þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Gamlársdagur Rómverja

Gamlársdagur Rómverja er í dag.

Fleira skv Wikikpedia:
1986 - Olof Palme, forsætisráðherra Svía ráðinn af dögum
1993 - Bureau of Alcohol, Tobacco and Firearms ræðst á Branch Davidian í Waco, Texas til að handtaka David Koresh.
1998 - Kosovo stríðið, serbneskar lögreglusveitir ráðast gegn Frelsisher Kosovo
2001 - Jarðskjálfti sem mælist 6,9 á Richter í Nisquall dal í Washingtonfylki BNA
2002 - 55 menn drepnir í Ahmadabad í Indlandi þar sem hindúar láta til skarar skríða gegn múslimum.

mánudagur, febrúar 27, 2006

Meta-andvaka

Það er aðeins eittt verra en að vera andvaka og það er að vera andvaka og með lagið Andvaka á heilanum.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Heilsuspillandi stjórnmálaflokkur

Björn Ingi heima með lungnabólgu og Hjálmar á spítala eftir hjartaáfall. Vonandi læknast þessir ágætu menn af öllum sínum meinum og hætta í flokknum.

Fóður og fjör

Sælkerinn baðar nú út öllum öngum enda enn ein Food and fun hátiðin hrokkin í gang. Forsjálni og fyrirhöfn einkenna sælkeraröflarann og því var hann fyrir nokkru búinn að tryggja sér borð á eftirsóknarverðustu stöðunum eins og til dæmis vinur röflsins sem heitir nafni sem ekki hæfir Food and fun: OJ. Nóg um það. Við borðum á Apótekinu og á Salti. Þið hin getið bara étið það sem úti frýs.

Hvað meinarðu með því að þetta sé plebbalegt? Fuss.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Ánægjuleg könnun

Af mbl.is:
Samkvæmt könnun, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna, vilja fleiri að Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingar, verði borgarstjóri en Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, ef valið stæði einungis á milli þeirra tveggja.

Takið eftir hvernig Morgunblaðið á netinu kallar Dag frambjóðanda, en Villa oddvita. Persónulega mundi ég kalla Vilhjálm öðru vitanafni, sem byrjar á hálf.

mánudagur, febrúar 20, 2006

Góð helgi að baki


Föstudagur: Langþráður sigur í pöbbkvissinu.
Laugardagur: Langþráð tiltekt, uppgreid í IKEA og Silvía Nótt
Sunnudagur: Konudagur, langþráð gönguferð við Elliðavatn, fótbolti, 24.
Mánudagur: Fundur með yfirfasteignamatsnefnd ríkisins.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Passíusálmarnir eru byrjaðir í útvarpinu.

Þá eru sirka hundrað dagar í borgarstjórnarkosningarnar. Fyrstu fimmtíu dagana munum við kveljast með Hallgrími og Kristi á krossinum. Síðan hefst píslarsaga Sjálfstæðisflokksins.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Íhald þræðir upp á prjón

Var að greiða stöðumælasektina sem ég fann á bílrúðunni á mánudagsmorgun. Besta stöðumælasekt sem ég hef nokkru sinni fengið enda skyggir fátt á gleðina þessa Dagana. Meira að segja hinn fúllyndi framsóknarsjalli Þ. Vilhjálmsson gleður augað með nöldri og hártogunum. Þættinum barst skemmtileg vísa gegnum Karl Th:

Dagur skæður líkt og ljón
lífi glæðir þjóðu.
Íhald þræðir upp á prjón,
yfir bræðir glóðu.

Steinunn og Stefán koma frá prófkjörinu með fullri reisn, en hrós Röflsins fær samt Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fyrir gott grín.

föstudagur, febrúar 10, 2006

EKKI SPURNING

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Óeðlileg afskipti

Nú segir sagan að Geir Sveinsson sækist eftir stöðu landsliðsþjálfara. Það gæti skýrt hvers vegna Jóhanna Vilhjálmsdóttir var svona grimm og aðgangshörð við Viggó í viðtalinu um daginn. Einkennilega hagsmunatengsl. Þetta er svona svipað og ef dóttir Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, grá-sjalla, væri að skipta sér af því hvenær Dagur Eggertsson kæmi í viðtal í Kastljósið......úbbs.....a.....já.....einmitt hún já.

mánudagur, febrúar 06, 2006

Töff töff töff

Ég er upptekinn. En hvað eruð þið annars að spá? Vissuð þið að veðurspáin er vond fyrir helgina þannig að það er um að gera að kjósa utankjörstaðar að Hallveigarstíg 1 milli 14 og 20 alla virka daga fram að prófkjöri. Dagur er rétti maðurinn í 1. sætið.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

dagur.is

Lítið að lesa hérna þessa dagana, þeim mun meira á dagur.is. Þar er lífið og fjörið í netheimum þessa dagana. Landslið pistlahöfunda og læti. Smelltu þér þangað.

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Örugglega Machintosh tölva

Bill Gates segir að skattstofa Bandaríkjanna sé með upplýsingar um fjármál hans á sérstakri tölvu. „Skattaframtalið mitt í Bandaríkjunum verður að vera á sérstakri tölvu því venjulegu tölvurnar þeirra ráða ekki við tölurnar,” sagði Gates á Microsoft-ráðstefnu í Lissabon.

Styður Stefán Steinunni?

Alla vega auglýsir hann: Kjósum borgarstjóra