miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Var alltaf að vara við þessu

Það var einu sinni drengur sem bjó í litlu þorpi í sveit. Drengurinn hafði þann starfa að gæta fjárins og fór með hjörðina í hagann á hverjum degi. Einn daginn leiðist drengnum að leika sér við kindurnar og hrópaði: Úlfur! Úlfur! Það er úlfur að drepa kindurnar okkar! Þorpsbúarnir þustu út í hagann vopnaðir prikum og kylfum, albúnir að vernda féð. Þar fundu þeir stráksa þar sem hann engdist um af hlátri. Þorpsbúarnir sneru til baka sárir og reiðir. Daginn eftir leiddist drengnum enn meira. Hann hrópaði nú enn hærra en áður: Úlfur! Úlfur! Það er úlfur að drepa kindurnar okkar! Hópur þorpsbúa kom hlaupandi, albúinn að verja féð en fann aðeins drenginn í hláturskrampa. Daginn eftir, þegar drengurinn er að gæta fjárins í haganum, kemur stór og ljótur úlfur þar að og byrjar að drepa kindurnar eina af annarri. Strákurinn er felmtri sleginn og hrópar upp yfir sig: Úlfur! Úlfur! Það er úlfur að drepa kindurnar okkar! Þorpsbúarnir heyrðu köllin en hristu bara hausinn og sögðu, þessi gaur er nú bara með Úlfinn á heilanum.

Svo kom strákurinn hlaupandi inn í bæinn og sagði fréttirnar. Þegar hann var skammaður brást hann hinn versti við og minnti á að hann hefði varað við þessu aftur og aftur.

fimmtudagur, febrúar 19, 2009

Ekki er hár söðull kóngsins

Það mátti búast við þessu. Ekki er fyrr búið að slengja því framan í alþjóð að Björn Jörundur sé í þeim stóra hópi sem einhvern tímann hefur fengið sér í nebbann, þá spretta fram vandlætarar og siðapostular.

Einn sker sig úr og gagnrýnir það að fyrrverandi dópneytandi dæmi í karókíkeppni Stöðvar 2:

„Ég er í áfalli, mér finnst ég eiga svo mikið í Idolinu.", segir Bubbi Morthens. Hann segist hafa heyrt í fullt af fólki sem hóti að segja upp áskrift af Stöð 2 ef Björn verði ekki látinn fara. „Skaðinn er skeður, en þeir gætu minnkað hann með því að láta hann fara og ráða annan dómara í Idolið," segir Bubbi að lokum.

Steinar? Glerhús?


---
UPPFÆRT 11:20
---
Bubbi skrifar eftirfarandi á heimasíðu sína:
"Mér varð á í dag það hringdi í mig kona frá vísi.is og var að biðja mig tala við Telmu Tómasar
við fórum að ræða þetta leiðinda mál með Birni og það sem ég sagði hélt ég að væri bara svona pæling um stöðuna á þessu máli en ég gerði mér einga grein fyrir því þetta væri viðtal þannig hefði svo verið hefði ég hagað orðum mínum öðruvísi Björn átti ekki þetta skilið frá mér í dag enn ég ber ábirð á því sem ég seigi og ég sagði þetta við þessa konu þannig ég bið hann afsökunar á þessu orðum mínum," skrifar Bubbi á heimasíðu sína Bubbi.is í dag.

Gott hjá Bubba!

miðvikudagur, febrúar 18, 2009

Klínt á Flokkinn?

Pistill Benedikts Jóhannessonar er til marks um að Sjálfstæðismenn séu að vakna til lífsins hver á fætur öðrum og átta sig á því að þeir þurfa að segja fyrirgefðu við þjóðina. Benedikt, sem er frændi Bjarna Benediktssonar, segir að Flokkurinn þurfi ekki að bíða eftir einhverri rannsókn áður en hann viðurkennir ábyrgð sína á því hræðilega ástandi sem hér ríkir eftir 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins.

Benedikt segir að Flokkurinn þurfi að biðjast fyrirgefningar fyrir eftirtalda hluti: Einkavæðingu bankanna, peningamálastefnuna, fyrir að kæfa alla umræðu um veikleika krónunnar, sjóðasukk bankanna sem skattborgarar borguðu „svo lítið bar á“ og loks Icesave. Þetta er býsna hressilegt syndaregistur, svo ekki sé meira sagt. Benedikt bætir við:

Listinn gæti verið miklu lengri.

Það þarf ekki að bíða eftir neinni skýrslu frá rannsóknarnefndum. Sjálfstæðismenn eiga sjálfir að horfast í augu við fortíðina, fara yfir mistökin og biðja þjóðina afsökunar á þeim.

Þetta sýnir að uppgjör er að ryðja sér farveg innan Fálkaflokksins. Það væri mikilvægur þáttur í 'sorgarferli' þjóðarinnar og myndi án efa hjálpa flokknum í kosningum líka.

En þingmenn Flokksins virðast þó ekki tilbúnir að segja fyrirgefðu við þjóðina:
Ekki hægt að klína þessu á Sjálfstæðisflokkinn

þriðjudagur, febrúar 17, 2009

Sterk króna


Samkvæmt mbl.is

mánudagur, febrúar 16, 2009

Sjálfstæðisflokkurinn stjórnlaus?

skv. Wikipedia:

föstudagur, febrúar 13, 2009

Dýrasta hús í heimi?

Gísli Marteinn bendir á í góðum pistli að þegar bygging tónlistarhússins hófst hafi verið gert ráð fyrir að það yrði dýrara en Guggenheim safnið í Bilbao.

Af hverju hefur þetta ekki komið fram áður - þvílík vísbending um að bankarnir og þjóðin voru gjörsamlega veruleikafirrt!

fimmtudagur, febrúar 12, 2009

Blaðamenn Time ekki að vinna vinnuna sína

Time útnefnir Davíð Oddsson sem einn af þeim 25 mönnum sem mesta ábyrgð bera á efnahagshruninu worldwide. Það er greinilegt að Time stjórnast af hatri á einum manni og fagleg blaðamennska í lágvegum höfð. Eins og Gauti bendir á eru blaðamenn Time ekki búnir að lesa óbrotgjarna minnisvarðagrein Friðbjörns Orra Ketilssonar Skjöldur gegn skálmöld. Er Time annars ekki Baugsmiðill?

N1 í formannsslag í Sjálfstæðisflokknum?

Mér hefur lengi fundist vanta að blaðamenn leggðu almennilegan metnað í fyrirsagnir blaðagreina. Víða erlendis er fyrirsagnagerð ákveðið listform þar sem menn leika sér með tvöfalda eða margfalda merkingu orða. Það var því mikið gleðiefni fyrir mig að sjá örla á snjallri hugsun í Morgunblaðinu í dag í frétt um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi stjórnarformann N1. Fyrirsögnin hjá Rúnari Pálmasyni, blaðamanni, var:

Enn einn í formannsslag.




Kannski bara Freudian slip?

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Formannadúó

Er ekki eitthvað bogið við það að tveir formenn skilanefnda bankanna komi fram sem einhvers konar dúó? Skrifi sameiginleg afsagnarbréf?

þriðjudagur, febrúar 10, 2009

Dýrkeypt lexía

Hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Gylfi Zoega komast að eftirfarandi niðurstöðu um efnahagshrunið á Íslandi:

„Hrun íslenska hagkerfisins er vitnisburður um afleiðingar afnáms hafta, einkavæðingar
viðskiptabanka og slaks fjármálaeftirlits í heimi ódýrs fjármagns. Hraður bati veltur á því
að yfirvöld taki rétt á málum til að stýra hagkerfinu inn á braut sjálfbærrar þróunar.
...
Því hefur verið haldið fram að ýmsar þjóðir Evrópusambandsins muni eiga við svipaða
erfiðleika og Íslendingar stríða við á næstunni. Er þar einkum átt við Bretland (Reykjavik
on the Thames!), Sviss, og Írland. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að skipbrot
Íslands eigi nægilega margar innlendar orsakir til þess að við getum fullyrt að ekki sé
líklegt að hinar þjóðirnar fari eins illa út úr kreppunni.“

Hvaða lærdóm ætlum við Íslendingar að draga af þessu? Og situr bankastjórn Seðlabankans virkilega enn?

mánudagur, febrúar 09, 2009

Erlendir blaðamenn með Davíð á heilanum

"Iceland’s problems can, in fact, be traced back to the early 1990s, when David Oddsson, a short-story writer and former Reykjavík mayor, was elected prime minister."

http://www.portfolio.com/news-markets/international-news/portfolio/2009/02/09/Icelands-President-and-First-Lady#page5

Þjóðin með Davíð á heilanum - myndir

Mest lesnu fréttirnar á dv.is

Getraun dagsins

Hver skrifar?

"Ef þið lagið ekki þvæluna sem þið gerðuð í síðasta vaxtaóðagoti, er það endanlegt dæmi þess að þið vitið ekki hvað þið eruð að gera og þá mun ég sjá til þess fyrr en nokkurn grunar að menn komi að bankanum sem viti hvað þeir eru að gera. Ég vil fá svar frá þér annað en skæting í fjölmiðlum strax því ég mun ekki sitja lengur kyrr."

sunnudagur, febrúar 08, 2009

Fjórði mesti afglapi heims situr áfram

Davíð Oddsson segir að enginn telji hann hafa gert nokkuð rangt í starfi og því eigi hann ekki að víkja. Það er bull. MarketWatch telur t.d. Davíð fjórða mesta afglapann í öllu efnahagshruninu.Sjá þetta t.d. frá 8. október:

LONDON (MarketWatch) -- While the global credit crunch is clearly beginning to bite hard, there are some positives to the financial turmoil that it has wrought. You probably didn't do anything as embarrassing as the head of Iceland's central bank, who issued a statement announcing a 4 billion euro loan from Russia when Moscow hadn't actually agreed to it.

miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Ys og þys út af Stjána

Kristján vinur minn fékk óblíðar móttökur hjá handfylli hægrisinnaðra bloggara og kommenterara þegar hann féllst á að aðstoða Össur í Utanríkisráðuneytinu. Hann missir þó ekki svefn yfr því en Gauti hefur þó haft fyrir því að setja málin í samhengi fyrir þá sem kæra sig um. Sjá hér.

mánudagur, febrúar 02, 2009

Tvær myndir

Sá tvær myndir um helgina

Vicky, Christina, Barcelona. Ágætis mynd um ævintýri tveggja amerískra kvenna í hinni stereótýpísku Suður-Evrópu, þar sem allir eru blóðheitir listamenn og hálfklikkaðir.

The Wrestler: Stórmögnuð mynd um afdrif þekkts fjölbragðaglímumanns, 20 árum eftir hápunkt ferils síns.

Helstu fréttir helgarinnar voru kaup á forláta Canon EOS 450D. Nú mega myndefnin fara að vara sig.