föstudagur, september 29, 2006

Áður voru þeir eins og mý á mykjuskán

Tókuð þið eftir því að það var enginn stjórnmálamaður viðstaddur þegar hleypt var vatni á Hálslón í gær? Maður hefði haldið þau Álgerður og TJón Sigurðsson mundu hella úr sitt hvorri kampavínsflöskunni ofan í lónið, en það var ekki. Af hverju tóku stjórnmálamennirnir ekki þátt í þessum 'merka' viðburði?

fimmtudagur, september 28, 2006

Svartur dagur

miðvikudagur, september 27, 2006

Svona á að leiðrétta fréttir

Lesið textann og skoðið allar myndirnar: http://bb.is/?PageID=141&NewsID=78866

Kannski þyrfti að fara upp á Fréttablað og viðhafa sömu tilburði fyrir að reyna að ljúga að þjóðinni: Verðbólguskotið yfirstaðið og "Varnarhagsmunir Íslands vel tryggðir", svo einhverjar fyrirsagnir á forsíðu að undanförnu séu nefndar.

Fyrirsjáanlegt

Auðvitað þurfti ekki að bíða lengi áður enn menn færu að tala niður gönguna miklu í gær. Það var fyrirsjáanlegt. Sýnist á mörgu að tilræðismenn öræfanna og skósveinar þeirra séu einfaldlega skjálfandi á beinunum.

Ekki slæmt

OOld
RRadical
NNoisy

Name / Username:


Name Acronym Generator
From Go-Quiz.com

mánudagur, september 25, 2006

> Fréttatilkynning


> Göngum með Ómari
> - þjóðarsátt fyrir komandi kynslóðir
>
>
> Boðað er til fjöldagöngu með Ómari Ragnarssyni frá Hlemmi að
> Austurvelli klukkan 20.00 á þriðjudag. Ómar hefur kynnt hugmyndir um
> nýjar leiðir sem fela í sér að hægt verði að afla raforku til að knýja
> álverið í Reyðarfirði án þess að fórna þeim náttúruperlum sem færu
> undir fyrirhugað Hálslón. Ómar leggur til að fyllingu Hálslóns verði
> frestað og Kárahnjúkavirkjun verði geymd ógangsett sem magnað
> minnismerki um hugrekki þjóðar sem leitaði sátta við kynslóðir
> framtíðarinnar og eigin samvisku.
>
> Ómar kynnti þessar hugmyndir sínar á blaðamannafundi á dögunum. Við
> tökum áskorun hans og sýnum stuðning okkar í verki með því að safnast
> saman og ganga niður Laugaveginn. Við hvetjum þig til að gera slíkt
> hið sama.
>
>
> Því er boðað til:
> Jökulsárgöngu niður Laugaveginn á þriðjudag kl 20.00 frá Hlemmi að
> Austurvelli
>
>
> Horfumst í augu við siðferðislegar skyldur okkar gagnvart landi og
> náttúru - Göngum með Ómari niður Laugarveg á þriðjudaginn.

föstudagur, september 22, 2006

NFS - glatað tækifæri

Lélegt sjónvarp hjá 365 að segja upp starfsfólkinu á NFS og loka stöðinni. Ef menn hefðu verið sniðugir þá hefðu þeir getað breytt NFS í risastóran raunveruleikaþátt. Halda fréttatímunum óbreyttum og leyfa fólki að fylgjast með vinnslu fréttanna á bak við tjöldin svo menn geti upplifað metnaðinn og stemmninguna beint í æð. (því það virðist hafa verið miklu skemmtilegra á bak við tjöldin en á skjánum, skv. uppsagnarbréfi Róberts Marshalls.) Að kvöld hvers dags mundu svo þeir þrír starfsmenn sem fengju fæst atkvæði í símakosningu fara í yfirheyrslur hjá Jóni Ásgeiri og einn látinn fara á hverjum degi (enda ræður Jón þessu, það vita allir)

Með þessu móti mundu margir loksins sjá tilgang í því að fylgjast með NFS. En það tækifæri er fyrir bí. Lokað í kvöld klukkan 8. Stjórnin.

Black Swan Green

Jason Taylor er 13 ára drengur og býr í Worchesterskíri á Englandi í bænum Black Swan Green. Í samnefndri bók má lesa um ljóðagerð hans undir nafninu Eliot Bolivar, dularfulla belgíska aðalskonu, grimma bæjarvillinga, sígauna, hjónabandserfiðleika, kreppuna sem Margrét Tatcher bjó til, ómetanlegt Omega úr og Falklandseyjastríðið svo eitthvað sé nefnt. Höfundurinn heitir David Mitchell og ég hlakka til að lesa allar hinar bækurnar hans.

Oj

Svei mér þá ef það á ekki bara að taka auglýsingaleyfið af Reykjavíkurborg. Hreinn Loftur? Hvers lags aulaóþarfa er verið að bera á borð fyrir okkur? Maður hefur ekki séð jafn lélega auglýst lengi.

miðvikudagur, september 20, 2006

Vinnuófriður

Fyrir framan mig er maður að reyna að koma tölvupóstsamskiptum fyrirtækisins í lag. Frá hægri heyrist mikið í mönnum sem eru að reyna að skrúfa saman eitthvað loftnet og festa það upp á þak. Fyrir aftan mig er verið að rífa Faxaskála. Það verður kraftaverk ef mér verður eitthvað úr verki í dag. Kannski heitir kraftaverkið Modern Times, nýja snilldin frá Íslandsvinunum í Bob Dylan.

þriðjudagur, september 19, 2006

Volver góð

Sá þessa mynd í gær og er óhætt að mæla með henni fyrir alla aldurshópa. Drama og gleði jafnvel undir dálitlum Woody Allen áhrifum. Penelope Cruz ætti að fá alla vega tvo óskara fyrir þetta.

mánudagur, september 18, 2006

Frátekinn laugardagur

Greinar

Tvær athyglisverðar greinar í Morgunblöðum helgarinnar. Hallgrímur um Kárahnjúkavirkjun í Lesbókinni, eins og skrifað úr mínu hjarta, enda Hallgrímur nýkominn að austan eins og ég. Einnig er aðsend grein Magnúsar Kristinssonar um viðskipti sín við Björgólf Thor, einn aðaleiganda Morgunblaðsins, í kringum Straum. Óhætt er að segja að í grein útgerðarmannsins spegilst önnur mynd af BTB en kom fram í viðhafnarumfjöllun Morgunblaðsins fyrir nokkrum vikum.

Ég átti sannast sagna von á því að þessar tvær greinar munu vera svolítið í fréttum í dag, en í staðinn eru allir að tala um opna grátbeiðni Róberts Marshalls til Jóns Ásgeirs um að halda NFS opnu í nokkra mánuði í viðbót. Ég vona að NFS lifi, en ég hugsa að það þurfi að breyta ýmsu þar til að fá konseptið til að virka. Og græða.

pub quiz

Spurningar fyrir pub quiz, 15. September 2006. Pósta þetta hér fyrir þá sem vilja dunda sér og skrifa svörin í kommentakerfið (án gúgls off kors)

1
Ómar Ragnarsson hefur að undanförnu lagt hart að sér til að kynna fyrir afleiðingarnar af smíði Kárahnjúkavirkjunar og söfnun vatns í Hálslón. Hvað heitir þessi geðþekki sjónvarps, tónlistar og flugmaður fullu nafni?

2
Lögregluliðin í CSI þáttunum á skjá einum beita vísindunum fyrir sig við lausn fjölbreytilegra glæpamála. CSI seríurnar á Skjá einum eru alls þrjár. Í hvaða þremur borgum Bandaríkjanna gerast þær?

3
Hinn illþolanlegi sigurvegarinn í Rockstar Supernova heitir Lukas Rossi og má segja að með sigrinum hafi skrattinn hitt afa sína. En frá hvaða borg er Lukas?

4
Rokkstjörnurnar tvær Rúnar Júlíusson og “Megní” Ásgeirsson eru þekkt nöfn í rokkheimum, en hvað eiga þessi þekktu nöfn sameiginlegt fyrir utan tónlistina?

5
Enn um Supernova. Í stjarnvísindum er Supernova notað til að lýsa ákveðnu fyrirbæri, Supernova gefur frá sér mikla birtu í skamma stund og verður ósýnileg á fáum vikum eða mánuðum, ekki ósvipað Rockstar supernova. Íslenskt heiti þessa stjarnfræðilega fyrirbæris lýsir því eðli þess ágætlega, hvert er það íslenska heiti?

6
Heimspekingurinn Nietzsche fjallaði um ofurmennið og víst er að einhver ofurmenni eru hér í salnum og margir handgengnir Nietzsche. Hér verður ekki spurt um skrif Nietzsches, heldur einfaldlega hvernig er nafnið hans skrifað, stafið fornafn og eftirnafn! (Auðvelt núna ha?)

7
Breski prinsinn Harry á 22 ára afmæli í dag. Hann er sá þriðji í röðinni til að erfa krúnuna á eftir Karli föður sínum og Vilhjálmi bróður sínum. Hver er næstur á eftir Harry í röðinni til að erfa bresku krúnuna?

8
Örmyndasögur Hugleiks Dagssonar hafa vakið gífurlega athygli innanlands sem utan, en í þeim fæst hann á frumlegan og bráðfyndinn hátt við ýmsar meinsemdir í nútímasamfélagi. Sýningin á Forðist okkur, fyrsta leikriti Hugleiks, þótti afar djörf og nýstárleg, og hann hlaut Grímuna - Íslensku leiklistarverðlaunin sem leikskáld ársins 2006. Á næsta leikári frumsýnir Þjóðleikhúsið vísindasöngleik eftir Hugleik. Hvað heitir það verk?

9
Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason hefur vakið afar verðskuldaða athygli á undanförnum mánuðum, eins og raunar allar bækurnar hans, ekki síst Blái hnötturinn. En hvað hét fyrsta bók Andra Snæs?

10
Hvaða atviksorð getur þýtt þetta þrennt:
Hvatning, Áhugasamur og Stefna

11
Fyrir einhverjum misserum varð nokkurt uppistand í Bítlaborginni Liverpool, heimabæ knattspyrnufélagsins Everton, út af götunafninu Penny Lane. Gatana er nefnd eftir James Penny en hávær hópur mótmælenda vildi að skipt yrði um nafn á þessari umtöluðu og um-sungnu götu. Hvers vegna?

12
Talandi um titla á bítlalögum; í kvikmyndinni Almost famous, frá árinu 2000, lék Kate Hudson aðsópsmikla og umsvifamikla grúppíu sem fylgdi hljómsveitinni Stillwater eftir. Hún hafði tekið sér listamannsnafn, og kallaði sig eftir bítlalagi. Hvaða bítlalagi?

13
Þá að grúppíum fyrir lengra komna, bítillinn Paul McCartney giftist fyrirsætunni Heather Mills og stendur nú í skilnaði, 64 ára gamall, hversu kaldhæðnislega sem það kann að hljóma. Heather varð fyrir því óláni árið 1993 að lögreglumótorhjól ók á hana og þurfti að taka af henni annan fótinn við hné. Hvor fóturinn var það?

14
Dóttir Paul McCartneys, Stella, hefur getið sér gott orð í tískuheiminum. Hún hefur meðal annars hannað íþróttalínu. Undir hvaða merki eru íþróttaföt Stellu McCartney seld?

15
Spurt er um bandaríska leikkonu sem lék í kvikmyndinni Parent Trap árið 1998 en hefur einnig reynt fyrir sér í tónlist og gefið út tvær breiðskífur, sú fyrri hét Speak en sú síðari, A Little More Personal (Raw), og kom út í fyrra. Hver er þessi leikkona?

16
Kringilsárrani hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu, ekki síst vegna þess að þessi afskekkta spilda var friðlýst, sem griðland heiðagæsa og hreindýra og vegna hinna einstæðu Hrauka sem þar eru og urðu til þegar Brúarjökull gekk skarpt fram og hlóð þessum jarðmyndunum á undan sér. Hluti þessa svæðis var þó af-friðlýstur þegar í ljós kom að hann mundi fara undir Hálslón og fær mann til að velta fyrir sér merkingu friðlýsingar okkar merkustu nátturminja yfirhöfuð, en… Kringilsárrani afmarkast af Brúarjökli annars vegar og tveimur jökulám. Hvað heita þær?

17
Sjálfstæðismenn hugsa sér gott til glóðarinnar í Suðurkjördæmi og hafa sent þangað dýralækninn vaska, Árna Mathiesen. Nokkurt los hefur verið á starfi flokksins í þessu kjördæmi, ýmsir skandalar og hjaðningavíg. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur hin öfluga þrenning Drífa Hjartardóttur, Guðjón Hjörleifsson og Kjartan Ólafsson dregið vagninn fyrir flokk Geirs í þessu 10 þingmanna kjördæmi, en nú er spurt, hver er núverandi fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis?

18
Nýr íslenskur bjór er væntanlegur í búðir ÁTVR í byrjun október. Hann er lagaður í nýju brugghúsi á Árskógssandi að tékkneskri fyrirmynd. En hvað heitir mjöðurinn nýi?

19
Hlédrægi málarinn Stuart Suthcliffe, var vélaður til liðs við Bítlana af vini sínum John Lennon, eins og fjallað var um í kvikmyndinni Backbeat. Hann hætti, Paul tók við bassaleiknum og stuttu síðar dó Stu sviplega. Semsagt, hann lék ekki lengi með hljómsveitinni og mynd af honum er raunar aðeins framan á einni breiðskífu bítlanna. Hverri?

20
Að íslenskum stjörnum. Allir hafa labbað niður Laugaveg, en fáir hafa gert það á sama hátt og ákveðin hljómsveit sem naut vinsælda á níunda áratugnum, í einu lagi sveitarinnar er sungið um að sigla niður Laugaveg eins og kafbátar. hljómsveit gaf út þetta lag árið 1988?

21
Spurt er um hús. Á lóð hússins stóð áður Sænsk-íslenska frystihúsið sem var byggt árið 1927. Framkvæmdir við húsið hófust í byrjun ársins 1982, Reisugildi var haldið í júlí 1984 og var þá tekið til við að einangra húsið að utan og klæða það, en á útveggjum hluta hússins er gabbrósteinn úr Hoffelli í Hornafirði. Hinn 6. maí 1986 lagði forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hornstein að byggingunni. Um 250 manns mæta til vinnu í húsið á virkum dögum þótt sumir hafi opinberlega efast um að svo marga þurfi til. Hvaða hús er þetta?

22
Áðan spurðum við um afmælisbarnið Hinrik prins, annað afmælisbarn dagsins er landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen. Hvað varð hann gamall í dag?

23
Þessi er stutt: Vinsæl Bob Dylan plata og kvikmynd eftir Charlie Chaplin heita sama nafni. Hverju?

24
Skoski glæpasagnahöfundurinn, Ian Rankin kom til landsins í maí í boði Eymundsson, í viðtölum kom fram sú skemmtilega staðreynd hann byggi í Edinborg í sömu götu og tveir aðrir heimsþekktir rithöfundar, karl sem skrifar um konu og kona sem skrifar um dreng, en verk þeirra þriggja hafa verið þýdd á íslensku og selst vel. Hvað heita þessir nágrannar Ians Rankin í Edinborg?

25
Það hefði haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar ef Magni hefði unnið Supernova söngvakeppnina. Til dæmis hefði Skjár einn örugglega sett upp 30 þátta seríu þar sem menn og konur mundu keppast um að fá að fylla skarðið í sveitinni Á móti sól. En hvað hét hljómsveitin sem Magni var í áður en hann gekk til liðs við Á móti sól?

26
Nú stendur yfir kvikmyndahátíð dreifingaraðila, Icelandic Intenational Film Festival. Rétt eftir að henni lýkur hefst önnur kvikmyndahátíð. Hluti af þeirri hátíð er að höfuðborgarsvæðið verður myrkvað, kannski til að tákna þá eyðimerkurgöngu sem tekur við í sölum kvikmyndahúsanna þegar hátíðinni lýkur. Hvað heitir þessi síðari, en ekki síðri, kvikmyndahátíð? Hér er verið að fiska eftir skammstöfun.

27
Önnur hátið, Iceland Airwaves verður haldin 18.-22. Október. Auk þess sem sérstakur airwaves klúbbur verður á Pravda, þá fara tónleikarnir á hátíðinni fram á sex stöðum í miðbænum, Nasa, Listasafni Reykjavíkur og fjórum í viðbót sem þið þurfið nú að skrifa niður....

28
Hér er spurning sem ég var búinn að lofa fyrir löngu síðan og þess vegna níðþung. Hún er tileinkuð Stíg Stefánssyni. Skæruliðasamtökin Skínandi stígur, kenndu sig við maóisma og voru áberandi á 9. áratugnum og fram á þann 10. þegar nýr forseti heimalands þeirra tók sér fyrir hendur að ráða niðurlögum þeirra og fleiri skæruliðasamtaka sem höfðu meira en helming landsins á valdi sínu. Forsetinn náði árangri í þessu, sat lengi í embætti og kvað niður þennan maóíska draug að mestu og hefur lítið frést af Skínandi stíg. Þeim mun meira af forsetanum sem vakti mikinn urg fyrir lítilsvirðingu mannréttinda, lenti síðan í miklum skandal og endaði með því að segja af sér í útlöndum með því að senda fax heim frá landi foreldra sinna. Hvað heitir þessi fyrrverandi forseti og Skínandi stígs-bani?

29
Íslenskir garðyrkjubændur framleiða fjórar tegundir af tómötum. Hefðbundna tómata og kirsuberjatómata. Hvað heita hinar tegundirnar tvær?

30
Richter jarðskjálftamælikvarðinn er öllum kunnur. Þetta er lógaritmískur skali sem mælir stærð jarðskjálfta. En hvers lenskur var þessi Richter sem alltaf er nefndur þegar jörðin hristist?

fimmtudagur, september 14, 2006

Spyr sá sem ekki veit

Ég verð spyrill á næsta pöbbkvissi, föstudaginn 15. september klukkan 17:30. Ligg í bókum að finna leiðir til að klekkja á drykkfelldum mannvitsbrekkum.

Allir að mæta!

miðvikudagur, september 13, 2006

Þetta fer undir vatn

Brot af því svæðinu sem fer á kaf í lóninu.











Myndir; GS, enda er mín myndavél eitt af fyrstu fórnarlömbum lónsins.

Þetta verður þurrkað upp

Tvö dæmi af mörgum um fossa í Jökulsá í Fljótsdal. Vatninu úr þeirri á verður veitt í Kárahnjúkavirkjun.


þriðjudagur, september 12, 2006

Hnjúkar Kára


Eftir að hafa skoðað fyrirhugað lónsstæði Kárahnjúkavirkjunar er það alveg kristaltært í mínum huga að þessi áform einkennast af skammsýni og fáfræði. Fórnin sem á að færa er óásættanleg, áhættan er of mikil og leynimakkið og hvernig talað er tungum tveimur er gjörsamlega út í hött í lýðræðisríki á 21. öldinni. Til dæmis er fólki í þéttbýli sagt að það verði ofsagróði, en landeigendum að það verði enginn gróði. Stækkun á áður íhuguðum virkjanakosti á svæðinu þýðir að lónið flæðir um ákaflega víðlent svæði og þornar upp til skiptis og skilur eftir sig fíngerðan leir sem mun líklega fjúka yfir Austfirðinga til minja um gönuhlaup og pólitískar heimskuhamfarir þeirra sem þetta vildu og þeirra sem þetta leyfðu.

Myndir væntanlegar. Myndavél ekki.

fimmtudagur, september 07, 2006

Sannir Íslandsvinir

Í Jay Leno áðan sungu Foo Fighters:

All worn out and nothing fits
Brennivin and cigarettes
The more I give the less I get
But I'm all set
I'm all set

Skin and bones
Skin and bones
Skin and bones don't you know?

þriðjudagur, september 05, 2006

Stones

Íslenskan er fátæklegt tungumál. Það eru svo fá orð í henni yfir framandi hluti á borð við upplifunina á tónleikum Rolling Stones í Horsens. Enskan á kannski aðeins fleiri, smellið hér til að lesa dóma um tónleikana.

Við feðgar, og Halli sem var í för með okkur, vorum staðráðnir í að tryggja okkur gott stæði á 'almennu farrými'. Þess vegna lögðum við það á okkur að hefja biðina við hliðin klukkan 14:30.



Þetta þýddi að við náðum óskastaðnum okkar, upp við b-sviðið, Keith megin gagnvart sviðinu og það átti svo sannarlega eftir að borga sig. Skemmtilegt móment þegar undirritaður hljóp sem mest hann mátti í átt að sviðinu með myndavél falda á helgasta stað. Hefði viljað eiga mynd af því!

Biðin var löng en ekki ströng þar sem félagsskapurinn var góður og Danskurinn hress. Danskurinn grætur ekki að drekka ölið.

Maximo Park hitaði upp, skemmtileg sveit og söngvarinn, sem heitir því smekklega nafni Paul Smith, var greinilega búinn að taka námskeiðið Jagger 101, í Fjölbrautaskólanum í Newcastle.

Klukkan 21:15 voru öll ljós slökkt og örfáum mínútum síðar hófst mikið sjónarspil þegar risasviðið vaknaði til lífsins með ljósum, myndskeiðum og flugeldum. Þetta náði síðan hámarki þegar fyrstu hljómarnir í Jumpin Jack Flash heyrðust og goðið Keith gekk inn á sviðið. Restin af bandinu kom í kjölfarið og rosalegustu tónleikar sem ég hef verið á hófust.



Jaggerinn var í feiknastuði og þeir allir reyndar, enda voru þetta bæði stærstu og síðustu tónleikarnir á Evrópulegg tónleikaferðarinnar 'A Bigger Bang'. Jaggerinn ræddi þetta aðeins og lofaði því að þar sem þeir væru að fara í frí þá mundu þetta verða bestu tónleikarnir á túrnum. Miðað við dómana sem linkað er á hér á ofan þá er það líklega rétt.

Hápunktar fyrir mig á fyrri hluta tónleikanna: Byrjunin, Bitch, Streets of Love og Midnight Rambler. Svo kom Keith og tók tvö lög og átti 'salinn' gjörsamlega. Before they make me run er rosalegt lag.



Þá kom Jaggerinn aftur inn á sviðið í rauðum glansjakka og þeir tóku Miss You og þá byrjaði Há-hápunkturinn fyrir okkur, þegar b-sviðið færðist til okkar. Eðli málsins samkvæmt fór hljóðið aðeins úr böndunum fyrir okkur sem vorum alveg upp við b-sviðið en það breytti engu. Þetta var svo svakalega skemmtilegt.









Þeir tóku þrjú lög á b-sviðinu og svo rúlluðu þeir til baka á risasviðið og renndu sér magnaða útgáfu af Sympathy for the Devil. Jaggerinn var í rauðum, loðnum frakka með glimmerpípuhatt og öllum brögðum var beitt. Smelltu til að sjá brot:



Eftir þessa bálför var liðið ræst í seiðmagnaða útgáfu af Paint it Black og slúttað á Brown Sugar. Jaggerinn æsti lýðinn upp og uppklappslögin voru You Can't Always Get What You Want og Satisfaction. Bæði frábær.

Þeir voru sáttir í lokin feðgarnir og vonandi fáum við tækifæri til að gera þetta aftur. Og aftur.

mánudagur, september 04, 2006

Horsens 2006

The set list

Jumping Jack Flash
It's Only Rock'n Roll
Oh No Not You Again
Bitch
Sway
Streets Of Love
Midnight Rambler
Tumbling Dice
Slipping Away (Keith)
Before They Make Me Run (Keith)
Miss You (á B-svið)
Rough Justice
Start Me Up
Honky Tonk Women (á aðalsvið)
Sympathy For The Devil
Paint It Black
Brown Sugar
You Can't Always Get What You Want (encore)
Satisfaction (encore)

Meira síðar.

laugardagur, september 02, 2006

Snilldarfréttir

Sem ég sit við Árósa, berast ekki tíðindi um að vinir mínir Flóki og Elísabet Þórey, hafi gengið í sýslumannskt heilagt hjónaband í dag. Og læti á leiðinni. Una Sólveig vinkona mín fær félagsskap og verður stóra systir.

Hér í Aarhus er allt á suðupunkti. Á leiðinni hingað í gær stoppuðum við feðgarnir í Horsens til að skoða aðstæður. Svo heppilega vildi til að öryggisverðir á tónleikasvæðinu voru í smókpásu þannig að við gátum labbað um allt og hoppuðu upp á sviðið sem Stones munu spila á á morgun. Eigum myndir. Síðar. Horfðum á tvenna tónleika fyrir svefninn og spiluðum á gítar.

Góður dagur hér í dag. Sól og grilluðum í bakgarðinum hjá Kára. Fleiri gítarlög. Upphitun.

Tónleikarnir byrja 21:30 á morgun. Við leggjum af stað héðan klukkan 11 í fyrramálið. Ég hangi á húninum þegar hliðið opnar klukkan 17.