föstudagur, ágúst 15, 2008

Of hraður Óskar

Aðspurður hvort hann hefði getað unnið hlutina öðruvísi svaraði Óskar því til að hraðinn hefði verið mikill, sennilega of mikill þegar horft væri til baka.

Geir í ástandinu

Finnst engum öðrum að Geir Haarde hefði kannski frekar átt að
vera að einbeita sér að öðru þessa dagana en að plotta með Guðna
Ágústssyni og plata fjölmiðla?

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Sagan endurtekur sig

Fyrst sem harmleikur. Svo sem farsi.

Fyrst sem Ólafur. Svo sem Óskar.

Memento Mori Ólafur


Til að fagna miklum sigrum riðu rómverskir herforingjar fylktu liði inn í Rómaborg við mikinn fögnuð lýðsins og þáðu viðurkenningar af æðstu ráðamönnum. Sérstakur maður hafði það hlutverk að halda kórónu yfir höfði herforingjans og hvísla stöðugt í eyra hans orðin „Memento mori - mundu að þú ert dauðlegur“. Þetta var gert til að minna viðkomandi á að hann væri af þessum heimi, en ekki goð.

Ég sá Gunnar Smára alveg fyrir mér að brillera í þessu hlutverki - en sirkusinn heldur víst áfram og borgin, leikskólarnir, grunnskólarnir, öldrunarþjónustan og orkufyrirtækin stjórnlaus á meðan. Það nýjasta: Kynningarfundi, sem átti að vera í dag um dagskrá Menningarnætur í Reykjavík, hefur verið aflýst.

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Hönnu(ð) atburðarás hikstar

[Viðbót: Atburðarásin heppnaðist að lokum, en mikið var þetta vandræðalegt og hvað tók þetta eiginlega langan tíma? Geir og Guðni að plotta bak við tjöldin. Þetta eru nú meiri skjaldbökurnar]


Hún virðist vera andvana fædd, tilraun Sjallanna í borginni til að bola Borgarstjóra út fyrir Óskar Bergsson. Þetta spuna-útspil hefur þó væntanlega tekist að því leyti að kalt vatn hefur runnið milli skinns og hörunds Borgastjóra. Almenningur sér í gegnum þetta og veit að sem fyrr ber Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð á því upplausnarástandi sem ríkir í Ráðhúsinu.

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Stemmningin 9. ágúst

Það er óhætt að mæla með því að gifta sig með látum.

Það er magnað að sjá sína heittelskuðu ganga inn kirkjugólfið í Háteigskirkju. Það er stórkostlegt að fá góðan vin til að gefa okkur saman og fá skemmtilega persónulega ræðu. Æðislegt að keyra um bæinn í glæsibifreið með einkabílstjóra sötrandi eðal kampavín og fá þjóðhöfðingja móttökur í miðbænum. Gaman að fara í myndatöku í sínu fínasta pússi. Stórkostlegt að fagna með allri fjölskyldunni og vinunum í blíðskaparveðri í Elliðaárdalnum. Ótrúlegt að hlusta á allar ræðurnar og frumsömdu textana og sjá myndasýningarnar. Himneskt að borða klausturbleikjuna og lambafilléið frá Lalla og félögum. Seiðmagnað að dansa inn í nóttina við undirleik Svitabandsins og fá jafnvel að taka lagið með eiginkonunni. Unaðslegt að koma heim og finna þar óvænt kælt kampavín, konfekt og jarðarber. Geggjað að......


Þakka öllum sem komu við sögu á þessum ógleymanlega degi kærlega fyrir. Einnig þeim sem sendu skeyti, skilaboð, sms, facebook-kveðjur og fleira.

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Steggtur

Skaut úr haglabyssu, baðaði mig í sjónum í Borat búningi, kynnti mér starfsemi Skjálfta, mjólkaði, tamdi kú og gaf kálfi. Tel mig fullsteggtan og þakka fyrir mig.

föstudagur, ágúst 01, 2008

Firringin

Ég hef áhyggjur af því sem læknir og heilbrigðisstarfsmaður ef fagmennska og heiðarleg vinnubrögð eru ekki hluti af leikreglunum hjá fjölmiðlamönnum eins og Helga.

Borgarstjóri í 24 stundum í dag.