föstudagur, júní 29, 2007

111 meðferð á dýrum

Það verður erfitt fyrir syrgjendur framtíðarinnar að toppa minningarathafnirnar þrjár sem haldnar voru fyrir hundinn sem var píndur og myrtur á Akureyri. Það verður athyglisvert að lesa um lífshlaup þessa saknaða ferfætlings í minningargreinum í Morgunblaðinu einhvern næstu daga, er það ekki?

fimmtudagur, júní 28, 2007

Stjörnur

Shrek 3 - 3 fyndnar stjörnur
Die Hard 4.0 - 2 fölnandi stjörnur
Samsærið gegn Bandaríkjunum - 3,5 fánastjörnur
Q&A (Viltu vinna milljarð) - 4,5 Bollywoodstjörnur

þriðjudagur, júní 26, 2007

Báknið étur börnin sín

Það hlýtur að vera martröð fyrir unga unga manninn sem barðist fyrir hugsjónum sínum undir slagorðinu 'Báknið burt' að vakna við það á sextugsaldri að vera forstjóri í langstærsta ríkisfyrirtækinu...og með feit eftirlaun ráðherra að auki?

Eða finnst honum þetta kannski bara helvíti gott? Hann hugsar kannski: „Hvaða víntegund á ég að láta konuna kaupa í fríhöfninni þegar hún kemur næst frá Suður-Afríku, þar sem hún gætir hagsmuna Íslands alveg á fullu.“

mánudagur, júní 25, 2007

Finndu fimm villur

miðvikudagur, júní 20, 2007

Þrjár vísbendingar um að maður sé kominn aftur til Íslands

1.
Siðanefnd blaðamannafélagsins, meðal annars skipuð upplýsingafulltrúum hjá hinu opinbera og lögfræðingi Framsóknarfyrirtækja, úrskurðar að Helgi Seljan hafi brotið siðareglur blaðamanna fyrir umfjöllun um óvenju hraða afgreiðslu hins opinbera í máli tengdadóttur ráðherra.

2.
Samvinnutryggingar leggja sig niður og afhenda sérkennilega þröngt völdum hópi milljarða króna með reglum sem virðast stríða gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

3.
Kallinn í Olís auglýsingunum er útnefndur borgarlistamaður.

þriðjudagur, júní 19, 2007

Lag laganna í Tyrklandi

Hvert sem maður fór og hvar sem maður var; þar var þetta lag spilað. Enjoy.

Tyrkneskur poodle-hundur?

Við komumst að því að í Tyrklandi geta sumir hundar jarmað.

mánudagur, júní 18, 2007

Tyrkland að baki

Tyrkneska ævintýrinu lokið í bili. Við lögðum þúsundir kílómetra að baki í maraþonrútuferðum (sú lengsta samtals 15 tímar) í hinu frábæra landi Tyrkja. Það sem stendur upp úr er gestrisni, glæsileiki, menningarverðmæti, frábær matur og gott veður.



Útsýnið frá Topkapi höllinni


Einn af útskornu klettunum í Cappadochia, ef myndin prentast vel má sjá röflara í klettinum.


Ánægð að loknu vel heppnuðu loftbelgjaflugi


Baðstr önd


Við bókasafnið í Efesus


Orhan Pamuk var ekki heima.

mánudagur, júní 04, 2007

Öludenız

Öludenız er mjög skemmtılegur strandstadur. Hıngad komum vıd fra Patara, sem mer skılst ad Sunday Tımes hafı valıd sem bestu strönd ı heımı,undanfarın ar. Patara faer tho ekkı mıtt atkvaedı ı ar, kannskı vegna roksıns, kannskı vegna moskitoflugnanna, en Öludenız er sterkur kandıdat. Her er allt eıns og best verdur a kosıd. Falleg strönd sem endar ı ansı smekklegu blau lonı, algjort logn og mıkıd fjör og gaman.

Markmıd mıtt var ad komast heım an thess ad brenna ı solınnı, en thad tekst ekkı alveg. Solın skın ansı harkalega, en hvad um thad.

Bestu kvedjur heım

Afram KR