Á fjörur mínar rak gamalt blaðsnifsi, líklega úr Vísi. Þar eru þessar auglýsingar:
Sólríkt herbergi til leigu fyrir reglusaman ungan mann. Sími 15100
Stór stofa á jarðhæð til leigu. Húsgögn, sérsnyrtiherbergi. Sími 16398
Herbergi óskast í Vesturbænum. Einhver eldhúsaðgangur æskilegur. Sími 10734
Bifreiðakennsla. Aðstoð við Kalkofnsveg. Sími 15312
Hjólbarða viðgerðir. Opið öll kvöld og helgar. Fljót og góð afgreiðsla. Bræðraborgarstígur 21. Sími 13921
BRÝNSLA. Fagskæri og heimilisskæri. Móttaka: Rakarastofan Snorrabraut 22
GÓÐ smurbrauðsdama óskast strax á Björninn Njálsgötu 49.
Röskur strákur 14-16 ára, helst eitthvað vanur veiðum, óskast til silungsveiða í sumar. Uppl í síma 16334 kl 7-8 í kvöld.
Stúlka, vön kjólasaumi, óskast strax. Kjólasaumastofan Hólatorgi 2
GUFUBAÐSSTOFAN Kvisthaga 23. Sími 18976, er opin í dag fyrir karlmenn kl. 2-3. Fyrir konur 8-9.
KOPARFITTINGS fyrir olíukynditæki. Eldfastur steinn: létti ameríski eldfasti steinninn kominn aftur. Pantana óskast vitjað sem allra fyrst. SMYRILL, Húsi sameinaða - Sími 1-22-60
10 daga ferð um austur og suðausturland hefst 4. júlí. 7 daga ferð um austur og suðausturland, hefst 4. júlí. Þórsmerkurferð laugardaginn 4. júlí. kl. 2. Ferðaskrifstofa Páls Arasonar, Hafnarstræti 8.
Þetta er bara yndislegt.
Svo er ein örstutt frétt úr þessu blaðsnifsi í lokin:
Enn berja Bretar fanga
Brezkir hermenn hafa enn gert sig bera að villimannlegri meðferð á blökkumönnum í Afríku. Eru það að þessu sinni varð menn í fangabúðum í Kanjezda í Njassalandi, sem eru bornir þeim sökum að þeir hafi haldið föngum í hlekkjum, barið þá og svelt.
Guantanamo hvað?