem vonandi er betri en Herra Alheimur. Keypti og Truflanir í vetrarbrautinni eftir Óskar Árna . Þar held ég að fari skáldskapur af fínustu sort.

Það vantar ekki truflanir í vetrarbrautinni okkar að minnsta kosti. Ég er því miður ekki búinn finna neina frétt á netinu um það stórfenglega kosningasvindl sem ég er viss um að fram fór í Ohio og Flórída. En ég gefst ekki upp. Læt vita um leið og ég finn eitthvað.

Jæja

Missti af góðum löns með Gumma, Stjána og Ragga vegna þess að tölvupóstur Góðs fólks var í lamasessi í morgun. Er með harðsperrur undir höndunum. Fúll. Fór á bókafyllerí í staðinn og keypti Best of Hallgrímur Helgason eftir Grim sem vonandi er betri en Herra Alheimur. Keypti og Truflanir í vetrarbrautinni eftir Óskar Árna .. Þar held ég að fari skáldskapur af fínustu sort.



Best of Hallgrímur Helgason .


javascript:popup('http://edda.is/net/image.aspx?id=806','350','500','1')

Eftirskjálftar kosninganna - þversögnin um fylgi repúblíkana

Ég er ennþá þunglyndur yfir þessum úrslitum. Ég óttaðist það reyndar allan tímann að Bush mundi vinna, en á kjördag voru teikn á lofti um að Kerry ætti góða möguleika. Gríðarleg kjörsókn, hagstæðar útgönguspár gíruðu mig upp í að búast betri úrslitum en raunin varð um. Dem jankís!

Það er stór spurning varðandi kosningarnar, hvers vegna tekst repúblíkönum að rúlla uppí sveitaríkjunum (næstum öll fylkin nema strandfylkin). Þetta eru að meiri hluta fátækt fólk, iðnaðarmenn, bændur, verkamenn, og þeir kjósa flokk sem eyðir öllum peningum ríkisins í skattaafslátt fyrir þá allra ríkustu.

Eru demókratar virkilega svona miklir aumingjar að þeir geti ekki bent meirihluta kjósenda í einu einasta fylki á hvað skiptir mestu máli?

Svarið er auðvitað það að þessu fólki finnst stjórnvöld þvælast fyrir í flestum málum, vilja sem minnst af einhverri al-ríkisstjórn vita, sérstaklega ef sú ríkisstjórn ætlar eitthvað að fara að dekra við alla þessa homma, taka af AK-47 riffilinn af börnunum þeirra eða styðjast við aðrar hagfræðikenningar er þær sem er að finna í Biblíunni.

Þessi skýringarmynd frá Zúra útskýrir þetta etv. aðeins betur.





.

Þessir hópar eru öflugir. Ég man að ég upplifði þrýsting þessara hópa á eigin skinni þegar ég var lítill. Þá var það hópurinn "The Silent Majority" sem fékk því framgengt að framleiðslu hinna frábæru þátta Löður (Soap) var hætt, illu heilli.

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Þessir Rómverjar eru klikk

Jæja, það fór eins maður óttaðist. Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að svona mundi fara. Við upphaf kosningavökunnar í gær voru þó ýmis teikn á lofti um að góð kjörsókn gæti dugað Kerry, jákvæðar útgönguspár bæði í Ohio og Florida. En hvað getur maður sagt? Ætli lögfræðingaher Demókrata fari í einhvern eltingaleik við atkvæði um hvippinn og hvappinn? Þegar þetta er skrifað virðist Bush vera að taka þetta býsna sannfærandi, hann er að fá fleiri atkvæði en Reagan fékk á sínum tíma þegar hann var endurkjörinn. Þessir Ameríkanar eru klikk.

Skrýtið samt að lesa greinar á borð við þessa . Í fyrsta lagi er skrýtið að það þurfi alþjóðlegt kosningaeftirlit í þessari sjálskipuðu vöggu lýðræðisins, í annan stað eru komment eins og að kosningaeftirlit í Serbíu sé auðveldara en í Flórída:

"The observers said they had less access to polls than in Kazakhstan, that the electronic voting had fewer fail-safes than in Venezuela, that the ballots were not so simple as in the Republic of Georgia and that no other country had such a complex national election system.

"To be honest, monitoring elections in Serbia a few months ago was much simpler," said Konrad Olszewski, an election observer stationed in Miami by the Organization for Security and Cooperation in Europe."

Í lokin vil ég minnast aðeins á kosningasjónvarpið. Mér finnst leiðinlegt þegar mennirnir í ameríska sjónvarpinu eru orðnir svona rosalega varkárir í spám um úrslit í einstökum fylkjum. Maður var kominn upp í kok á þessum endalausu frösum um að fara nú að öllu með gát og þeir tilkynntu aldrei neitt nema setja 10-15 fyrirvara um að þetta væru nú ekki endanlegar tölur og svo framvegis. Fúlt.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

The Election

Nóg í fréttum í dag, eldgos, forsetakosningar, eftirskjálftar olíuopinberunarinnar og kennaradeilu. Væri kannski ráð að nota sektargreiðslur olíufélaganna til að stórhækka laun kennara? Væri það ekki besta leiðin fyrir Þórólf borgarstjóra að hrista af sér allar efasemdir um heiðarleika? Mér finnst reyndar skrýtið að fólk, foreldrar um allt land, búist virkilega við því að þessi miðlunartillaga verði samþykkt. Það er ekki séns. Búið ykkur undir endurnýjað verkfall gott fólk.

A short message to all of our American readers. Please watch this .

mánudagur, nóvember 01, 2004

Skipað gæti ég væri mér hlýtt

Já já. Það er augljóst að tilskipanir Evrópusambandsins og samkeppnislögin dugðu ekki til að halda aftur af samráðsóðum yfirmönnum olíufélaganna. Satt best að segja þá fær maður óbragð í munninn því meira sem maður heyrir af samskiptum toppanna í félögunum og svo þykjast þessir menn ekki hafa vitað að þetta væri bannað! Tók tíma að bregðast við nýju lagaumhverfi? Nú eru reyndar á flestum þessum póstum komnir nýir menn til starfa, en það hlýtur að vera hægt að draga brotamennina til ábyrgðar með einum eða öðrum hætti. Á Þórólfur t.d. pólitíska framtíð?

Góðu fréttirnar eru þær að þótt olíufélögin hlýði ekki þá er hér maður í kjúklingabúningi sem gerir allt sem maður segir. Hann getur meira að segja moonwalkað.

Þessi helgi var ágæt afslöppun og gaman að hitta Gautann aftur en hann var hér í stuttu stoppi. Hann er í þann veginn að hefja störf hjá Seðlabankanum í New York.