þriðjudagur, janúar 31, 2006

Nýr þjóðhátíðardagur?

Íslenskur bóndi tilnefndur til Óskarsverðlauna og handboltalandsliðið vinnur Rússa. Þetta er íslenskur dagur. Hrunið í kauphöllinni, það var líka íslenskt. Verðið rýkur upp aftur á morgun og allir græða.

mánudagur, janúar 30, 2006

Örugglega ekki fyrstur með þetta

En þetta er bara svo mikill no-brainer. Þeim var nær að vera með svona auglýsingar.

Að sögn Brynjólfs Sigurðssonar, forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, eru allir starfsmenn happdrættisins heilir á húfi eftir atburð dagsins en grímuklæddur maður vopnaður skotvopni réðist inn í afgreiðslu happdrættisins við Tjarnargötu í Reykjavík og rændi peningum úr peningakassa. Brynjólfur segir slíkt hafi aldrei fyrr gerst í 72ja ára sögu happdrættisins.

Nýja Reykjavík



Svona er nýja Reykjavík í dag! Eða laugardag öllu heldur.

föstudagur, janúar 27, 2006

Eins og opinberir starfsmenn?

Var ég sá eini sem heyrði Björn Inga Hrafnsson hrósa Halldóri Ásgrímssyni fyrir frumvarp um réttindi og skyldur samkynhneigðra?

Hraustlega mælt

„Þjóðin velur sér þjálfara og á bara að treysta honum, ekki eins og þetta helvítis rugl í Kastljósinu“ - Viggó Sigurðsson

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Í skurn skáldsins


Þeir sem vita hvar þetta er tekið fatta grínið.

gaman


gaman
Originally uploaded by Adler.

Gaman að rifja þetta upp....

Wigan

Lið eins og Wigan í gær gera það að verkum að ég hef gaman af fótbolta.

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Argóarflísin

Las þá bók í gær og hafði mikla nautn af. Merk bók. Annars finnst mér áhugavert að skoða tilurð bókarinnar sem byggir á þeirri hugmynd að fá 25 rithöfunda um víða veröld til að skrifa skáldsögu sem byggir á fornu goðafræðinni Grikkjanna. Það sem mér finnst skemmtilegt við bókina er hvernig súrrealismi Sjóns og goðsagan fléttast saman við mjög áhugaverða mannlýsingu.

Bókina sjálfa vann Ásta í happdrætti sem var hluti af geysiskemmtilegri árshátíð á laugardaginn, þar sem m.a. kom við sögu Hrafn Gunnlaugsson, snákabrennivín, lastabæli, lax, minni kvenna, hljómsveitin Ég og merkilegur svartfiðraður fugl dagsins: Krummi.

mánudagur, janúar 23, 2006

1-0

Ryan Giggs - milljón á dag
Rio Ferdinand - milljón á dag
Að Rio Ferdinand skori með skalla eftir aukaspyrnu frá Ryan Giggs gegn Liverpool - ómetanlegt.

sunnudagur, janúar 22, 2006

Bjórinn hjá Binga

Nú er spurningin þessi: Unglingarnir sem voru á fylleríi í kosningamiðstöðinni hans Björns Inga, voru þeir í skólabúningum?

föstudagur, janúar 20, 2006

Ro, ro, ro

Rooney, Ronaldo og Rossi. Sounds promising. Næsta verkefni er að vinna bítlbæinga á sunnudag.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

meme

Mouth of the critic (tilraun)



Þetta vídeóverk gerði ég sumarið 2004. Það heitir Mouth of the Critic. Ef þetta virkar þá kannski maður setji fleiri verk hérna inn?

Íslenskar „gæsir“ í útrýmingarhættu?

Eitt lítið íslenskunöldur: Íslenskar gæsalappir eru öðruvísi en amrískar. „Rétt“ notkun á íslenskum gæsalöppum er „svona“. Auðvelt er að muna þetta út frá tölustöfunum 99-66, sú fyrri niðri, sú síðari uppi. Sú fyrri er sem sagt „síðari“.

mánudagur, janúar 16, 2006

Snjór

Snjórinn er hér. Skíðin eru hér. Tíminn er annars staðar.

föstudagur, janúar 13, 2006

Fá ritstjórarnir starfslokasamning?

Þá hafa þeir "sagt af sér" ritstjórarnir. Ég er ekki viss um að það sé rétta niðurstaðan. Veit það ekki. Ég er svolítið sammála Merði. Þýðir þessi "afsögn" að menn ætla að hætta að ræða málið?

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Dagur á góðu róli

Skv. mbl.is er Dagur með góða könnun í dag inn á www.heimur.is og Samfylkingin á uppleið. Gaman hvað gengur vel hjá stráknum.

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Olíufélögin

Nú eru sum olíufélögin auglýst til sölu. Á ekki þjóðin frekar að taka þau upp í skuld?

mánudagur, janúar 09, 2006

Góð ráð um tölvupóst

Mér áskotnaðist fínerís dagbók fyrir 2006 með ýmsum fínum ráðum um tímastjórnun, sum hver byggð á eigin reynslu höfundarins. Ráð vikunnar lýtur að tölvupósti. Þar segir meðal annars: „Ekki nota tölvupóst fyrir viðkvæm gögn, hann er vistaður víða og er í raun eins og opið póstkort. Alls ekki senda frá þér tölvupóst með skömmum eða fúkyrðum." Höfundur: Thomas Möller. „Fólk er fífl...“

sunnudagur, janúar 08, 2006

Á fallbeygingunni skaltu þekkja þá

Í kosningum vinna sumir og aðrir tapa. Er þá stundum talað um að falla í kosningum, t.d. ef maður nær ekki því sæti sem sóst var eftir. En að fallbeygja í kosningum virðist vera deyjandi listform. Tökum dæmi af ímynduðum frambjóðanda sem sækist eftir 1. sæti hjá Framsóknarflokknum sem heitir Halldór Finnur. Þá er rangt að segja Halldór Finnur í fyrsta sætið, heldur á að segja Halldór Finn í fyrsta sætið. Ég vil sem sagt ekki Halldór Finnur í fyrsta sætið. Takið eftir því í komandi prófkjörum hverjir gera þetta rétt.

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Betri helmingurinn á afmæli í dag





Til hamingju!! Hér eru nokkur brot af því besta gegnum tíðina. Á einni myndinni er ég ekki.

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Verðhækkanir vegna verðhækkana

Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju menn komast upp með það að nota hækkanir á neysluverðsvísitölu til að réttlæta hækkanir á gjaldskrá. Um áramótin hækkaði strætó í takt við verðbólgu, að sögn. Af hverju þarf að vera dýrara í strætó, þótt húsnæðisverð hafi rokið upp? Maður gæti etv. skilið ef strætó þarf að hækka vegna meiri bensínkostnaðar, en nú spilar til dæmis tannlæknakostnaður ákveðna rullu í neysluverðsvísitölu og af hverju kemur hækkun þar fram í dýrari farmiða milli Haga og Sunda? Fjandakornið, tökum við þetta gilt?

Fyndin frétt á Vísi um að fimm íslenskir hestar hafi látist í lestarslysi.