miðvikudagur, apríl 30, 2008

Finndu fimm villur


þriðjudagur, apríl 29, 2008

Uppreisnarseggir

föstudagur, apríl 25, 2008

First we take Reykjavik, then we take Bolungarvik

Meirihlutaskipti á Bolungarvík eru greinilega lærð á sömu bók og brallið hér í Reykjavík eftir áramótin. Klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum skilar sér heim í hérað án þess að nokkur málefnaágreiningur ráði. Eini munurinn er sá að bolvískir sjálfstæðismenn lögðust ekki svo lágt að selja sjálfan bæjarstjórastólinn. Talandi um það, er ekki þessi meirihluti búinn að sitja í borginni næstum 100 daga og ekkert hefur verið gert nema kaupa tvö rándýr hús á Laugavegi?

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Upphaf olíusamráðsins



Þetta er úr Morgunblaðinu á Þorláksmessu 1933.

mánudagur, apríl 21, 2008

Eiður hafnaði Man Utd

Í viðtali við Guardian ljóstrar Eiður Smári því upp að honum hafi boðist að fara til Manchester United þegar hann var að hirða föggur sínar úr herbúðum Chelsea. En þegar Barcelona sýndi áhuga þá vildi hann frekar fara þangað. Þetta var kjaftasaga á sínum tíma, en ég man ekki eftir að hún hafi verið staðfest.

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Borgarstjóri blæs lífi í fasteignamarkaðinn

Merkilegt að fermetraverð hússins að Fríkirkjuvegi 11 er lægra en fermetraverðið á kofunum á Laugavegi. Hann er slyngur hann Óli.

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Sár fyrrverandi borgarstjóri

Má ég eiga þig? spurði vindurinn
unga stúlku og tunglið speglaðist
í blárri lind og hár þitt vina mín
bærðist fyrir þessum sárfætta vindi
sem veifaði hendi og ýfði
kyrræða hreyfingu þessarar tjarnar
með hólma og strendur og börn að leik
gáraði vatnið þar sem endurnar minntu
á flöktandi augu þín
og syntu eins og þau
inní óvarið hjarta mitt.

(Tveggja bakka veður 1981)

Þetta ljóðbrot eftir Matthías Johannessen lét Davíð Oddsson grafa í glerrúðu sem átti að setja upp í ráðhúsinu. Rúðan var ekki sett upp heldur önnur, auð, eftir að M gagnrýndi DO fyrir snobb við veisluhöld í tilefni opnunar ráðhússins. Sjá hér.

Woody Allen bloggar fyrir mig

Mikið að gera, lítill tími. Ég fékk mann til að blogga fyrir mig. Þetta kom:

In my next life I want to live my life backwards. You start out dead and get that out of the way. Then you wake up in an old people's home feeling better every day. You get kicked out for being too healthy, go collect your pension, and then when you start work, you get a gold watch and a party on your first day. You work for 40 years until you're young enough to enjoy your retirement. You party, drink alcohol, and are generally promiscuous, then you are ready for high school. You then go to primary school, you become a kid, you play. You have no responsibilities, you become a baby until you are born. And then you spend your last 9 months floating in luxurious spa-like conditions with central heating and room service on tap, larger quarters every day and then Voila! You finish off as an orgasm! I rest my case.

Woody Allen, My next life.

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Hækkandi matvælaverð vegna loftslagsbreytinga

Það eru að minnsta kosti tvær ástæður fyrir hækkandi matvælaverði um allan heim og tengjast báðar loftslagsbreytingum. Annars vegar uppskerubrestur á hveiti hjá Áströlum, einum mestu hveitiframleiðandum heims, vegna meiri þurrka en áður hafa sést. Hin ástæðan er ræktun á lífrænu eldsneyti sem sumir hafa boðað sem meðal við loftslagsbreytingum. Í því felst að í stað þess að rækta korn og fóður fyrir skepnur er ræktað fóður á bíla. Framboð á korni minnkar og verð hækkar, með hræðilegum afleiðingum fyrir fátækt fólk um allan heim og smá búsifjum fyrir okkur. Ég held að sagan muni dæma talsmenn lífræns eldsneytis harkalega.

föstudagur, apríl 04, 2008

Kristján Möller

Hitti Kristján Möller áðan. Hann var á leiðinni að hitta trukkabílstjóra. Í gær sprengdi hann sig í gegnum Héðinsfjarðargöng. Ég ráðlagði honum að nota sömu taktík á bílstjórana, enda á móti því að gjöldin verði lækkuð.

Meira um Rick Astley

fimmtudagur, apríl 03, 2008

Mugabe í Svörtuloft?

Mugabe hefur í fyrsta skipti viðurkennt ósigur í forsetakosningum í Simbabve. Heyrst hefur að sinniskiptin séu vegna þess að hann hafi fengið atvinnutilboð frá ónefndum Seðlabanka.

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Ráðum þennnan

Þjóðverjinn Klaus Toppmoeller, landsliðsþjálfari Georgíu í knattspyrnu var í gær rekinn eftir tveggja ára starf. Hann hefur áður náð góðum árangri til dæmis með Bayer Leverkusen.

Þetta er eitthvað sem við ættum að skoða!

olíuverð

Verðlækkanir olíufélaganna sýna að mótmælunum í gær var beint á rangan stað.

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Rick Astley brást okkur

Miðað við að ekkert hefur heyrst frá kappanum í mörg á þá finnst mér óþægilegt að heyra eftirfarandi texta:

Never gonna give you up
Never gonna let you down
Never gonna run around and desert you
Never gonna make you cry
Never gonna say goodbye
Never gonna tell a lie and hurt you