föstudagur, október 31, 2008

Til hamingju stelpur

Nú hefur gamall draumur ræst!

fimmtudagur, október 30, 2008

Snilldarflétta Baracks

Hvernig drepur þeldökkur frjálslyndur frambjóðandi sem heitir Hussein Obama lúmskan áróður últrahægrirepúblíkana um að hann sé múslimi?

Jú, með því að lenda í háværum deilum við prestinn sinn.

miðvikudagur, október 29, 2008

Það hefur lítið breyst



Sjálfstæðisflokkurinn býður ennþá upp á sama gamla draslið!

þriðjudagur, október 28, 2008

Við ætlum ekki að borga skuldir óreiðumanna



Heldur okkar eigin skuldir - nokkrum sinnum!

Ljóð dagsins - Höfundur: Finnur Vilhjálmsson

Gæinn sem geymir aurinn minn



Ég finn það gegnum netið

að ég kemst ekki inn

á bankareikninginn,

en ég veit að það er gæi

sem geymir aurinn minn,

sem gætir alls míns fjár,

og er svo fjandi klár,

kann fjármál upp á hár,

býður hæstu vextina,

og jólagjöf hvert ár.



Ég veit hann axlar ábyrgð,

en vælir ekki neitt,

fær þess vegna vel greitt,

hendur hans svo hvítþvegnar

og hárið aftursleikt.

Þó segi’ í blöðunum

frá bankagjaldþrotum

hann fullvissar mig um:

Það er engin áhætta

í markaðssjóðunum.



Ég veit að þessi gæi

er vel að sér og vís;

í skattaparadís

á hann eflaust fúlgur fjár,

ef hann kemst á hálan ís.

Því oftast er það sá,

sem minnstan pening á,

sem skuldin endar hjá. –

Fáir slökkva eldana,

sem fyrstir kveikja þá.

mánudagur, október 27, 2008

Uppbót fyrir íslensk heimili

Nú þurfa íslensk heimili að horfa fram á stórauknar skuldir bæði af íbúðalánum og lánum ríkisins. Ein leið til að bæta fólki þetta upp væri að ganga í Evrópusambandið og fá aðgang að eðlilegum húsnæðislánum á óverðtryggðum kjörum. Væntanlega myndi þetta þýða að eignir venjulegra Íslendinga (húsin og íbúðirnar) myndu hækka talsvert í verði og vega þannig upp á móti því hversu höfuðstóll lána vegna Krónuskattsins (verðtryggingarinnar) hækkar núna.

Þegar þú ert í Rome...




Alltaf gaman að fá fréttir af manni að versla í Rome. Ekki síst ef hann var kosinn "eitt af 50 fegursta fólki heims" af tímaritinu People árið 2002

Ásdís Rán leysir vandann

Sigga spyr:
Hæ, ég er með svo lítil brjóst og það er að éta mig að innan. Þegar ég var í grunnskóla þá var oft gert grín að þessu og mér leið rosalega illa yfir þessu. Mér finnst þetta hamla mér og mér finnst eins og strákar líti ekki við mér útaf þessu. Er ég geðveik eða skiptir brjóstastærð ekki rosalega miklu máli? Hvað á ég að gera? Fyrirfram þakkir,

Ásdís Rán:
Ef ástandið er að éta þig að innan myndi ég mæla með því að þú farir og spjallir við lýtalækna og kannir hvað þeim finnst. Ég er nokkuð viss um að brjóstastækkun myndi bæta líðan þína að einhverju leyti og gefa þér betra sjálfsöryggi. Varðandi strákana held ég að brjóstastærðin skipti okkur meira máli heldur en þá, en þeir laðast hins vegar meira að góðu sjálfsöryggi hjá stelpum. Það er hægt að semja við lækna um greiðslur eða setja aðgerðina á Visa-rað. Þú þarft samt að vita að brjóstastækkun er alltaf áhætta og það er gott að þú safnir þér upplýsinga [sic] á Netinu áður en þú tekur þessa ákvörðun.


Úr nýjasta hefti Monitor

fimmtudagur, október 23, 2008

Hin ósýnilega hönd markaðarins

Loks skilur fólk þetta hugtak, því það hefur fengið á kjaftinn án þess að sjá það gerast.

Hvað gerðist - 2 skýringar:

Skýring sjálfstæðismanna:
Reglur voru settar í Bandaríkjunum sem bönnuðu íbúðalánasjóðum að mismuna fólki eftir litarafti og öðrum ástæðum. Því fengu fleiri lán en gátu hugsanlega borgað. Einhverjir notuðu þessi skuldabréf í vafninga sem gengu kaupum og sölum eins og tifandi tímasprengja. Enginn gat samt séð fjármálakreppuna fyrir. Hún er ekki Davíð Oddssyni að kenna. Hún er fellibylur. Ástæðan til þess að Ísland verður sérstaklega illa úti er sú að bankarnir voru allt of stórir og skuldsettir, vegna leikreglna EES samningsins. Við höfum sömu reglur og önnur lönd EES og sömu bindiskyldu og í EES. Eini maðurinn sem varaði við ofvexti bankanna er Davíð Oddsson. Jón Ásgeir brást trausti þjóðarinnar og reið of geyst studdur af klappliðinu: Ingibjörgu Sólrúnu og Ólafi Ragnari. Dorrit spurði af hverju borðar fólkið ekki kökur og krónan mun hjálpa okkur í uppsveiflunni sem er handan við hornið.

Skýringar annarra
Forhertir kapítalistar ófu áhættusöm lán inn í pakka með ágætis lánum þannig að þegar lélegu lánin brugðust fór allt galleríið á hliðina, því fjármálakerfið var orðið spillt, áhættufíkið og yfir sig skuldsett. Fjármálakreppuna hefði auðveldlega mátt sjá fyrir og jafnvel stöðva ef leiðtogar Bandaríkjanna hefðu sett, og fylgt eftir, skynsamlegum reglum. Ástæðan til þess að Ísland verður sérstaklega illa úti er sú að bankarnir voru allt of skuldsettir. Þeir þrýstu á Seðlabankann til að lækka bindiskyldu niður í það sem er á EES svæðinu, á sama tíma og gríðarlegur vöxtur þeirra hefði átt að kalla á aukna bindiskyldu. Þorvaldur Gylfason og fleiri hagfræðingar vöruðu Davíð Oddsson og Seðlabankann ítrekað við þessu varnarleysi. Bankarnir veiktu Fjármálaeftirlitið kerfisbundið með því að ræna starfsfólki þaðan og sendu góðar rauðvínsflöskur á tyllidögum. EES reglum var ekki fylgt eftir af sama styrk og tíðkast erlendis, m.a. vegna fjárskorts. Stjórnvöld voru ekki að flýta sér að loka ábyrgðum á Icesave, etv. vegna skatttekna, þau mistök munu reynast okkur dýr. Auðmennirnir brugðust og eru ennþá svakalega ríkir og þjóðin situr eftir með skuldirnar. Pólitískt skipaði seðlabankastjórinn er rúinn trausti austan hafs og vestan og alls staðar þar á milli eftir bommertur í aðdraganda, hápunkti og eftirmála bankahrunsins. Við þurfum að snúa bökum saman og koma íslenskum heimilum í öruggara skjól: IMF, ESB.

föstudagur, október 17, 2008

Það er auðvelt að vera bitur eftirá

Vildi bara koma því á framfæri.

Kominn tími á breytingar?

Þegar ekki er nauðsynlegt að breyta, er nauðsynlegt að breyta ekki, sagði breskur íhaldsmaður fyrir nokkrum öldum. Umræðurnar um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu sæta furðu. Hvaða nauður knýr okkur þangað inn?


Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 22. ágúst síðastliðinn

miðvikudagur, október 15, 2008

Sara litla Palin

Getur verið að þetta sé fyndnasti Sarah Palin djókurinn?



Takk Sverrir

Enn léttir Steinn manni lífið

Hvort sem menn áfellast íslensk eða bresk stjórnvöld fyrir þau ýmsu áföll sem yfir oss dynja þá má ávallt finna vel orta hnútasvipu í skáldskap Steins Steinarrs. Hér eru dæmi:

Eir

Jón Sigurðsson forseti, standmynd sem steypt er í eir,
og stjarna sem vökul á bládjúpum kvöldhimni skín.
Í sölnuðu grasinu þýtur hinn hvíslandi þeyr:
Ó, þú, sem einn sólbjartan dag varst hamingja mín.

Ó, herra, sem sendir oss spámenn og spekingafans,
og spanskgrænu heimsins þvoðir af volaðri sál.
Ég hef legið á gægjum við ljóra hins nýríka manns,
og látið mig dreyma hið fánýta veraldarprjál.

Eitt þögult og dularfullt hús stendur andspænis oss,
og enginn veit lengur til hvers það var forðum reist.
En nafnlausir menn, eins og nýkeypt afsláttarhross,
standa náttlangt á verði svo það geti sjálfu sér treyst.

Og nótt legst yfir hið sorgmædda sjálfstæði vort.
Úr saltbrauðsleik þessa heims er ég kominn til þín.
Ég að mitt fegursta ljóð hefur annar ort,
og aldrei framar mun dagurinn koma til mín.

Jón Sigurðsson, forseti, standmynd sem steypt er í eir,
hér stöndum við saman, í myrkrinu, báðir tveir.



Imperium Brittannicum

Þín sekt er uppvís, afbrot mörg og stór
og enginn kom að verja málstað þinn.,
ó, græna jörð, þar sem Shakespeare forðum fór
til fundar við hinn leynda ástvin sinn.

Þú brennur upp, þér gefast engin grið,
og geigvænt bál þú hefur öðrum kynt.
Ó, lát þér hægt, þótt lánist stundarbið.
Að lokum borgast allt í sömu mynt.

Og jafnvel þótt á heimsins nyrstu höf
þú næðir þrælataki á heimskum lýð,
það var til einskis, veldur stuttri töf.
Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð.

þriðjudagur, október 14, 2008

Miðvikudagur Steins Steinarrs

Miðvikudagur. - Og lífið gengur sinn gang,
eins og guð hefur sjálfur í öndverðu hugsað sér það.
Manni finnst þetta skrýtið, en samt er það satt
því svona hefir það verið og þannig er það.

Þér gangið hér um með sama svip og í gær,
þér sigrandi fullhugar dagsins, sem krónuna stýfið.
Í morgun var haldið uppboð á eignum manns,
sem átti ekki fyrir skuldum. - Þannig er lífið.

Og mennirnir græða og mennirnir tapa á víxl,
og mönnum er lánað, þó enginn skuld sína borgi.
Um malbikuð strætin berst múgsins háværa ös,
og Morgunblaðið fæst keypt niðr' á Lækjartorgi.

Miðvikudagur. - Og lífið gengur sinn gang,
og gangur þess verður víst hvorki aukinn né tafinn.
Dagbjartur múrari eignaðist dreng í gær,
í dag verður herra Petersen kaupmaður grafinn.

(Úr Rauður loginn brann)

mánudagur, október 13, 2008

Ísland, til hamingju með afmæli Steins Steinarrs

Það er á margan hátt viðeigandi að frjálshyggjuhrunið skuli bera upp á aldarafmæli Steins Steinarrs. Kannski ég skrifi meira um það síðar en hér er kvæði dagsins.


Þitt hús er bjart eins og helgidómur,
þitt hús er dýrðlegt, sem kóngsins slot.
Þú átt á banka þitt kaup og krónur,
þú kemst víst tæplega í matarþrot.

Og sælt er að lifa við gull og gengi,
þín gæfa er mikil, svo björt og hlý.
Þú hvorki sorgir né þrautir þekkir,
og þjónar drottni með kurt og pí.

En milli þilja í þínu húsi
er þrotlaust unnið hvern dag og nótt,
með hvössum tönnum er nagað, nagað,
og nagað mest, þegar allt er hljótt.

Þitt hús er voldugt og viðir sterkir,
og veggir traustir, með saum og hnoð.
En hvassar tennur, sem naga og naga,
þær naga í gegn hverja máttarstoð.

Og bráðum tapast þitt gull og gengi,
og gæfan hverfur, svo björt og hlý.
Þér finnst hann sár, slíkur sleggjudómur,
en slotið hrynur með kurt og pí.

(Steinn Steinarr, Rauður loginn brann 1934)

Spurning ársins

Margir hafa haldið því fram að Davíð Oddsson, forstöðumaður einnar eftirlitsstofnunar, Seðlabankans, hafi um langa hríð verið lagður í einelti af ákveðnum fjölmiðlum, þingmönnum stjórnarandstöðunnar og þingmönnum úr röðum samstarfsflokks
ykkar, Samfylkingarinnar. Hvernig á Seðlabankinn að rækja sitt hlutverk við þessar aðstæður?

- Agnes Bragadóttir í viðtali við Geir Haarde

föstudagur, október 10, 2008

VIð erum Nígería norðursins

Kannski getum við tekið upp einhverja nígeríska siði?

T.d. þetta:

DEAR SIR,

PERMIT ME TO INFORM YOU OF MY DESIRE OF GOING INTO BUSINESS RELATIONSHIP
WITH YOU. I GOT YOUR NAME AND CONTACT FROM THE ICELANDIC CHAMBER OF
COMMERCE AND INDUSTRY. I PRAYED OVER IT AND SELECTED YOUR NAME AMONG
OTHER NAMES DUE TO IT'S ESTEEMING NATURE AND THE RECOMMENDATIONS GIVEN
TO ME AS A REPUTABLE AND TRUST WORTHY PERSON I CAN CONFIDE ON AND BY
THEIR RECOMMENDATIONS I MUST NOT HESITATE TO CONFIDE IN YOU FOR THIS
SIMPLE AND SINCERE REQUEST.

I AM AN EX BANK MANAGER OF A BIG ICELANDIC BANK. BEFORE THE MELTDOWN OF THE ICELANDIC BANKS I MANAGED TO GUARANTEE A SUM OF US$15M (FIFTHEN MILLION UNITED STATES DOLLARS) IN A SECURITY COMPANY HERE IN REYKJAVIK. DUE TO THE FACT THAT THE ICELANDIC STATEHAS PUT ALL THE BANKS INTO RECEIVERSHIP I NOW NEED A TRUSTWORTHY FOREIGN PARTNER WHO CAN AID ME IN TRANSFERING THIS MONEY TO USE IT FOR INVESTMENT PURPOSE. SIR, I AM HONOURABLY SEEKING YOUR ASSISTANCE IN THE FOLLOWING WAYS.

1) TO HELP ME RETRIEVE THIS FUND FROM THE SECURITY & FINANCE COMPANY
AND HELP PROVIDE A BANK ACCOUNT WHERE THIS MONEY WOULD BE TRANSFERED
INTO

2) TO SERVE AS THE GUARDIAN OF THIS FUND AND ME

3) TO MAKE ARRANGEMENT FOR ME TO COME OVER TO YOUR COUNTRY TO FURTHER
AND TO SECURE A RESIDENTIAL PERMIT FOR ME IN YOUR COUNTRY.
MOREOVER, SIR, I AM WILLING TO OFFER YOU 15% OF THE TOTAL SUM AS
COMPENSATION FOR YOUR EFFORT/INPUT AFTER THE SUCCESSFUL TRANSFER OF THIS
FUND TO YOUR NOMINATED ACCOUNT OVERSEA.

FURTHERMORE, YOU CAN INDICATE YOUR OPTION TOWARDS ASSISTING ME AS I
BELIEVE THAT THIS TRANSACTION WOULD BE CONCLUDED WITHIN SEVEN (7) DAYS,
YOU SIGNIFY INTEREST TO ASSIST ME. ANTICIPATING HEARING FROM YOU SOON.

THANKS AND GOD BLESS.

CALL ME AS SOON AS YOU RECEIVE THIS EMAIL ON + 354 555 5555, FOR FURTHER
EXPLANATION AND I WILL GIVE YOU THE FULL DETAILS OF THIS TRANSACTION.

BEST REGARDS
sign...

þriðjudagur, október 07, 2008

Frjálshyggjuhrunið 2008

Móðir okkar og eiginkona, Frjálshyggja Davíðsdóttir, Kalkofnsvegi lést í gær, mánudaginn 6. október. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Fjármálaeftirlitið.
Sjálfstæðisflokkurinn og börn

Sovét-Ísland komið

Á þetta kvæði ekki ágætlega við í dag?

Sovét-Ísland,
óskalandið,
- hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng,
þögnin nógu þung,
þorstinn nógu sár,
hungrið nógu hræðilegt,
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?

Hvenær kemurðu, lýðviljans land,
með ljóma strætanna,
hljómfall vélanna
blóm og söng?
Hvenær kenurðu
með kraft vitsins,
eld áhugans,
innileik bróðurþelsins?
Hvenær? Hvenær?

Vér þráum þig í einrúmi
á andvökunóttum.
þegar blóð vort rennur hægt, hægt
út í ystu myrkur
og allt er orðið hljótt,
- svo dauðahljótt,
að hvísl vorrar þjáningar
bergmálar
sem harmþrungin hljómkviða:
Hvenær? Hvenær?

Vér þráum þig, land lífsins,
- ljósblik hækkandi menningar,
samönn sólskinsdagsins,
samnautn lognmildra tunglskinskvelda,
Vér þráum að skapa
skip þín,
borgir þínar,
list þína...
Vér þráum starfið,
þráum hvíldina,
í þakklátum. öruggum faðmi þínum.

Eldgamla Ísafold!
Ung varstu forðum,
fjallkonan fríð!
Viltu ekki offra þínum
ellibelg
á altari framtíðarinnar?
Viltu ekki umbreyta
í æsku
öllu hinu þreytta og sjúka og vonlausa?
Viltu ekki nýtt fólk,
nýtt líf,
nýtt vor um strendur þínar, dali þína?

Viltu ekki, að vargöldin harða,
vindöldin kalda,
þokist fjær og fjær?

...En hvort sem þú vilt eða ekki,
kemur það nær og nær,
þetta, sem grætur blóði,
þangað til upp úr rauðum sporunum
grær
líf, sem ljómar og hlær.-

Þó það kæmi ekki í gær,
þó það komi ekki í dag,
það kemur - - -

Á morgun?
Hvenær? Hvenær?

mánudagur, október 06, 2008

Kæri Jón...

Nú væri gott að hafa NFS. Geturðu ekki gert eitthvað? Ó?

Hugmynd

Um helgina kom upp su hugmynd að endursyna sjonvarpsleikritið 'Kusk a hvitflibbann' eftir Davið Oddsson, sem synt var i sjonvarpinu aður en höfundur sneri ser að öðru.

föstudagur, október 03, 2008

Krónan þriðji versti gjaldmiðill í heimi



KR eða íkr?



Í hvert skipti sem einhver segir Áfram KR, þá ber að líta á það sem hvatningu til íslensku krónunnar líka!

Nýtt fyrirtæki - Hundar með sólgleraugu.is

Nú þegar slæmu fréttirnar hellast yfir okkur sé ég ákveðin viðskiptatækifæri í því að koma fólki í gott skap. Hef ég því ákveðið að stofna fyrirtækið Hundar með sólgleraugu sem mun sérhæfa sig í myndum af hundum með sólgleraugu, en eins og allir vita létta slíkar myndir lundu hvers einasta manns - jafnvel þótt erlenda lánið hafi hækkað!

Hér er forsmekkurinn. Njótið vel og góðar stundir! Sendið mér myndir ef þið eigið!





miðvikudagur, október 01, 2008

Athyglisvert 2 ára viðtal

Hér má sjá athyglisvert viðtal frá 2006 þar sem kunnur hagfræðingur varar við stórfelldri kreppu - gegn harkalegum mótmælum og háðsyrðum mannsins sem Hannes Hólmsteinn og félagar fluttu sérstaklega inn til landsins til að boða fagnaðarerindið um minni ríkisafskipti.