Impregilo skattur - afsögn!
Sá sem ber ábyrgð á því að greiða þarf Impregilo 2 milljarða króna ætti helst að vera hýddur, tjargaður og fiðraður. Það minnsta sem hægt væri að gera væri að segja af sér. Fjandakornið. Var ekki hitt allt nóg?
Sá sem ber ábyrgð á því að greiða þarf Impregilo 2 milljarða króna ætti helst að vera hýddur, tjargaður og fiðraður. Það minnsta sem hægt væri að gera væri að segja af sér. Fjandakornið. Var ekki hitt allt nóg?
Úr Gylfaginningu:
Forseti heitir sonr Baldrs ok Nönnu Nefsdóttur. Hann á þann sal á himni er Glitnir heitir, en allir er til hans koma með sakavendræði, þá fara allir sáttir á brott. Sá er dómstaðr beztr með goðum ok mönnum:
Þegar ég var í Gagnfræðaskóla Keflavíkur, Holtaskóla, hengu risastórar myndir af Hljómum í sal skólans. Þar sem ég vinn núna hangir risastór mynd af Rúnari Júlíussyni og er það vel. Þótt lögin hans séu ekki endilega þau bestu þá er alltaf í þeim einstök stemmning, einlæg og vítamínrík. Og keflvíski hreimurinn stórkostlegur. Fyrsta skiptið sem ég sá hann spila var á 17 júní æsku minnar í Keflavík en síðan hef ég upplifað tónleika víða; á Akureyri, í Úthlíð, í Stapa og á SÍA balli í Súlnasal þar sem óskalögin mín fengu að hljóma hvert á fætur öðru. Sveitapiltsins draumur var líklega spilaður þrisvar það kvöld. Einnig varð ég vitni að endurkomu Hljóma í Laugardalshöllinni og var það magnað. Nú hefur Rúnar Júlíusson húkkað sér far aðra leiðina eftir Reykjanesbraut eilífðarinnar. Góða ferð meistari!
Pínu lummó, en ágætt að rifja þetta upp.
Ánægður með að Nóbelsverðlaunahafinn Krugman sé ánægður með Gauta. Kom heim til Krugmans með Gauta og Stjána snemma árs 2001. Þá stóð hann fyrir utan húsið í gúmmístígvélum og var að vökva ef ég man rétt. Útvarpsfréttamaðurinn Stjáni vildi taka stutt viðtal en Krugman þverneitaði. Sagði að ef menn vildu vita hans skoðanir á nýjum forseta og ríkisstjórn þá gætu menn lesið pistlana hans í New York Times. „My opinion lands on millions of doorsteps every day“ ef ég man þetta rétt. Samt var hann ekki búinn að vinna Nóbelinn á þessum tíma.