miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Tilnefningar í bókmenntum til DV menningarverðlauna

Það er býsna athyglisvert að engin bók sem tilnefnd er til bókmenntaverðlauna DV var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Höfðu Íslensku bókmenntaverðlaunin bein áhrif á þetta val hjá DV? Er þetta þá svona best of the loosers?

Tilnefningar DV:


Afleggjarinn eftir Auði Ólafsdóttur
Í Afleggjaranum skapar Auður Ólafsdóttir heim sem er handan raunveruleikans
en þó fullkomlega sannur. Líkt og aðalpersónan, sem er í stöðugri leit að
sjálfum sér, finnur lesandinn svör við mörgum áleitnum spurningum, svör sem
eru þó aldrei endanleg. Afleggjarinn rífur sig úr viðjum hins hefðbundna en
um leið er sagan uppfull af trúarlegum táknum, listfræðilegum vísunum og
heimspekilegum átökum um tilvist mannsins. Hér er sleginn nýr tónn í
íslensku samhengi. Þetta er nýstárleg og óvenjuleg saga en um leið
tímalaus.

Bréf til Maríu eftir Einar Má Jónsson
Bréf til Maríu er uppgjör við einsýnan tíðaranda nútímans. Bókin vekur,
ögrar og skemmtir í senn. Einar Már Jónsson er ekki aðeins pennalipur
heldur á hann líka erindi og með þessu langa sendibréfi frá París hefur
honum tekist að vekja upp gagnrýna umræðu á Íslandi.

Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson
Himnaríki og helvíti er mögnuð saga frá einum helsta skáldsagnahöfundi
samtímans. Jón Kalman Stefánsson tekst á við hlutskipti mannsins í erfiðri
náttúru norðursins í upphafi síðustu aldar. Sagan er vægðarlaus, falleg og
áleitin og tök höfundarins á frásagnarstílnum eru einstaklega sterk.

Óraplágan eftir Slavoj Zizek
Þýðing: Haukur Már Helgason
Óraplágan hefur burði til að vekja þjóðina upp af værum vitsmunasvefni. Í
bókinni beitir Zizek sálgreiningu og heimspekilegri gagnrýni til að greina
samtímann. Hann fléttar fræðilegri orðræðu saman við dæmi úr dægurmenningu
og hversdagslífi og spyr áleitinna spurninga um langanir okkar og sjálfræði
í kapítalísku samfélagi. Þýðandi glímir við að yfirfæra og innleiða flókin
heimspekileg hugtök í íslenska umræðu. Textinn er aðgengilegur og torsóttur
í senn en vel hugsaður inngangur eftir Andra Fannar Ottósson og Steinar Örn
Atlason hjálpar lesandanum áleiðis.

Óreiða á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
Óreiða á striga er litríkt verk um líf og list, sambönd og sambandsleysi á
síðari helmingi tuttugustu aldar. Í brennidepli eru sterkar persónur sem
takast á við örar samfélagsbreytingar með ólíkum hætti. Saga íslensku
þjóðarinnar er sögð út frá sjónarhorni konu sem tekst á við möguleika og
takmarkanir samfélagsins og leitast þannig við að skapa mótvægi við
hefðbundna karllæga sögutúlkun. Kristín Marja hefur skrifað lífssögu
kraftmikillar listakonu sem fer sínar eigin leiðir í lífinu.

Sekúndu nær dauðanum — vá tíminn líður eftir Ingólf Gíslason
Ögrandi ljóðabók, gáskafull og grafalvarleg í senn. Ingólfur Gíslason tekst
á við tungumál og tilfinningar með hressilegum hætti og varpar nýstárlegu
ljósi á hvunndaginn og samtímann.

Hæst bylur í tómri tunnu

Sjá mínútu 4:01

mánudagur, febrúar 25, 2008

Ameríkanar sniðgengnir

Athyglisvert að enginn Ameríkani fær óskar fyrir leik. Er kreppa í leik Kana? Eftir að hafa séð There Will Be Blood í gær er ég mjög sáttur við að DD Lewis fái sköllóttu styttuna fyrir túlkun sína á hinum magnaða olíumanni Daniel Plainview. Ég hefði verið mjög ánægður ef Cate Blanchett hefði fengið sambærilega styttu fyrir túlkun sína á 'Bob Dylan'.

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Reykjavík Dallas



Ástandið í Sjálfstæðisflokknum er farið að minna óþægilega mikið á ævintýri Ewing fjölskyldunnar í Dallas. Brotthvarf Davíðs var svipað áfall fyrir flokkinn og fráfall Jock Ewing. Hvorki Geir né Miss Ellie ráða neitt við neitt og allir fara sínu fram og fornt og glæsilegt vald morknar og fellur.

Aðrar persónur og leikendur:

JR: Hanna Birna
Sue Ellen: Vilhjálmur Þ.
Bobby: Gísli Marteinn
Ray: Kjartan Magnússon
Cliff Barnes: Júlíus Vífill (lætur Ewing liðið fá grænar bólur)
Pamela: Jórunn Frí
Lucy: Þorbjörg Helga
Clayton Farlow: Ólafur F. fyrrum óvinur en tekinn í sátt þegar gefur á bátinn

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Markús Örn

Nú er Markús Örn að snúa heim frá Kanada. Þó ekki til að taka við sem oddviti Sjálfstæðismanna í þetta skipti, heldur sem forstöðumaður Þjóðmenningarhússins.

Villi Won't Go

mánudagur, febrúar 11, 2008

Keith Richards - the movie



Nú er ég búinn að finna manninn til að leika Keith Richards í myndinni sem ég er að skrifa.

Valdhroki

Til stympinga kom í Valhöll milli myndatökumanna fjölmiðla og starfsmanna Sjálfstæðisflokksins þegar verið var að velja úr hópi þeirra fjölmiðla þá sem áttu að fá að ræða við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson að loknum fulltrúi borgarfulltrúa sjálfstæðismanna í hádeginu í dag.


En svo kom auðvitað í ljós að Villi 'lenti í þessu máli' - og....búinn að axla ábyrgð með því að missa meirihlutann þegar Bingi fór í Tjarnarkvartettinn. Lét hann þá ábyrgðina frá sér þegar hann keypti sig inn í nýjan meirihluta?

Gott að sirkus var bjargað - verst að hann var fluttur upp í Valhöll.

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Villary Þ??

„Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson klökknaði þegar hann kom út af borgarráðsfundi en sagði að málið hefði reynt mikið á sig. Skýrsla samstarfshóps borgarfulltrúa um REI málið var kynnt á fundinum í dag. Vilhjálmur telur sig ekki þurfa að segja af sér vegna REI málsins.“


Þetta er klókt hjá Villa, nú verður þetta aðal fréttin í máli manna en ekki efnisatriði málsins. Glæsilegt touch.

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

50 ár



Í dag eru 50 ár frá því ég fór að halda með Man Utd. Næstum því. Enska knattspyrnan kom upp í samræðum við móður mína og mér skildist á henni að þetta flugslys væri svotil nýskeð. Frá þeim degi hef ég fylgt Man Utd að málum. Kallast þetta aumingjagæska?

Don Óli og Sansjó Villa

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Borgarfulltrúinn sjónumhryggi


Hvor er sorglegri riddarinn eða meðreiðarsveinninn?

Flottasta campaignið

Obama er flottur, hann virðist vera með mjög góða ráðgjafa og gott fólk í vinnu fyrir sig. Skoðið þetta myndband sem byggir á ræðu sem hann hélt. Frasinn Yes We Can minnir á slagorðið I like Ike frá því í gamla daga. Takið líka eftir því hvernig HOPE breytist í VOTE í lokin. Það er merkilegt að þetta skuli ekki vera öfugt, þ.e. Vote breytist í Hope. Með því að gera þetta öfugt hvetur hann þá sem eiga jafnvel ekkert nema vonina til að mæta á kjörstaðinn - nýir kjósendur gætu verið bylgjan sem skolar Obama alla leið. Nóg um það - þetta er eitt flottasta kostningastöff sem ég hef séð:



Á hinn bóginn veit maður minna um það fyrir hvað maðurinn stendur. Það verður spennandi að vakna í fyrramálið og sjá hvernig ofurþriðjudagurinn (sprengidagurinn!) gerir sig þar vestra.

mánudagur, febrúar 04, 2008

12 hápunktar frá París

Að borða fasana í hádegismat kl. 3 og tína höglin úr honum
Að láta vaða á trufflumatseðil: Volgur mergur, andalifur, raviolí, fiskur, svínasíða, brie með salati og ís og fleira með svörtum og hvítum trufflum.
Að sjá kaþólikkana kyssa meinta þyrnikórónu Krists í Notre Dame.
Að sjá stemmninguna kringum Mónu Lísu á Louvre og skoða verk Leonardos up close.
Að sjá stemmninguna í Chanel búðinni.
Að rölta hálfan sunnudag um Marais, meðal annars í gyðingagötunni Rue Rosslseitthvað.
Að kaupa foi gras og vín beint frá bónda á markaði í Marais
Að gefa betlandi gyðingakonu ekki klink og rauðvínsflaskan í pokanum brotnar um leið (þorði ekki annað en að gefa henni pening að lokum og keypti ísraelska vínflösku í staðinn fyrir þá brotnu. Sú brotna hét Irancy, sú óbrotna Caanan. Þýðir það eitthvað?)
Að hlusta á nunnuna syngja í Sacre-Couer
Að kaupa hatt og ganga með hann í fyrsta skipti á ævinni.
Að reyna að útskýra söguna um Sæmund á selnum fyrir leigubílstjóra með orðunum "Once there was an Icelandic student in Sorbonne, in the 12th century...." og fá svarið "I don't know this man."
Að sjá gluggana í Saint Chapelle

Ekki beint rólegt en mjög rómantískt - það vita þeir sem þurfa að vita.