föstudagur, desember 21, 2007

Tvífarar dagsins


í boði Önnu Karenar:

fimmtudagur, desember 20, 2007

Vitringarnir farnir

Jæja, nú hefur sjálfur erkibiskupinn af Kantaraborg látið hafa eftir sér að líklega hafi vitringarnir þrír ekki verið til. Að sagan af þeim hafi öll einkenni goðsögu. Óekkí! Látum það vera að fyrir ekkert svo mörgum kynslóðum hefðu menn verið settir á bálið fyrir svona ummæli, en - ef ekki vitringar, hvað þá? Hvar endar svona hugleiðingar? Engin jólastjarna? Engin jata? Engir himneskir herskarar? Enginn Jósef, engin María, enginn Jesú? Reyndar sýna rannsóknir að á þessum tíma var ekkert Betlehem, en gott og vel.

Maður er í sjokki yfir þessu. Þarf ekki að breyta textanum við Bjart er yfir Betlehem?

"Dimmt var yfir svæðinu þar sem einu sinni var Betlehem
ef það væri jólastjarna þá mundi hún blika þar."

Aðeins flóknara.

þriðjudagur, desember 18, 2007

Rei, Rei, ekki góðir leikarar, en samt eitthvað fyndið

föstudagur, desember 14, 2007

Nýtt Líf, nýir ritstjórar

Það er ástæða til að óska áskrifendum og lesendum tímaritisins Nýs Lífs til hamingu með nýjar ritstýrur blaðsins: Ástu Andrésdóttur og Ingibjörgu D. Kjartansdóttur. Þess má geta að þær eru báðar með prófskírteini upp á vasann um ritstjórn frá Jónasi Kristjánssyni ritstjóra emeritus. Fleiri breytingar munu vera í bígerð hjá Birtingi, en um þær verður ekki fjallað hér.

Gaman að þessu!

þriðjudagur, desember 11, 2007

Stjórnarandstaðan

Framsókn, VG og Frjálslyndir eiga að vinna saman í stjórnarandstöðu - til að hafa eftirlit með stjórninni. í praxís er það svolítið eins og þetta:

mánudagur, desember 10, 2007

Stór sunnudagur fram undan

Á sunnudaginn eru tveir fótboltaleikir: Liverpool-Man Utd og Arsenal-Chelsea. Á mínum vinnustað er talað um að þetta sé svolítið eins og að eiga afmæli, gifta sig og eignast barn á jólunum. Nema aðeins stærra.

miðvikudagur, desember 05, 2007

Skipulagsbreytingar

Hef ekki punktað neitt hér í smá tíma. Ástæðan er sú að smá rót hefur verið í gangi og hefur vinnustaðurinn minn verið fluttur og aðeins stokkur upp. Nú er Inntak komið undir sama þak og móðurfélagið Fíton og er ég því aftur byrjaður að vinna við Garðastræti. Það er notalegt, góður hópur og prýðilegt mötuneyti!

Annars er allt við það sama meira og minna.