mánudagur, mars 31, 2008

Andri

þriðjudagur, mars 18, 2008

Diskur dagsins

Minni karla. Skuggasveinar flytja lög Tony Joe White með fulltingi söngvara á borð við Björn Jörund, Rassa prump, Óttars Proppé og Megas. Víðóma testósterón.

mánudagur, mars 17, 2008

Helgin

Kjöt helgarinnar: Lambakjöt
Kvikmynd helgarinnar: Brúin yfir Kwai fljótið (*****)
Leikrit helgarinnar: Kommúnan (***)
Fjall helgarinnar: Skálafell
Sól helgarinnar: Sólin í Skálafelli
Harðsperrur helgarinnar: Kálfarnir

föstudagur, mars 14, 2008

Pizza

Pizzaverksmiðjan við Lækjargötu er aðal málið í dag!

fimmtudagur, mars 13, 2008

Stundum þarf ekki skopmyndateiknara

mánudagur, mars 10, 2008

Frá Mónu Lísu


Þetta hefur Móna Lísa fyrir augunum alla daga, oft er þó miklu meira af fólki. Málverkið gegnt henni heitir Brúðkaupið í Kana eftir ítalska síð-endurreisnarmálarann Paolo Veronese og er eitt það stærsta í Louvre. Móna Lísa er miklu miklu minni en samt miklu miklu stærri.

fimmtudagur, mars 06, 2008

Sjónvarpsklúður allra tíma?

var í annars fínni umfjöllun um bandarísku forsetakosningarnar í Kastljósi í gær. Ekki var aðeins birt röng auglýsing - heldur kol kol kolröng auglýsing. Trúði Jóhanna Vilhjálmsdóttir því virkilega að Clinton væri að auglýsa að hún ætlaði að senda dauðasveitir á heimili fólks? Hún var alla vega hissa á því að þetta væri ekki rétta auglýsingin. Og búið að leggja vinnu í að texta þessa kol kol kol kol vitlausu auglýsingu! Svona gerist bara þegar kastað er til höndum við undirbúning. Enginn stóridómur en einfaldlega áminning um að vanda sig.

Hér er rétta auglýsingin.



Fann hins vegar ekki þessa kol kol kol vitlausu auglýsingu sem Kastljós notaði.

*** Viðbót ***

Mér fannst mannsbragur á afsökunarbeiðni Þórhalls í Kastljósinu daginn eftir. Smart.