fimmtudagur, janúar 31, 2008

Partítrix fyrir útlendinga

Egill Skallagrímsson
910
Þorgerður Egilsdóttir
0939
Þorbjörg "digra" Ólafsdóttir
0960
Kjartan Ásgeirsson
1000
Þorvaldur Kjartansson
1055
Ingiríður Þorvaldsdóttir
1110
Vigdís Guðlaugsdóttir
1140
Oddur Álason
1180 - 1234
Hrafn Oddsson
1225 - 1289
Jón "korpur" Hrafnsson
1255
Sveinn "langur" Jónsson
1280
Jón "langur" Sveinsson
1330 - 1362
Finnbogi "gamli" Jónsson
1360 - 1441
Hallur Finnbogason
1400
Hákon Hallsson
1440 - 1512
Gísli Hákonarson
1490 - 1560
Björn Gíslason
1521 - 1600
Gísli Björnsson
1580 - 1652
Daði Gíslason
1600
Björn Daðason
1630
Þórður Björnsson
1668 - 1723
Þorbjörg Þórðardóttir
1709
Jón Jónsson
1742
Guðrún Jónsdóttir
1785
Kristín Helgadóttir
1827 - 1914
Valgerður Magnúsdóttir
1855 - 1925
Guðrún Jóhannesdóttir
1889 - 1979
Valgerður Dagbjört Jónsdóttir
1923 - 2001
Sævar Guðbjörnsson
1952
Örn Úlfar Sævarsson
1973

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Töff sjitt



Smelltu hér til að skoða

Hækjan

Greining 24 stunda á málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og F-lista sýnir að það er rétt sem Ólafur borgarstjóri heldur fram: það er 70% F-listaplagg. Um leið er ljóst að það er rangt hjá fyrrum kosningastjóra F-listans að Ólafur sé hækja fyrir íhaldið. Það er akkúrat öfugt. Sjálfstæðisflokkurinn er hækja fyrir F-listann.

þriðjudagur, janúar 29, 2008

„Nótt var þá farljós“ - Egils saga revisited

Lauk í gær við Egils sögu - það snilldarverk mesta. Það eru liðin 10 ár frá síðustu fundum okkar Egils og var gaman að rifja upp hreystiverk þessa kappa og áa hans. Mhttp://www.blogger.com/img/gl.link.gifeðal þess sem ég var búinn að gleyma var: Skalla-Grímur, faðir Egils, felur silfur sitt áður en hann deyr - rétt eins og Egill síðar. Hinn ágjarni Egill er að vonum ósáttur og setur Skalla-Grím í haug sinn með hesti, vopnum og smíðitólum. „Ekki er þess getið að lausafé væri látið í hauginn“. Snilld.
Í mínum huga hafði fennt yfir það hversu fyndin bókin er og full með kolsvörtum frásögum af ofbeldi Egils, til dæmis þegar þeir eru að drepa einhverja Fríslendinga og elta hóp af þeim. Hópurinn kemst yfir skurð á brú nokkurri, en fjarlægir síðan brúna. Egill og þeir koma þar að og í æsingi sínum hoppar Egill yfir skurðinn, en félagar hans komast ekki yfir. Er þá Egill einn á móti ellefu Fríslendingum. Og drepur þá að sjálfsögðu.
Einnig var gaman að rifja upp ferðalög Egils, hann herjar á heiminn allan, Noreg, Svíþjóð, Þýskaland, Holland og Belgíu. Hann ílengist í Lundúnum og tekur þátt í sögulegum bardaga með Englakonungi, þar sem Bretland var sameinað í fyrsta skipti. Bardaginn, sem í Egilssögu á sérstað við ána Vínu, er kallaður the Battle of Brunanburh í enskri sagnfræði, en nákvæm staðsetning er ókunn. Mér dettur í hug að nafnið Vína og Vínaheiði gætu verið dregin af staðarheitinu Winchester, þótt bardaginn sjálfur hafi farið fram mun norðar en sú borg er.
Endalokin eru sorgleg fyrir Egil, því hann hamast alla ævina við að draga að sér silfur, svíkur föður sinn og kætist þegar hann fær fé fyrir fall bróður síns auk þess sem hann verður ellidauður hjá bróðurdóttur sinni í Mosfellssveit, meðan Arinbirni vini hans, sem umber vitleysisganginn í honum, hlotnast sá heiður að falla í orrustu með konungi sínum.

mánudagur, janúar 28, 2008

FA retro

Nú er ljóst að Man Utd og Arsenal mætast í FA bikarkeppninni. Liverpool mætir hins vegar Barnsley og Chelsea tekur á móti Huddersfield. Þetta hljómar eins og getraunaseðill frá byrjun 9. áratugarins.

Það er alltaf gaman að bikarkeppninni og þetta verður sturlbilaður hörkuleikur á Old Trafford. Rauði herinn og bláu sparigrísirnir ættu nú að komast áfram þótt liðin hafi ekki verið alveg nógu sannfærandi í bikarleikjum til þessa.

Helgin var fín nema hvað óvenjumikinn skítaþef lagði af rægisíðum Morgunblaðsins, sem við fáum óumbeðið. Dagur svaraði ágætlega fyrir sig í Silfrinu. Það er ljóst að sterk staða hans eftir þetta rugl allt saman fer í taugarnar á z-liðinu í Hádegismóum. En hver hlustar á þetta lið svo sem?

Davíð Logi, fyrrum blaðamaður Mbl orðar þetta kurteislegar
ég sé að í dag blása vindar um minn gamla vinnustað heima á Íslandi. Leiðaraskrif ritstjórans eru þar skýringin. Ég segi það eitt, að það er leiðinlegt að blaðið og það góða fólk sem þar starfar skuli þurfa að gjalda fyrir þann einarða ásetning ritstjórans að bera sigur úr býtum í því stríði sem hann telur sig verða að heyja um þessar mundir í pólitíkinni - með mismálefnalegum hætti. Persónulega hef ég miklar efasemdir um að sá stríðsrekstur þjóni hagsmunum Morgunblaðsins. En ef ég þekki mitt heimafólk rétt telur ritstjórinn að aðeins hann geti skilgreint þá hagsmuni, aðeins hann þekki þá til hlítar.

föstudagur, janúar 25, 2008

Nýtt Nýtt Líf

Í dag er bóndinn stoltur af sinni konu. Út er komið nýtt Nýtt líf í ritstjórn Ástu og Ingibjargar. Hnausþykkt blað, stútfullt af djúsí efni. Glæsilegur frumburður og lofar góðu um framhaldið.

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Ímynd eða ímyndun

Það var ekki ímyndun hjá mér: Ég Guðna Ágústsson játa það að frambjóðendur hefðu verið litgreindir á kostnað flokksins. Einnig játaði hann að flokkurinn hefði fengið til sín sérstaka ímyndunarráðgjafa. Check it out Hvað voru menn að ímynda sér? Að þeir gætu stjórnað landinu?

Hvert fer Bingi?

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvert Björn Ingi Hrafnsson beinir starfskröftum sínum á næstu misserum. Gárungarnir segja að sjálfsögðu að hann gangi úr Framsóknarflokknum og til liðs við Fatahhreyfinguna

Rólegur dagur í fréttum?

Í dag, þegar nýr meirihluti tekur við völdum í Reykjavík og Ísland fellur úr keppni í handboltakeppninni eru þetta mest lesnu fréttirnar á mbl.:

1. Björn Ingi hættir
2. Ledger virðist hafa látist af slysförum
3. Olsen vissi fyrst af láti Ledgers
4. Hávær mótmæli í Ráðhúsinu
5. Ledger brenndi kerti sitt í báða enda

Ólíkt hlutskipti

Sá um daginn hina frábæru mynd I'm not there sem byggð er á ævi og verkum Bob Dylan. Þar er hann leikinn af fimm leikurum. Síðan ég sá myndin er einn þeirra dáinn og annar tilnefndur til Óskarsverðlauna.

Borgarstjórnarfundur

Leit við á pölllum Ráðhússins við upphaf borgarstjórnarfundar í dag. Merkilegt að sjá hversu margir höfðu safnast saman í húsinu og komust miklu færri á pallana en vildu. Þar af leiðir að unga fólkið sem var með mótmæli fyrir utan húsið fyrir fundinn komst fæst inn á pallana sjálfa. En það er ljóst að mörgum er nóg boðið af þessu valdabrölti nýja meirihlutans og líkar ekki þau vinnubrögð sem viðhöfð voru. Könnun Fréttablaðsins endurspeglar þetta - F+D hafa 25% stuðning og Ólafur 5% sem borgarstjóri. Líklega minnsta approval rating í sögunni.

Sjallar segja að þetta rugl sem boðið er upp á sé sama aðferð og felldi gamla meirihlutann. Það er í grundvallaratriðum rangt því þá flúði Björn Ingi óstarfhæfan meirihluta og fékk minni völd í staðinn. Ólafur rýfur meirihlutasamstarf til að tryggja sjálfum sér meiri vegtyllur í 14 mánuði. Af einhverjum ástæðum tekur þá við Vilhjálmur Þ., sem segir að þetta samstarf snúist alls ekki um völd og stóla.

En hvað um það. Lífið heldur áfram. Dagur getur borið höfuðið hátt og kemur sterkur út úr þessu. Á ákveðinn hátt eru umskiptin í borginni persónuleg vonbrigði fyrir Dag því mikill vinskapur hefur verið með tengdafjölskyldu hans og fjölskyldu Ólafs F. í áratugi.

Fróðlegt verður að sjá hvernig nýr meirihluti fer af stað. Hvað þarf að borga fyrir húsin á Laugavegi? Hvað verður um nefndina sem er að kafa ofan í REI?

Ísland í Daily Show part 2

Hér sé eg ekki betur en Logi Bergmann sé byrjaður á RÚV í þessu myndskeiði undir nafninu Ingólfur Bjarni.

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Ísland úr Írak

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Tillaga að þulartexa fyrir Pressuna

Björgvin Halldórsson les: „Nú er komið að fimmta og næstsíðasta þætti Pressu. Tekst Láru að fá pössun í dag? Heldur eineltið í skólanum áfram? Og hvaða blaðamaður Póstsins sér um spurningu dagsins?“

Sjallar í skralli

Þeir voru ekki alveg nógu kátir á svipinn sexmenningar Sjálfstæðisflokksins á Kjarvalsstöðum í gær þegar nýi borgarstjórinn, og sá gamli, ræddu við fjölmiðla. Líklega voru menn með óbragð í munninum af tilhugsuninni um samstarfið fram undan. Frjálshyggjumennirnir hlakka væntanlega til að ganga í það að kaupa verslunarhúsin á Laugaveginum af fyrirtækjum í einkageiranum og koma þar upp einhvers konar opinberri niðurgreiddri starfsemi, kannski Borgarbakarí. Flugvöllurinn verður festur enn frekar í sessi í hjarta borgarlandsins og spurning hversu glaður Gísli Marteinn gengur til þess verks. Nú tekur Sjálfstæðisflokkurinn við völdum í meirihluta sem þeir áður töldu alls ekki nógu sterkan daginn eftir kosningar (með flokki sem hefur klofnað síðan) og selja frá sér borgarstjórastólinn og mörg mikilvæg stefnumál. Góður díll? Og hvað með REI?

Mín fyrstu viðbrögð við þessu öllu saman eru vonbrigði. Ég held til dæmis að mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut séu rándýr og gríðarstór mistök enda færist vandinn aðeins til.

mánudagur, janúar 21, 2008

Til upprifjunar

föstudagur, janúar 18, 2008

Íslenski auglýsingabransinn er ekki svo slæmur

Smelltu hér til að sannfærast.

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Kiljan

Sigurður Kári hrósar Agli og Kiljunni í pistli í dag:
Það er full ástæða til að hrósa Agli Helgasyni fyrir bókmenntaþáttinn Kiljan sem er á dagskrá Ríkissjónvarpsins á miðvikudagskvöldum. Þátturinn er sannarlega hvalreki á fjörur þeirra sem áhuga hafa á bókmenntum hvers konar.

Mér finnst umfjöllun Egils um bókmenntir í þættinum að mörgu leyti nýstárleg og þess eðlis að hún eykur áhuga áhorfenda á því að kynna sér verk þeirra höfunda sem fjallað er um hverju sinni. Val á viðmælendum er fjölbreytt og skemmtilegt sem gefur þættinum gott og áhugavert yfirbragð.

Það kemur hins vegar skemmtilega á óvart að Siggi er ekki að hrósa Agli fyrir að fá prófessor Hannes í þáttinn að fjalla um Davíðsbókina heldur fyrir umfjöllun um Vilhjálm frá Skáholti. Fer vel á því að þess ágæta skálds sé minnst og erum við SK þar sammála. Ég man eftir því að í gamla daga þegar ég gegndi virðingarstöðunni afleysingaþulur hjá Útvarpinu (það er ekkert til sem heitir Rás 1) varð mér einu sinni á að tala um Vilhjálm frá Skálholti og fékk bágt fyrir hjá nokkrum hlustendum sem hringdu inn leiðréttingar og var mikið niðri fyrir.

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Er líða fer að jólum

Nú er maður aldeilis í jólaskapi: Fallegur snjór hvert sem litið er, jólatré á götunum og engin helv. skata. Mikið verður gott að blanda sér í malt og appelsín í kvöld og finna ilminn af hangikjötinu.

laugardagur, janúar 12, 2008

Óbreyttir skattar

Nú mása minnihlutamenn í borgastjórn um að skattar hafi hækkað í Reykjavík, en þar er útsvarsprósenta óbreytt frá í fyrra en vegna þess að íbúðahúsnæði hefur hækkað í verði, þá borga menn meira í ár en í fyrra.

Þess vegna hlýtur að vera fljótlega von á snaggaralegri og hárbeitt stílaðri (og alls ekki í staglkenndum stíl með fimmauruabröndurum) grein frá prófessor Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni þar sem hann bendir á að hér sé ekki um skattahækkun að ræða heldur aðeins aukning á skatttekjum. Eins og menn muna var Hannes óþreytandi í því að finna meinbugi á málflutningi prófessors Stefáns Ólafssonar um aukna skattbyrði láglaunafólks í tíð Davíðs Oddssonar. Til dæmis sagði Hannes:

Í fyrsta lagi ruglar Stefán saman skattheimtu (til dæmis hvort tekjuskattur er 10% eða 20%) og skatttekjum (hver afrakstur af skattheimtunni er í krónum).


Hvenær ætli þessi grein Hannesar birtist? Í dag eða á morgun væntanlega. Hannes hefur sýnt að honum er þetta mikið hjartans mál.

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Hógvær snilld

Tilvalið að byrja bloggárið með tilvitnun í minn uppáhaldsbloggara:

Talsmaður neytenda fagnar nær fullum áfangasigri í að jafna réttindi og skyldur í samskiptum neytenda við fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki þar sem seðilgjöldum verður m.a. útrýmt og svonefnd FIT-gjöld verði bundin við raunkostnað eins og talsmaður neytenda hafði unnið að.


Nær fullur áfangasigur? JEEEEIII!!!!