laugardagur, apríl 25, 2009

Kjósum vinnu, velferð, ESB og Jóhönnu

Tækifærið er núna!

mánudagur, apríl 20, 2009

Hroki Hrokason

Mér finnst þetta vera móðir allra hrokfullra ummæla - og hef þó séð þau mörg frá Birni Bjarnasyni:

„Eina raunhæfa leiðin að markmiðum sammala.is er að málsvarar þeirrar stefnu styrki stöðu sína í Sjálfstæðisflokknum, efli hann með atkvæði sínu og leitist við að breyta Evrópustefnu hans. Á vettvangi Sjálfstæðisflokksins ræðst að lokum, hvort Ísland gengur í Evrópusambandið.“

Næstum jafn kjarnyrt og ummæli Sigurðar Kára:
„Vilji Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum sínum yfir sjávarútvegsauðlindinni þá felur það í sér að Sjálfstæðisflokkurinn vill standa utan ESB....“.


Sem betur fær ræður Sjálfstæðisflokkurinn ekki eins miklu og hann vildi.

Tvífarar dagsins

Tvífarar dagsins eiga það sameiginlegt að vera viðmótsþýð ljúfmenni sem hafa borið harm sinn í hljóði undanfarna áratugi og gert flest annað en að skara eld að eigin köku.


miðvikudagur, apríl 15, 2009

Töff...eða...?

sunnudagur, apríl 12, 2009

Páskar 2009

Ég óska ykkur öllum gleðilegra páska! Páskarnir hafa ekki verið mjög rismiklir á Reynimelnum enda glíma heimilismenn við veikindi og vinnuálag. Þó hefur mér tekist að spila fótbolta tveimur sinnum og er það vel. Þrjú páskaegg komu í hús og hefur eitt þegar mætt örlögum sínum og annað heyr vonlausa baráttu. Andabringur í ísskápnum. Sellerírót og steinseljurót munu fá að kynnast náið í kvöld með aðstoð rjóma. Allt á hreinu.

laugardagur, apríl 11, 2009

Samantekin ráð um styrkjasöfnun?

Þeir Steini í Kók og þessi Landsbanka-Steinþór hafa greinilega verið saman í liði að safna þessum ofurstyrkjum fyrir FL-okkinn. Og ætla menn þá að trúa því að Guðlaugur Þór hafi ekki vitað af þeim?

Menn hljóta einnig að spyrja Kjartan nánar út í fullyrðingar um að hann hafi vitað af öllu skítabixinu allan tímann - á sama tíma og briddsfélagar hans héldu því fram að Samfylkingin væri sérstaklega tengd þessu liði.

*Og hvaða NBA leikur var þetta sem ný forysta Sjálfstæðisflokksins fór á í boði Hannesar Smárasonar? Fréttamenn hljóta að vera jafn ákafir í að kanna það og þeir voru við að greina frá því að Lúvík Bergvinsson hefði setið um borð í snekkju sem verið var að færa milli hafna á Florida. Eða fær ný forysta FL-okksins sérmeðferð?*

---
*Viðbót, páskadag
Mér er sagt að Bjarni Benediktsson hafi harðlega neitað því að hafa flogið í einkaþotu Hannesar Smárasonar. Ég trúi Bjarna að sjálfsögðu en fleyting þessarar gróusögu sýnir að sárindi innan flokksins rista býsna djúpt.*

fimmtudagur, apríl 09, 2009

FL-okkurinn og 109. grein almennra hegningarlaga

Ég held að það sé skammgóður vermir hjá SjálfstæðsFLokknum að henda styrkjahneykslinu í fangið á Geir Haarde. Ríkissaksóknari hlýtur að skoða 109. grein almennra hegningarlaga í ljósi þess að árið 2006 hafi starfandi forsætisráðherra tekið við 55 milljónum í umslagi frá 2 fyrirtækjum. Fyrir okkur sem ekki erum löglærð fylgir 109. greinin hér á eftir til upplýsingar:

109. gr. [Hver sem gefur, lofar eða býður opinberum starfsmanni gjöf eða annan ávinning, sem hann á ekki tilkall til, í þágu hans eða annarra, til að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem tengist opinberum skyldum hans skal sæta fangelsi allt að 3 árum eða sektum ef málsbætur eru fyrir hendi.
Sömu refsingu skal enn fremur sá sæta sem beinir slíku að manni, sem heldur því fram eða veitir vissu fyrir að hann geti haft óeðlileg áhrif á ákvarðanatöku manns sem fjallað er um í 1. og 2. mgr. þessarar greinar, í því skyni að fá hann til að beita þessum áhrifum.
Enn fremur skal sæta sömu refsingu sá maður sem heldur því fram eða veitir vissu fyrir að hann geti haft óeðlileg áhrif á ákvarðanatöku manns, sem fjallað er um í 1. og 2. mgr. þessarar greinar, og heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, án tillits til þess hvort áhrifunum er beitt eða hvort þau leiða til þess markmiðs sem stefnt var að.]1)

þriðjudagur, apríl 07, 2009

FL-okkurinn

Einhvern veginn efast maður um að Sjálfstæðismenn linni látum við að kalla andstæðinga sína Baugsflokk þótt þeir hafi orðið uppvísir um að hafa þegið 100 sinnum hærri styrk frá Baugsfyrirtæki en leyfilegt er samkvæmt lögunum sem gilda. Tuggan um Baug og aðra flokka er einfaldlega Sjálfstæðismönnum svo inngróin að þeir eru farnir að trúa henni sjálfir. Og það þrátt fyrir að sjálfur Jóhannes í Bónus hafi birt heilsíður þeim til stuðnings síðasta kjördag. Nei, þeir munu halda áfram að ólíkt þeim, sem eru undir stjórn Bjarna Benediktssonar, þá séu aðrir flokkar í sérstökum tengslum við auðmenn - og líklega Jóhanna Sigurðardóttir mest af öllum. Já, nú er fjandinn laus.

Þessi 30 milljóna styrkur er kominn upp á yfirborðið, en við munum aldrei frétta af öllum hinum stóru styrkjunum sem duttu inn á reikninga FLokksins.

laugardagur, apríl 04, 2009

Skákmaðurinn kæni mælir með ESB

Ég er á þeirri skoðun núna að menn eigi að kanna það sem fyrst hvort við komumst inn í Evrópusambandið á viðunandi forsendum. Ég held að það muni hjálpa okkur í þessum hremmingum sem við erum í og sér ekki fyrir endann á. Þegar menn eru í vandræðum þá verður að reyna að knýja dyra þar sem hjálpar er að vænta.

- Margeir Pétursson, Mbl

Hann hlýtur að kjósa Samfylkinguna í vor

Athyglisverður punktur hjá Jónasi

Langflestir eru sáttir
Níu af hverjum tíu Íslendingum eru frekar eða mjög ánægðir með líf sitt, þrátt fyrir kreppuna. Þetta segir okkur enn ein skoðanakönnunin. Aðrar kannanir sýna, að stjórnarflokkarnir tveir hafa öruggan meirihluta kjósenda. Loka varð stöð með áfallahjálp, því að fáir vildu nota hana. Engir biðlistar hafa myndazt á stöðum, þar sem lagður er grunnur að minni greiðslubyrði fólks. Fólk er hætt að berja búsáhöld á Austurvelli. Samtals sýnir þetta, að almennt telur fólk hreyfingu vera komna á samfélagið í átt til betri tíma. Sú skoðun er sennilega fullsnemma fram komin. En bjartsýni fólks er mikil.


Þetta sýnir að það er mögulegt að komast gegnum þetta ástand án þess að fara í aðgerðir sem skuldsetja okkur meira en orðið er.

miðvikudagur, apríl 01, 2009

Hans eigin orð

„Ég tel að ein þjóð geti varla afneitað eigin gjaldeyri meira en svo að neita að taka við honum fyrir eigin útflutning,” segir Vilhjálmur Egilsson. Er nokkur furða að það sé stirt milli hans og hins þarna fynda með hárið.

Enginn Davíð?

Örvænting Sjálfstæðismanna birtist í dýrustu heilsíðuauglýsingunni í Morgunblaðinu í dag. Auglýsingin er tilraun til að sýna landsfundinn sinn í betra ljósi en blasti við þjóðinni um helgina. Þess vegna er engin mynd af Davíð í auglýsingunni og engir brandarar um Alzheimer. Þeir tala um að hafna há- og millitekjuskatti. Á mannamáli þýðir það bara eitt: Lágtekjuskatt!