föstudagur, mars 31, 2006

Kyoto hvað?


Er íslenska sinan inni í Kyoto bókuninni um losun gróðurhúsalofttegunda? Oj bara.

Öryggismyndavélarnar

Ríkið verður að hætta að taka myndir af bílum og ökumönnum sem fara yfir á rauðu ljósi. Það er brot á friðhelgi einkalífsins. (eða einkabílsins??)

fimmtudagur, mars 30, 2006

Austurland nær i austurlöndum fjær

Síðdegis í dag var undirritaður kallaður til sem sérlegur álitsgjafi um efnahagsástandið á Íslandi fyrir japanska sjónvarpsstöð. Var mér það bæði ljúft og skylt að draga upp í hnitmiðuðu máli þær helstu blikur sem nú eru á lofti peninganna og þá vá sem liggur undir hjónarúmi verðbólgu og vaxta.

Ég var semsagt gómaður úti á götu af japönskum sjónvarpsmönnum sem líklega voru að leita að fynd-útlítandi Íslendingi til að hlæja að í einhverjum geggjuðum spurningaþætti. Í máli mínu gagnrýndi ég íslensk stjórnvöld fyrir skort á framsýni og trú á skyndilausnir. Ég vona að málflutningur minn um skammarlega meðferð á óbætanlegum náttúruperlum komist til skila og að Japanir flykkist til að leggja okkur lið í baráttunni gegn álverum hugarfarsins.

Í því sambandi er vert að vekja athygli á vef sem ég rakst á í Melabúðinni: this.is/augnablik. Nú fer hver að verða síðastur. Hver kemur með í sumar???

Opinskátt

Í dag rifjaði úvarpið upp með mér orðatiltækið 'að gera opinskátt um e-ð'. Því er ekki úr vegi að gera opinskátt um eitthvað hér í Röflinu. Til dæmis því að afráðið hefur verið að sleikja sólina á Suður-Spáni í maí. Einnig má gera opinskátt um það að sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikið að gera hjá mér. Því verður fríið í maí vel þegið. Enda nær ekkert sumarfrí tekið í fyrra.

Mjólkursamsalan er að fara!!!

Við þurfum álver.

mánudagur, mars 27, 2006

IKEA maðurinn snýr aftur





Keyptum tvær kommóður um daginn, mest til að stemma stigu við flóði nærfatnaðar um öll gólf. Ég setti aðra þeirra saman og gekk brösulega, enda með handónýtt skrúfjárn.





Í gær setti ég þá síðari saman en hafði þá sýnt þá fyrirhyggju að kaupa mér nýtt fjölskrúfjárn með skralli. Með þessum vígbúnaði og aðstoð frá Sufjan Stevens náði ég að leggja kommóðuna á mettíma án úlnliðsáverkanna sem ég fékk síðast.

föstudagur, mars 24, 2006

Fjör

Kalli að hætta. Samstarfsmenn kveðja kappann með keppni í Buzz og Singstar. Undirritaður stendur sig ágætlega enn sem komið er. Vonandi heyrist samt ekki í Singstar keppninni út á Austurstræti.

Enn einn næstbestur



Árið 2002 var þessi maður valinn næst merkasti Breti veraldarsögunnar. Hver er hann?

Lesist með rödd Sigvalda Júlíussonar

Munið Draumalandið. Draumalandið fæst í öllum betri bókaverslunum. Draumalandið, sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, er fermingargjöfin í ár. Draumalandið - Kópavogi.

Fjármálakerfið

Er Mogginn úlfur, eða úlfur úlfur?

fimmtudagur, mars 23, 2006

Speak Your Mind

Before your monkey does.

miðvikudagur, mars 22, 2006

World Water Day

Í dag er alþjóðadagur vatnsins. Ekki úr vegi að rifja upp helstu punktana úr umræðunni um vatnalögin. Sko, málið er að hér er engin efnisleg breyting á ferðinni. Sjáiði til, í fyrsta lagi þá er verið að skerpa á ákvæðum laga frá 1923 ráðstöfunarrzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz

þriðjudagur, mars 21, 2006

Til samræmis

Verða gáfumennin sem segja 'athygli vert' ekki að segja 'Landhelgi gæslan'?

World Poetry Day i dag

Í tilefni þess að í dag er alþjóðadagur ljóðsins, skv. Unesco, hef ég ákveðið að verða við fjölda áskorana um að birta á síðunni næst ömurlegasta ljóð Íslands. Reyndar er ekkert ömurlegra en að vera valinn Næst-ömurlegastur, þegar maður er virkilega að reyna. Þannig að titillinn getur alveg talist réttnefni....

Ömurlegasta ljóð á Íslandi

Mér fannst ég heyra lágvært suð í ölvuðum býflugum
En þá varst það þú að strjúka flötum lófa yfir silkið
og hvísla nafnið mitt, nafnið þitt, nafnið mitt, nafnið þitt
aftur og aftur og aftur og enn aftur og aftur.

Eins og fínlegt grátt sandkorn á strönd eilífðarinnar
Sem hafið strýkur sinni síðustu öldu yfir
og frussar nafnið mitt, nafnið þitt, nafnið mitt, nafnið þitt
einu sinni enn og svo aftur, einu sinni enn

Þetta fölnaða lauf sem hangir dauðahaldi á grein
sem norðangarrinn hrifsar í svo það missir takið
og ýlfrar nafnið mitt, nafnið þitt, nafnið mitt, nafnið þitt
í síðasta sinn, í síðasta sinn, í síðasta síðasta sinn.

Tveir fundir um framtíð Íslands

350 manns mættu á annan þeirra og 650 á hinn. Ég er bara nokkuð bjartsýnn fyrir hönd þjóðarinnar þótt bæði Fbl og Mbl telji fámennari fundinn svo mikið merkilegri að hann fær aðalpláss á forsíðum beggja. Fréttablaðið segir ekki einu sinni frá fundinum hans Andra.

Það er greinilegt að áróðursvélin er komin í gang gegn stráknum sem bendir til þess að honum sé að takast að hrista upp í þjóðinni. Bæði Alcoa og Iðnaðarráðuneytið saka Andra um ósannindi. Bókin Draumalandið er hins vegar, þótt undarlegt megi virðast, æsispennandi og bráðfyndin lesning um grafalvarleg mál. Tryggið ykkur eintak áður en bókabrennurnar hefjast.

Maðurinn að baki The Dark Side of the Moon

hlýtur að vera fyrir framan the bright side of the moon.

mánudagur, mars 20, 2006

Refurinn er súr

...sögðu berin.

Mætið á fyrirlesturinn. Lesið bókina. Sjáið hugmyndirnar.

fimmtudagur, mars 16, 2006

Góður dagur fyrir Davið

Vonandi verður dagurinn í dag betri fyrir grey kallinn en dagurinn í gær.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Gríðarleg tækifæri á Miðnesheiði

Vá hvað mér brá þegar þegar Sveinn Helgason spurði bæjarstjóra Reykjanesbæjar: "Herinn er að fara. Það hlýtur að kalla á álver!". Þetta er kristaltært dæmi um þann einkennilega hugsunarhátt, eða skort á hugsunarhætti, að álver sé lausn á öllum vanda! Spurningin er nefnilega röng, því sannleikurinn er sá að með brotthvarfi hersins skapast gríðarleg tækifæri fyrir íslenskt samfélag.

Við kveðjum herinn og fáum í staðinn gríðarstórt þorp við jaðar höfuðborgarsvæðisins, við alþjóðaflugvöll. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að flytja Landhelgisgæsluna þangað. Einnig mætti hagnýta íbúðarhúsnæði sem úrræði í þágu aldraðra og öryrkja, sbr. frétt í dag um að það þurfi að verja 1,5 milljörðum til að byggja fyrir þá hópa. Þá er spennandi hugmynd að búa til einhvers konar viðskipta- eða hátæknigarða í þessu umhverfi og skapa sprotafyrirtækjum aðstæður til að vaxa og dafna.
Dæmi um þetta er fyrirtæki á borð við CCP, fyrirtæki í örum vexti með hundruð hálaunastarfa í farteskinu.

Einnig er ég þeirrar skoðunar að innanlandsflugið hljóti að flytjast suður með tíð og tíma og það væri snjallræði hjá stjórnvöldum að hefja undirbúning þess hið snarasta og hefja um leið vegabætur við þetta svæði.

Brotthvarf hersins er ekki vandamál. Það er gríðarlega áhugavert tækifæri!

Áfram Orri. Áfram KR

þriðjudagur, mars 14, 2006

Sagan martröð

"History is a nightmare from which I am trying to awaken."
Stephen Daedalus

Rolling Mode

Þá er það staðfest. Depeche Stones tónleikar í Danmörku 7.-8. júní. Gef frá mér Roger Waters tónleika í Egilshöllinni, enda miklu dýrari og lengra í burtu, menningarlega séð.

mánudagur, mars 13, 2006

Höfnuð nöfn

Jahérna. Kvenmannsnafninu Örn hafnað!

http://www.rettarheimild.is/mannanofn/?Stafrof=&Nafn=&Stulkur=on&Drengir=on&Millinofn=on&Samthykkt=no

Glitnir góður

Ég tek ofan fyrir Íslandsbankamönnum, Glitnismönnum. Án þess að taka afstöðu til þess hvort þeir hafi þurft að breyta um nafn, þá finnst mér hressilegur gustur af því að velja þjált og gilt íslenskt orð í stað þess að velja einhverja innihaldsrýra skammstöfun eða einhverja latneska moðsuðu. Svo er greinilegt að Group-æðið er að renna af mönnum, sem er líka gott.

föstudagur, mars 10, 2006

Raunin

Arsenal-Juventus
Lyon-AC Milan
Inter/Ajax-Villareal
Benfica-Barcelona

Spáði því einnig að Lyon, AC og/eða Barca mundu spila í úrslitum en það er ljóst að svo verður ekki. Uppfærð spá: Juventus, AC eða Barcelona í úrslitum í París.

fimmtudagur, mars 09, 2006

Spáin

ARSENAL – JUVENTUS
BARCELONA – BENFICA
AC MILAN – VILLAREAL
JUVENTUS – INTER/AJAX.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Good Night and Good Luck



Þetta er góð mynd. Hún fjallar um málfrelsið og á sem slík prýðilegt erindi í dag. Unnin á mjög eftirtektar-verðan hátt. Listavel leikin, svo vel að áhorfendur á fyrstu sýningum vestan hafs létu þess getið að þeim fyndist leikarinn sem lék McCarthy fara yfir strikið í ofleik, þegar staðreyndin er sú að aðeins var notast við raunverulegar sjónvarpsupptökur af þingmanninum. Gaman að því að Íslandsvinirnir í Alcoa koma einnig við sögu ásamt ómældu magni af tóbaki, sérstaklega Kent. Myndin er lágstemmd, "settið" er lítið, tónlistin fléttast frábærlega inn í framvinduna og textinn er ótrúlega vel skrifaður, sérstaklega monologar Murrows, sem eru meira og minna orðrétt eftir manninum sjálfum.

"We will not walk in fear, one of another. We will not be driven by fear into an age of unreason if we dig deep in our history and doctrine and remember that we are not descended from fearful men, not from men who feared to write, to speak, to associate and to defend causes which were for the moment unpopular. We can deny our heritage and our history, but we cannot escape responsibility for the result. There is no way for a citizen of the Republic to abdicate his responsibility."

Góða nótt og gangi ykkur vel!

mánudagur, mars 06, 2006

Næsti útlendi fálkaorðuhafi?

Fyrir störf að landsliðshvatningamálum?

Frásögn úr Guardian af leik Íslands, Trinidad og Tobago:

„Two men, white, one in his sixties, the other probably his son, sat behind Shaka Hislop's goal in the first half.
'Iceland?' I asked in that idiotically hesitant way we have when making an inquiry of someone we imagine might not have English as a first language.

'Derby,' said John, the elder of the two.

'So, why?'

'Well, Andy - that's my son, here - has been following Iceland since he went to university in Essex.'

I did ask why again, but John couldn't say. 'We have followed them all over Europe. Been to Iceland twice.“

föstudagur, mars 03, 2006

Prince of Darkness

Þeir þýsku

Herbragð Jürgens Klinsmanns er að ganga upp. Þýska pressan er tryllt yfir slöku formi leikmannanna en þetta er örugglega allt saman útpælt. Þeir eiga eftir að koma á óvart, sanniði til!

Hvað á að koma í staðinn?

Hvað á að koma í staðinn er líklega þreyttasta tugga álverssinna á Íslandi fyrr og síðar. Svona geta bara þeir spurt sem eru búnir að klúðra öllum sínum málum síðustu 10 árin og vilja nú fá eina stóra sprautu til að láta sér líða betur í smá stund. Og má ekki eins spyrjai: Hvað á að koma í staðinn fyrir hátæknifyrirtækin, eins og Flögu, sem hrekjast úr landi vegna stóriðjustefnu? Lifi lágtækni?

fimmtudagur, mars 02, 2006

Íslenglendingar

Ég er ekki frá því að Hörður Magnússson hafi kallað enska landsliðið Íslendinga nokkrum sinnum í lýsingunni á leiknum í gær. Það passar við þá skoðun sumra að þeir á SÝN haldi meira með enska landsliðinu en nokkru öðru, þar með talið, því íslenska.

miðvikudagur, mars 01, 2006

Landsliðið

er lélegt.

Það segir Guardian amk:
Iceland's manager Eyjolfur Sverrisson can choose from only 296,737 people and his team is ranked 45 places behind T&T in 96th. They justified such a ranking during a World Cup qualification campaign that was as miserable as Trinidad's was memorable. Their confidence may have been low last night but it seemed their motivation was too as they played as if afraid of pooping a party.